Stelpurnar spila í Kastalanum þar sem mávurinn var skotinn niður | Myndband Tómas Þór Þórðarson í Rotterdam skrifar 25. júlí 2017 14:00 Kastalin og mávurinn. Stelpurnar okkar mæta Austurríki á morgun í lokaleik sínum í C-riðli EM 2017 í fótbolta en leikurinn fer fram á Het Kasteel-vellinum í Rotterdam sem er heimavöllur Spörtu Rotterdam. Het Kasteel þýðir Kastalinn en völlurinn dregur nafn sitt af lítilli byggingu með tveimur turnum við suðurendann sem líkist kastala. Þetta er eini hluti vallarins sem hefur verið eins frá því hann var byggður árið 1916. Kastalinn var reglulega endurnýjaður á níunda og tíunda áratug síðustu aldar en farið var í mestu endurbæturnar árið 1999. Völlurinn tekur 10.600 manns í sæti á EM og er því sá næstminnsti á mótinu. Afskaplega huggulegur völlur engu að síður.Mávurinn er til sýnis á De Kuip-safninu.Skotinn niður Eitt frægasta atvik hollenskrar fótboltasögu átti sér stað í Kastalanum árið 1970 þegar að Sparta mætti erkifjendum sínum og samborgurum í Feyenoord í borgarslag í nóvember árið 1970. Markvörðurinn Eddy Treijtel, leikmaður Feyenoord, sparkaði þá niður máv með boltanum þegar að hann tók markspyrnu. Mávurinn lést en var stoppaður upp og er nú til sýnis á De Kuip, leikvangi Feyenoord. Það hefur farið í taugarnar á stuðningsmönnum Spörtu í 47 ár að mávurinn sé geymdur þar en ekki í Kastalanum. Þeir sem ætla að sjá þennan frægasta máv fótboltasögunnar þurfa samt sem áður að kaupa sér aðgang að safninu á De Kuip. Hér að neðan má sjá stutt innslag á hollensku þar sem Eddy Treijtel leikur þetta fræga atvik en það náðist ekki á myndband á sínum tíma. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Januzaj mættur á túlípanahótelið hjá stelpunum okkar Stelpurnar okkar fengu óvæntan gest, og raunar gesti, á túlípanahótelið sitt í Ermelo í gær. 25. júlí 2017 08:59 Á þjóðin að safna fyrir KSÍ? Krafan um að U23-landslið kvenna verði sett á laggirnar er hávær en Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari sagðist í gær hafa barist fyrir því undanfarin ár. Þorkell Máni Pétursson segir þetta lykilatriði fyrir íslenska kvennaknattspyr 25. júlí 2017 06:00 Stelpurnar kveðja Eremelo „í tárum“ og halda til Rotterdam Liðið æfir á Spörtu leikvanginum í Rotterdam síðdegis. 25. júlí 2017 11:24 EM í dag: Typpalingaafsökunarbeiðni ekki tekið Okkar menn í Rotterdam velta fyrir sér þörfinni fyrir 23 ára landsliði kvenna, stemningunni í Rotterdam og sár typpalingur í Reykjavík fær sinn tíma í þætti dagsins. 25. júlí 2017 12:30 „Alltaf einhver sem hefur ekki stjórn á tilfinningum sínum“ Íslenski hópurinn var vel undirbúinn fyrir jákvæða og neikvæða umfjöllun á EM. 25. júlí 2017 13:00 Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Handbolti Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira
Stelpurnar okkar mæta Austurríki á morgun í lokaleik sínum í C-riðli EM 2017 í fótbolta en leikurinn fer fram á Het Kasteel-vellinum í Rotterdam sem er heimavöllur Spörtu Rotterdam. Het Kasteel þýðir Kastalinn en völlurinn dregur nafn sitt af lítilli byggingu með tveimur turnum við suðurendann sem líkist kastala. Þetta er eini hluti vallarins sem hefur verið eins frá því hann var byggður árið 1916. Kastalinn var reglulega endurnýjaður á níunda og tíunda áratug síðustu aldar en farið var í mestu endurbæturnar árið 1999. Völlurinn tekur 10.600 manns í sæti á EM og er því sá næstminnsti á mótinu. Afskaplega huggulegur völlur engu að síður.Mávurinn er til sýnis á De Kuip-safninu.Skotinn niður Eitt frægasta atvik hollenskrar fótboltasögu átti sér stað í Kastalanum árið 1970 þegar að Sparta mætti erkifjendum sínum og samborgurum í Feyenoord í borgarslag í nóvember árið 1970. Markvörðurinn Eddy Treijtel, leikmaður Feyenoord, sparkaði þá niður máv með boltanum þegar að hann tók markspyrnu. Mávurinn lést en var stoppaður upp og er nú til sýnis á De Kuip, leikvangi Feyenoord. Það hefur farið í taugarnar á stuðningsmönnum Spörtu í 47 ár að mávurinn sé geymdur þar en ekki í Kastalanum. Þeir sem ætla að sjá þennan frægasta máv fótboltasögunnar þurfa samt sem áður að kaupa sér aðgang að safninu á De Kuip. Hér að neðan má sjá stutt innslag á hollensku þar sem Eddy Treijtel leikur þetta fræga atvik en það náðist ekki á myndband á sínum tíma.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Januzaj mættur á túlípanahótelið hjá stelpunum okkar Stelpurnar okkar fengu óvæntan gest, og raunar gesti, á túlípanahótelið sitt í Ermelo í gær. 25. júlí 2017 08:59 Á þjóðin að safna fyrir KSÍ? Krafan um að U23-landslið kvenna verði sett á laggirnar er hávær en Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari sagðist í gær hafa barist fyrir því undanfarin ár. Þorkell Máni Pétursson segir þetta lykilatriði fyrir íslenska kvennaknattspyr 25. júlí 2017 06:00 Stelpurnar kveðja Eremelo „í tárum“ og halda til Rotterdam Liðið æfir á Spörtu leikvanginum í Rotterdam síðdegis. 25. júlí 2017 11:24 EM í dag: Typpalingaafsökunarbeiðni ekki tekið Okkar menn í Rotterdam velta fyrir sér þörfinni fyrir 23 ára landsliði kvenna, stemningunni í Rotterdam og sár typpalingur í Reykjavík fær sinn tíma í þætti dagsins. 25. júlí 2017 12:30 „Alltaf einhver sem hefur ekki stjórn á tilfinningum sínum“ Íslenski hópurinn var vel undirbúinn fyrir jákvæða og neikvæða umfjöllun á EM. 25. júlí 2017 13:00 Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Handbolti Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira
Januzaj mættur á túlípanahótelið hjá stelpunum okkar Stelpurnar okkar fengu óvæntan gest, og raunar gesti, á túlípanahótelið sitt í Ermelo í gær. 25. júlí 2017 08:59
Á þjóðin að safna fyrir KSÍ? Krafan um að U23-landslið kvenna verði sett á laggirnar er hávær en Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari sagðist í gær hafa barist fyrir því undanfarin ár. Þorkell Máni Pétursson segir þetta lykilatriði fyrir íslenska kvennaknattspyr 25. júlí 2017 06:00
Stelpurnar kveðja Eremelo „í tárum“ og halda til Rotterdam Liðið æfir á Spörtu leikvanginum í Rotterdam síðdegis. 25. júlí 2017 11:24
EM í dag: Typpalingaafsökunarbeiðni ekki tekið Okkar menn í Rotterdam velta fyrir sér þörfinni fyrir 23 ára landsliði kvenna, stemningunni í Rotterdam og sár typpalingur í Reykjavík fær sinn tíma í þætti dagsins. 25. júlí 2017 12:30
„Alltaf einhver sem hefur ekki stjórn á tilfinningum sínum“ Íslenski hópurinn var vel undirbúinn fyrir jákvæða og neikvæða umfjöllun á EM. 25. júlí 2017 13:00