Anna Björk: Eina leiðin er upp á við Elías Orri Njarðarson skrifar 26. júlí 2017 23:08 Anna í baráttunni í kvöld visir/getty Anna Björk Kristjánsdóttir var í fyrsta sinn í byrjunarliði Íslands á Evrópumótinu í Hollandi í 3-0 tapi gegn Austurríki fyrr í kvöld. Leikurinn í kvöld gekk illa og vonbrigðin mikil fyrir íslenska liðið. „Já klárlega. Við ætluðum okkur miklu meira, eins og þú segir þá fékk ég byrjunarliðsleik og ég hefði viljað nýta það betur og gera betur. Við ætluðum að reyna að halda boltanum og ég ætlaði mér að reyna að gera það, ekki vera alltaf að bomba boltanum fram. Við reyndum það nokkrum sinnum og sendingar sem ég á að geta gert auðveldlega var ég að klikka á. Ég held líka að nokkrar fleiri í liðinu voru að því. Við töluðum um það inni í klefa hvað sendingahlutfallið var ekki gott í þessum leik og við ætluðum að reyna að gera miklu betur. Við erum allar drullusvekktar, við ætluðum að gera miklu, miklu meira og allavegana kveðja þetta mót almennilega,“ sagði Anna Björk við Kolbein Tuma Daðason, fréttamann Vísis, eftir leikinn í kvöld. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari Íslands, sagði í viðtali eftir leik að honum fannst á æfingu liðsins í gær að hann fyndi það að leikmenn liðsins hafi ekki verið jafn stefndar fyrir leikinn og hina leikina á mótinu. Anna Björk segist hafa upplifað það líka í gær. „Ég held að við höfðum allar upplifað það í gærkvöldi, við töluðum líka bara um það hópurinn. Við erum þannig að við viljum ræða það. Freyr fékk þessa tilfinningu og vildi ræða það og við gerðum það og vorum alveg sammála þessu. Við eigum bara að vera stærri karakterar að tækla þetta betur, við ræddum þetta í gær og ég hélt að við hefðum staðið okkur betur í að undirbúa okkur. Mér fannst stemningin í dag vera miklu betri og við vorum tilbúnar í þennan leik. Við ætluðum að gefa til baka til þjóðarinnar sem hefur stutt okkur svakalega vel. Þetta er bara mjög svekkjandi að þetta gekk ekki betur,“ sagði Anna. Undankeppni HM er næst á dagskrá en hvað þarf liðið að gera til þess að komast á HM? „Við verðum að líta svolítið mikið inn á við. Tilfinningin núna er bara eina leiðin er upp á við, finnst mér. Kannski er bara gott að við vorum slegnar svona fast niður af því að við höfðum miklar væntingar fyrir þetta mót og héldum að við værum komnar lengra en þetta. Við þurfum að halda áfram að bæta okkur og nýta þetta mót. Taka alla reynsluna af þessu móti og nota það,“ sagði Anna Björk eftir leikinn í kvöld. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Harpa: Erfiðasti leikur sem við höfum spilað saman sem lið Harpa Þorsteinsdóttir var svekkt með 3-0 tapið gegn Austurríki í kvöld. Þrátt fyrir erfitt mót er hún sátt við margt sem Ísland gerði á mótinu. 26. júlí 2017 21:25 Hallbera: Ég geng sátt frá borði og sé ekki eftir neinu Hallbera Guðný Gísladóttir, fer stolt af Evrópumótinu í Hollandi en var þó ekki ánægð með niðurstöðuna í riðlinum. 26. júlí 2017 22:33 Guðbjörg: Freysi er besti þjálfari sem ég hef nokkurn tímann haft Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður íslenska landsliðsins, var mjög vonsvikin eftir 3-0 tapið gegn Austurríki fyrr í kvöld. 26. júlí 2017 21:58 Sif: Mér finnst við ekki hafa setið eftir Sif Atladóttir, miðvörður íslenska liðsins, gaf að venju allt sitt í leikinn en gat ekki komið í veg fyrir 3-0 tap á móti Austurríki í lokaleik íslenska liðsins á EM í Hollandi. 26. júlí 2017 22:21 Umfjöllun: Ísland - Austurríki 0-3 | Austurrískt rothögg í Rotterdam Ísland fékk skell í síðasta leik sínum á EM í Hollandi. Austurríki vann öruggan 0-3 sigur. 26. júlí 2017 20:30 Sara: Kannski var hausinn farinn Landsliðsfyrirliðinn viðurkennir að gæðamunur var á Íslandi og Austurríki í kvöld. 26. júlí 2017 22:24 Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira
Anna Björk Kristjánsdóttir var í fyrsta sinn í byrjunarliði Íslands á Evrópumótinu í Hollandi í 3-0 tapi gegn Austurríki fyrr í kvöld. Leikurinn í kvöld gekk illa og vonbrigðin mikil fyrir íslenska liðið. „Já klárlega. Við ætluðum okkur miklu meira, eins og þú segir þá fékk ég byrjunarliðsleik og ég hefði viljað nýta það betur og gera betur. Við ætluðum að reyna að halda boltanum og ég ætlaði mér að reyna að gera það, ekki vera alltaf að bomba boltanum fram. Við reyndum það nokkrum sinnum og sendingar sem ég á að geta gert auðveldlega var ég að klikka á. Ég held líka að nokkrar fleiri í liðinu voru að því. Við töluðum um það inni í klefa hvað sendingahlutfallið var ekki gott í þessum leik og við ætluðum að reyna að gera miklu betur. Við erum allar drullusvekktar, við ætluðum að gera miklu, miklu meira og allavegana kveðja þetta mót almennilega,“ sagði Anna Björk við Kolbein Tuma Daðason, fréttamann Vísis, eftir leikinn í kvöld. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari Íslands, sagði í viðtali eftir leik að honum fannst á æfingu liðsins í gær að hann fyndi það að leikmenn liðsins hafi ekki verið jafn stefndar fyrir leikinn og hina leikina á mótinu. Anna Björk segist hafa upplifað það líka í gær. „Ég held að við höfðum allar upplifað það í gærkvöldi, við töluðum líka bara um það hópurinn. Við erum þannig að við viljum ræða það. Freyr fékk þessa tilfinningu og vildi ræða það og við gerðum það og vorum alveg sammála þessu. Við eigum bara að vera stærri karakterar að tækla þetta betur, við ræddum þetta í gær og ég hélt að við hefðum staðið okkur betur í að undirbúa okkur. Mér fannst stemningin í dag vera miklu betri og við vorum tilbúnar í þennan leik. Við ætluðum að gefa til baka til þjóðarinnar sem hefur stutt okkur svakalega vel. Þetta er bara mjög svekkjandi að þetta gekk ekki betur,“ sagði Anna. Undankeppni HM er næst á dagskrá en hvað þarf liðið að gera til þess að komast á HM? „Við verðum að líta svolítið mikið inn á við. Tilfinningin núna er bara eina leiðin er upp á við, finnst mér. Kannski er bara gott að við vorum slegnar svona fast niður af því að við höfðum miklar væntingar fyrir þetta mót og héldum að við værum komnar lengra en þetta. Við þurfum að halda áfram að bæta okkur og nýta þetta mót. Taka alla reynsluna af þessu móti og nota það,“ sagði Anna Björk eftir leikinn í kvöld.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Harpa: Erfiðasti leikur sem við höfum spilað saman sem lið Harpa Þorsteinsdóttir var svekkt með 3-0 tapið gegn Austurríki í kvöld. Þrátt fyrir erfitt mót er hún sátt við margt sem Ísland gerði á mótinu. 26. júlí 2017 21:25 Hallbera: Ég geng sátt frá borði og sé ekki eftir neinu Hallbera Guðný Gísladóttir, fer stolt af Evrópumótinu í Hollandi en var þó ekki ánægð með niðurstöðuna í riðlinum. 26. júlí 2017 22:33 Guðbjörg: Freysi er besti þjálfari sem ég hef nokkurn tímann haft Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður íslenska landsliðsins, var mjög vonsvikin eftir 3-0 tapið gegn Austurríki fyrr í kvöld. 26. júlí 2017 21:58 Sif: Mér finnst við ekki hafa setið eftir Sif Atladóttir, miðvörður íslenska liðsins, gaf að venju allt sitt í leikinn en gat ekki komið í veg fyrir 3-0 tap á móti Austurríki í lokaleik íslenska liðsins á EM í Hollandi. 26. júlí 2017 22:21 Umfjöllun: Ísland - Austurríki 0-3 | Austurrískt rothögg í Rotterdam Ísland fékk skell í síðasta leik sínum á EM í Hollandi. Austurríki vann öruggan 0-3 sigur. 26. júlí 2017 20:30 Sara: Kannski var hausinn farinn Landsliðsfyrirliðinn viðurkennir að gæðamunur var á Íslandi og Austurríki í kvöld. 26. júlí 2017 22:24 Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira
Harpa: Erfiðasti leikur sem við höfum spilað saman sem lið Harpa Þorsteinsdóttir var svekkt með 3-0 tapið gegn Austurríki í kvöld. Þrátt fyrir erfitt mót er hún sátt við margt sem Ísland gerði á mótinu. 26. júlí 2017 21:25
Hallbera: Ég geng sátt frá borði og sé ekki eftir neinu Hallbera Guðný Gísladóttir, fer stolt af Evrópumótinu í Hollandi en var þó ekki ánægð með niðurstöðuna í riðlinum. 26. júlí 2017 22:33
Guðbjörg: Freysi er besti þjálfari sem ég hef nokkurn tímann haft Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður íslenska landsliðsins, var mjög vonsvikin eftir 3-0 tapið gegn Austurríki fyrr í kvöld. 26. júlí 2017 21:58
Sif: Mér finnst við ekki hafa setið eftir Sif Atladóttir, miðvörður íslenska liðsins, gaf að venju allt sitt í leikinn en gat ekki komið í veg fyrir 3-0 tap á móti Austurríki í lokaleik íslenska liðsins á EM í Hollandi. 26. júlí 2017 22:21
Umfjöllun: Ísland - Austurríki 0-3 | Austurrískt rothögg í Rotterdam Ísland fékk skell í síðasta leik sínum á EM í Hollandi. Austurríki vann öruggan 0-3 sigur. 26. júlí 2017 20:30
Sara: Kannski var hausinn farinn Landsliðsfyrirliðinn viðurkennir að gæðamunur var á Íslandi og Austurríki í kvöld. 26. júlí 2017 22:24