Ítalski dómarinn mun ekkert trufla Frey gegn Austurríki Kolbeinn Tumi Daðason í Rotterdam skrifar 26. júlí 2017 08:30 Wendie Renard fær afar ódýrt gult spjald frá Vitulano dómara í leik Frakka og Íslands. Skömmu síðar slapp Sigríður Lára Garðarsdóttir með skrekkinn en tækling hennar verðskuldaði gult spjald hið minnsta. Vísir/Getty Carina Vitulano, ítalski dómarinn sem dæmdi viðureign Íslands og Frakklands í fyrsta leik þjóðanna á EM, verður í hlutverki fjórða dómara í leik Íslands og Austurríkis á morgun. Freyr var spurður að því á blaðamannafundi í gær hvort hann yrði með óbragð í munni þegar hann myndi hitta hana á morgun. Dómgæsla hennar í fyrrnefndum leik Íslands og Frakklands og svo sömuleiðis í viðureign Englands og Spánverja hefur vakið athygli vegna undarlegra ákvarðana. Reyndar þótti athyglisvert að Vitulano fékk annan leik eftir dómgæsluna í leik Frakklands og Íslands. „Þetta er ekkert persónulegt gagnvart þessari ágætu konu,“ sagði Freyr. Dómarinn á morgun er frá Þýskalandi og heitir Riem Hussein og á hliðarlínunni er landa hennar Christina Biehl og Chrysoula Kourompylia frá Grikklandi. Sú ítalska er svo fjórði dómari. „Hún er hérna á vegum UEFA og ég held að hún sé að gera sitt allra besta. Ég hef ekkert vont bragð í munni gagnvart henni. Hún mun ekki trufla mig neitt.“ Hin þýska Hussein hefur dæmt einn leik á mótinu, viðureign Hollands og Danmerkur í A-riðli sem lauk með 1-0 sigri þeirra appelsínugulu. Hún gaf þrjú gul spjöld í leiknum. Hussein, sem er 37 ára, hefur ekki áður dæmt á stórmóti en þó dæmt leiki í undankeppni stórmóta, Meistaradeild Evrópu og í þýsku bundesligunni.Fundinn með blaðamönnum í gær má sjá hér að neðan. Freyr svarar spurningunni varðandi dómgæsluna eftir rúmar þrettán mínútur. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Fleiri fréttir Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Sjá meira
Carina Vitulano, ítalski dómarinn sem dæmdi viðureign Íslands og Frakklands í fyrsta leik þjóðanna á EM, verður í hlutverki fjórða dómara í leik Íslands og Austurríkis á morgun. Freyr var spurður að því á blaðamannafundi í gær hvort hann yrði með óbragð í munni þegar hann myndi hitta hana á morgun. Dómgæsla hennar í fyrrnefndum leik Íslands og Frakklands og svo sömuleiðis í viðureign Englands og Spánverja hefur vakið athygli vegna undarlegra ákvarðana. Reyndar þótti athyglisvert að Vitulano fékk annan leik eftir dómgæsluna í leik Frakklands og Íslands. „Þetta er ekkert persónulegt gagnvart þessari ágætu konu,“ sagði Freyr. Dómarinn á morgun er frá Þýskalandi og heitir Riem Hussein og á hliðarlínunni er landa hennar Christina Biehl og Chrysoula Kourompylia frá Grikklandi. Sú ítalska er svo fjórði dómari. „Hún er hérna á vegum UEFA og ég held að hún sé að gera sitt allra besta. Ég hef ekkert vont bragð í munni gagnvart henni. Hún mun ekki trufla mig neitt.“ Hin þýska Hussein hefur dæmt einn leik á mótinu, viðureign Hollands og Danmerkur í A-riðli sem lauk með 1-0 sigri þeirra appelsínugulu. Hún gaf þrjú gul spjöld í leiknum. Hussein, sem er 37 ára, hefur ekki áður dæmt á stórmóti en þó dæmt leiki í undankeppni stórmóta, Meistaradeild Evrópu og í þýsku bundesligunni.Fundinn með blaðamönnum í gær má sjá hér að neðan. Freyr svarar spurningunni varðandi dómgæsluna eftir rúmar þrettán mínútur.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Fleiri fréttir Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Sjá meira