Að sjá ekki skóginn fyrir trjánum Sæunn Gísladóttir skrifar 25. júlí 2017 07:00 Það er líklega enginn frasi vinsælli í dægurmenningu í dag heldur en að lifa í núinu. Hver er svo annar vinsælasti frasinn? Nú að njóta auðvitað. Ég velti því oft fyrir mér hvað honum langafa mínum, ofvirkum sjómanni sem prjónaði sokka þá fáu tíma sem hann var í landi, hefði fundist um það að fólk þyrfti að keyra lengst út í buskann, jú eða hoppa upp í flugvél, stilla upp vel völdum mat/víni/bók til hins eins að sýna að það væri svo sannarlega að lifa í núinu og NJÓTA. Róttæk pæling er þessi, erum við ekki bara að lifa ágætlega mikið í núinu eins og er? Mér finnst til dæmis unaður stundum að þvo og ganga frá þvotti. Þá verða föt sem mér þykir afar vænt um eins og ný og ég hlakka til að vera aftur í þeim. Ætli mér myndi finnast þetta jafn ágæt dægradvöl ef ég myndi hugsa um það hversu oft þessi endurtekning biði mín á lífsleiðinni. Það myndi svo sannarlega skemma upplifunina að hugsa allt of mikið um þetta. Sannleikurinn er sá að við brjótum nú þegar líf okkar upp í áfanga og lifum í þeim á hverjum tíma. Það hugsa fæstir um næstu fjörutíu árin á skrifstofunni, bara um næstu mánuði fram að jólafríinu, eða sumarfríinu, eða frídögunum sem á að verja á Tenerife. Annars myndi líklega öllum fallast hendur í raunveruleikanum. Maður þarf ekki endilega að fara neitt til að njóta eða vera í núinu. Hversdagsleikinn hefur líka upp á það að bjóða ef að maður gefur sér tíma til að sjá það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sæunn Gísladóttir Mest lesið Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun
Það er líklega enginn frasi vinsælli í dægurmenningu í dag heldur en að lifa í núinu. Hver er svo annar vinsælasti frasinn? Nú að njóta auðvitað. Ég velti því oft fyrir mér hvað honum langafa mínum, ofvirkum sjómanni sem prjónaði sokka þá fáu tíma sem hann var í landi, hefði fundist um það að fólk þyrfti að keyra lengst út í buskann, jú eða hoppa upp í flugvél, stilla upp vel völdum mat/víni/bók til hins eins að sýna að það væri svo sannarlega að lifa í núinu og NJÓTA. Róttæk pæling er þessi, erum við ekki bara að lifa ágætlega mikið í núinu eins og er? Mér finnst til dæmis unaður stundum að þvo og ganga frá þvotti. Þá verða föt sem mér þykir afar vænt um eins og ný og ég hlakka til að vera aftur í þeim. Ætli mér myndi finnast þetta jafn ágæt dægradvöl ef ég myndi hugsa um það hversu oft þessi endurtekning biði mín á lífsleiðinni. Það myndi svo sannarlega skemma upplifunina að hugsa allt of mikið um þetta. Sannleikurinn er sá að við brjótum nú þegar líf okkar upp í áfanga og lifum í þeim á hverjum tíma. Það hugsa fæstir um næstu fjörutíu árin á skrifstofunni, bara um næstu mánuði fram að jólafríinu, eða sumarfríinu, eða frídögunum sem á að verja á Tenerife. Annars myndi líklega öllum fallast hendur í raunveruleikanum. Maður þarf ekki endilega að fara neitt til að njóta eða vera í núinu. Hversdagsleikinn hefur líka upp á það að bjóða ef að maður gefur sér tíma til að sjá það.
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun