Maradona: Vídeódómarar hefðu komið í veg fyrir HM-titla hjá bæði Argentínu og Englandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júlí 2017 07:00 Diego Maradona með heimsbikarinn 1986. Vísir/Getty Argentínska knattspyrnugoðsögnin Diego Maradona var spurður út í vídeódómara sem virðast ætla að vera framtíðin í alþjóðlegum fótbolta. Aðalástæðan fyrir því að Maradona var spurður út í þessa nýjung í fótboltanum var að hann skoraði eitt umdeildasta mark allra tíma á HM í Mexíkó 1986. Maradona skoraði þá með hendinni í sigri Argentínu á Englandi í átta liða úrslitum HM. Argentínska landsliðið fór síðan alla leið í úrslitaleikinn og tryggði sér heimsmeistaratitilinn með 3-2 sigri á Þýskalandi. Maradona mætti á Álfubikarinn í sumar þar sem vídeódómararnir voru að störfum. Hann viðurkennir að það hefði verið erfitt fyrir sig að komast upp með „Hendi guðs“ í dag. „Það er samt ekki bara mitt mark frá 1986 sem hefði ekki fengið að standa,“ sagði Diego Maradona í viðtali við heimasíðu FIFA. „Við skulum ekki gleyma því að England vann heimsmeistaratitilinn árið 1966 á marki þar sem boltinn fór ekki yfir línuna,“ sagði Maradona og vísaði þá til marksins sem Geoff Hurst skoraði fyrir England í framlengingunni í úrslitaleiknum. Geoff Hurst kom þá enska liðinu í 3-2 en skot hans hafnaði í slánni og fór þaðan niður á grasið. Línuvörðurinn Tofiq Bahramov dæmdi mark en margir efast um það í dag að það hafi verið rétt hjá honum. Upptökutæknin í þá daga var ekki eins góð og í dag og því hefur það aldrei verið fullkomlega sannað eða afsannað hvort boltinn fór yfir línuna eða ekki. Fólkið á Monday Night Football á Sky eru hinsvegar viss um að markið hans Hurts hafi verið löglegt. Maradona hefur samt sérstaklega gaman af því að stríða Englendingum en hann, eins og fleiri Argentínumenn, er mjög ósáttur með þátt Englendinga í Falklandseyjastríðinu á níunda áratugnum. Maradona er núna orðinn einn af talsmönnum fyrir því að nota vídeódómara á stórmótunum. „Það eru fullt af atvikum í sögu heimsmeistarakeppninnar sem hefðu endað öðruvísi ef þessi tækni hefði verið notuð þá. Nú er tími til kominn að breyta því,“ sagði Maradona. „Fólk verður mjög pirrað þegar eitthvað er dæmt sem átti ekki að dæma eða þegar mark er ranglega dæmt af. Með þessari tækni kemur bæði gagnsæi og gæði og um leið hjálpar þetta liðum sem eru til í að taka áhættu og sækja sigur,“ sagði Maradona. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Bröndby - Víkingur | Tekst loksins að slá út Dani? Í beinni: Breiðablik - Zrinjski | Hundruð milljóna í húfi Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Sjá meira
Argentínska knattspyrnugoðsögnin Diego Maradona var spurður út í vídeódómara sem virðast ætla að vera framtíðin í alþjóðlegum fótbolta. Aðalástæðan fyrir því að Maradona var spurður út í þessa nýjung í fótboltanum var að hann skoraði eitt umdeildasta mark allra tíma á HM í Mexíkó 1986. Maradona skoraði þá með hendinni í sigri Argentínu á Englandi í átta liða úrslitum HM. Argentínska landsliðið fór síðan alla leið í úrslitaleikinn og tryggði sér heimsmeistaratitilinn með 3-2 sigri á Þýskalandi. Maradona mætti á Álfubikarinn í sumar þar sem vídeódómararnir voru að störfum. Hann viðurkennir að það hefði verið erfitt fyrir sig að komast upp með „Hendi guðs“ í dag. „Það er samt ekki bara mitt mark frá 1986 sem hefði ekki fengið að standa,“ sagði Diego Maradona í viðtali við heimasíðu FIFA. „Við skulum ekki gleyma því að England vann heimsmeistaratitilinn árið 1966 á marki þar sem boltinn fór ekki yfir línuna,“ sagði Maradona og vísaði þá til marksins sem Geoff Hurst skoraði fyrir England í framlengingunni í úrslitaleiknum. Geoff Hurst kom þá enska liðinu í 3-2 en skot hans hafnaði í slánni og fór þaðan niður á grasið. Línuvörðurinn Tofiq Bahramov dæmdi mark en margir efast um það í dag að það hafi verið rétt hjá honum. Upptökutæknin í þá daga var ekki eins góð og í dag og því hefur það aldrei verið fullkomlega sannað eða afsannað hvort boltinn fór yfir línuna eða ekki. Fólkið á Monday Night Football á Sky eru hinsvegar viss um að markið hans Hurts hafi verið löglegt. Maradona hefur samt sérstaklega gaman af því að stríða Englendingum en hann, eins og fleiri Argentínumenn, er mjög ósáttur með þátt Englendinga í Falklandseyjastríðinu á níunda áratugnum. Maradona er núna orðinn einn af talsmönnum fyrir því að nota vídeódómara á stórmótunum. „Það eru fullt af atvikum í sögu heimsmeistarakeppninnar sem hefðu endað öðruvísi ef þessi tækni hefði verið notuð þá. Nú er tími til kominn að breyta því,“ sagði Maradona. „Fólk verður mjög pirrað þegar eitthvað er dæmt sem átti ekki að dæma eða þegar mark er ranglega dæmt af. Með þessari tækni kemur bæði gagnsæi og gæði og um leið hjálpar þetta liðum sem eru til í að taka áhættu og sækja sigur,“ sagði Maradona.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Bröndby - Víkingur | Tekst loksins að slá út Dani? Í beinni: Breiðablik - Zrinjski | Hundruð milljóna í húfi Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Sjá meira