Freyr: Stundum eins og við séum að kreista vatn úr steini Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. júlí 2017 21:05 Freyr Alexandersson þakkar fyrir leikinn. vísir/getty „Fyrst og síðast vonbrigði. Þetta kláraðist ekki í kvöld. Þetta var erfiðasti leikurinn tilfinningalega séð,“ sagði landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson í samtali við Eddu Sif Pálsdóttur á RÚV eftir 0-3 tap Íslands fyrir Austurríki í lokaumferð riðlakeppninnar á EM 2017. Fyrir leikinn var ljóst að Ísland ætti ekki lengur möguleika á að komast í 8-liða úrslit en þangað var stefnan sett fyrir mót. „Þegar við fengum á okkur þetta fyrsta mark var ég hræddur um að þetta myndi gerast; að við myndum fá á okkur annað mark fljótlega aftur því við vorum ekki vel stemmdar í dag. Þetta var mjög lærdómsríkur leikur og allt í kringum hann,“ sagði Freyr. „Við ætluðum okkur að fara áfram og sjáum ekkert eftir því. Leikurinn í dag var undarlegur og erfiður,“ bætti þjálfarinn við. En var þetta ekki slakasti leikur Ísland á mótinu? „Jú, örugglega. Ég átta mig ekki á því. Það er mjög erfitt að spila við þær og við ekki í lagi í kollinum og náum ekki að vinna okkur út úr því. Þá verður leikurinn bara lélegur. Þær refsuðu og voru miklu betri,“ sagði Freyr. Frammistaða Íslands á EM olli vonbrigðum og niðurstaðan var í samræmi í það. Íslendingar töpuðu öllum þremur leikjum sínum og enduðu í neðsta sæti riðilsins. „Niðurstaðan er margþætt. Í fyrsta lagi vorum við nálægt því að fá eitthvað út úr fyrstu tveimur leikjunum og sýndum að við getum alveg verið nálægt þessum betri þjóðum,“ sagði Freyr. „Við þurfum samt að hafa ofboðslega mikið fyrir öllum hlutum og það er stundum eins og við séum að kreista vatn úr steini. Það er rosalega mikil vinna sem við þurfum að leggja á okkur til að fá eitthvað út úr þessu á þessum vettvangi. Við þurfum að leggjast yfir það hvað er best fyrir okkur til að halda dampi.“ EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Einkunnir íslensku stelpnanna: Okkar stelpur nokkrum skrefum á eftir í kvöld Íslenska kvennalandsliðið tapaði í kvöld þriðja leiknum sínum í röð á Evrópumótinu í Hollandi og koma því stigalausar heim af EM 2017. Ísland tapaði 3-0 á móti Austurríki í lokaleiknum í Rotterdam en hafði áður tapað á móti Frakklandi og Sviss. 26. júlí 2017 20:47 Sjálfa íslensku stelpnanna fyrir leik vekur athygli Íslensku stelpurnar eru að spila þessa stundina við Austurríki en þetta er síðasti leikur íslenska liðsins á Evrópumótinu í Hollandi. 26. júlí 2017 19:16 Brosandi borgarstjóri og belgísk boltamær í Rotterdam | Myndir Mikil stemning var á meðal íslenskra stuðningsmanna á Fan Zone í Rotterdam í dag. 26. júlí 2017 17:12 Umfjöllun: Ísland - Austurríki 0-3 | Austurrískt rothögg í Rotterdam Ísland fékk skell í síðasta leik sínum á EM í Hollandi. Austurríki vann öruggan 0-3 sigur. 26. júlí 2017 20:30 Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira
„Fyrst og síðast vonbrigði. Þetta kláraðist ekki í kvöld. Þetta var erfiðasti leikurinn tilfinningalega séð,“ sagði landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson í samtali við Eddu Sif Pálsdóttur á RÚV eftir 0-3 tap Íslands fyrir Austurríki í lokaumferð riðlakeppninnar á EM 2017. Fyrir leikinn var ljóst að Ísland ætti ekki lengur möguleika á að komast í 8-liða úrslit en þangað var stefnan sett fyrir mót. „Þegar við fengum á okkur þetta fyrsta mark var ég hræddur um að þetta myndi gerast; að við myndum fá á okkur annað mark fljótlega aftur því við vorum ekki vel stemmdar í dag. Þetta var mjög lærdómsríkur leikur og allt í kringum hann,“ sagði Freyr. „Við ætluðum okkur að fara áfram og sjáum ekkert eftir því. Leikurinn í dag var undarlegur og erfiður,“ bætti þjálfarinn við. En var þetta ekki slakasti leikur Ísland á mótinu? „Jú, örugglega. Ég átta mig ekki á því. Það er mjög erfitt að spila við þær og við ekki í lagi í kollinum og náum ekki að vinna okkur út úr því. Þá verður leikurinn bara lélegur. Þær refsuðu og voru miklu betri,“ sagði Freyr. Frammistaða Íslands á EM olli vonbrigðum og niðurstaðan var í samræmi í það. Íslendingar töpuðu öllum þremur leikjum sínum og enduðu í neðsta sæti riðilsins. „Niðurstaðan er margþætt. Í fyrsta lagi vorum við nálægt því að fá eitthvað út úr fyrstu tveimur leikjunum og sýndum að við getum alveg verið nálægt þessum betri þjóðum,“ sagði Freyr. „Við þurfum samt að hafa ofboðslega mikið fyrir öllum hlutum og það er stundum eins og við séum að kreista vatn úr steini. Það er rosalega mikil vinna sem við þurfum að leggja á okkur til að fá eitthvað út úr þessu á þessum vettvangi. Við þurfum að leggjast yfir það hvað er best fyrir okkur til að halda dampi.“
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Einkunnir íslensku stelpnanna: Okkar stelpur nokkrum skrefum á eftir í kvöld Íslenska kvennalandsliðið tapaði í kvöld þriðja leiknum sínum í röð á Evrópumótinu í Hollandi og koma því stigalausar heim af EM 2017. Ísland tapaði 3-0 á móti Austurríki í lokaleiknum í Rotterdam en hafði áður tapað á móti Frakklandi og Sviss. 26. júlí 2017 20:47 Sjálfa íslensku stelpnanna fyrir leik vekur athygli Íslensku stelpurnar eru að spila þessa stundina við Austurríki en þetta er síðasti leikur íslenska liðsins á Evrópumótinu í Hollandi. 26. júlí 2017 19:16 Brosandi borgarstjóri og belgísk boltamær í Rotterdam | Myndir Mikil stemning var á meðal íslenskra stuðningsmanna á Fan Zone í Rotterdam í dag. 26. júlí 2017 17:12 Umfjöllun: Ísland - Austurríki 0-3 | Austurrískt rothögg í Rotterdam Ísland fékk skell í síðasta leik sínum á EM í Hollandi. Austurríki vann öruggan 0-3 sigur. 26. júlí 2017 20:30 Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira
Einkunnir íslensku stelpnanna: Okkar stelpur nokkrum skrefum á eftir í kvöld Íslenska kvennalandsliðið tapaði í kvöld þriðja leiknum sínum í röð á Evrópumótinu í Hollandi og koma því stigalausar heim af EM 2017. Ísland tapaði 3-0 á móti Austurríki í lokaleiknum í Rotterdam en hafði áður tapað á móti Frakklandi og Sviss. 26. júlí 2017 20:47
Sjálfa íslensku stelpnanna fyrir leik vekur athygli Íslensku stelpurnar eru að spila þessa stundina við Austurríki en þetta er síðasti leikur íslenska liðsins á Evrópumótinu í Hollandi. 26. júlí 2017 19:16
Brosandi borgarstjóri og belgísk boltamær í Rotterdam | Myndir Mikil stemning var á meðal íslenskra stuðningsmanna á Fan Zone í Rotterdam í dag. 26. júlí 2017 17:12
Umfjöllun: Ísland - Austurríki 0-3 | Austurrískt rothögg í Rotterdam Ísland fékk skell í síðasta leik sínum á EM í Hollandi. Austurríki vann öruggan 0-3 sigur. 26. júlí 2017 20:30