Gloppóttur sigur á Belgum Stefán Árni Pálsson skrifar 28. júlí 2017 06:00 Martin Hermannsson fær hér óblíðar móttökur frá varnarmönnum Belga. Hann var stigahæstur Íslendinga í leiknum í gær. vísir/andri marinó Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann góðan sigur á Belgíu, 83-76, í vináttulandsleik í Smáranum í gærkvöldi en um var að ræða fyrri leik þjóðanna í heimsókn Belga hingað til lands. Ísland hefur leik á Eurobasket í lok ágúst og er undirbúningurinn nú formlega hafinn. „Það er mjög mikilvægt að vinna fyrsta leikinn í undirbúningnum og það á móti svona sterku lið,“ segir Logi Gunnarsson, leikmaður íslenska landsliðsins, en hann skoraði tíu stig í leiknum. „Það er kannski töluverður stirðleiki í okkur og við vorum að dreifa álaginu mjög mikið í kvöld. Það fengu því allir að spila eitthvað sem er mjög gott.“ Logi segir að leikur íslenska liðsins hafi verið gloppóttur. „Mér fannst við vera fínir í fyrri hálfleik og þar náðum við góðu forskoti. Við hleypum þeim allt of nálægt okkur í seinni hálfleiknum og þeir komast allt of oft á vítalínuna. Þetta hefur sennilega verið frekar leiðinlegur leikur að horfa á,“ sagði Logi. Íslenska landsliðið er á leiðinni í Eurobasket í lok ágúst þar sem liðið mætir Grikklandi, Póllandi, Finnlandi, Slóveníu og Frakklandi. Ísland spilar aftur við Belgana í kvöld og þá á Akranesi. Íslenska liðið var í töluverðum vandræðum með að gera gjörsamlega út um leikinn í gærkvöldi og ná það góðu forskoti að hann væri í raun búinn. „Ég held að það sé mjög eðlilegt þar sem það eru svo margir að koma inn af bekknum og liðið breytist nánast í hverri einustu sókn. Það getur haft svona áhrif á lið.“ Hann segir að það sé mjög mikilvægt að fá góða þjóð strax í upphafi undirbúningsins. „Það er bara frábært að spila við alvöru lið strax og sjá hvað við þurfum að laga og vinna í fyrir stóra mótið.“Vísir/Andri Marinó EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus Sport Fleiri fréttir Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann góðan sigur á Belgíu, 83-76, í vináttulandsleik í Smáranum í gærkvöldi en um var að ræða fyrri leik þjóðanna í heimsókn Belga hingað til lands. Ísland hefur leik á Eurobasket í lok ágúst og er undirbúningurinn nú formlega hafinn. „Það er mjög mikilvægt að vinna fyrsta leikinn í undirbúningnum og það á móti svona sterku lið,“ segir Logi Gunnarsson, leikmaður íslenska landsliðsins, en hann skoraði tíu stig í leiknum. „Það er kannski töluverður stirðleiki í okkur og við vorum að dreifa álaginu mjög mikið í kvöld. Það fengu því allir að spila eitthvað sem er mjög gott.“ Logi segir að leikur íslenska liðsins hafi verið gloppóttur. „Mér fannst við vera fínir í fyrri hálfleik og þar náðum við góðu forskoti. Við hleypum þeim allt of nálægt okkur í seinni hálfleiknum og þeir komast allt of oft á vítalínuna. Þetta hefur sennilega verið frekar leiðinlegur leikur að horfa á,“ sagði Logi. Íslenska landsliðið er á leiðinni í Eurobasket í lok ágúst þar sem liðið mætir Grikklandi, Póllandi, Finnlandi, Slóveníu og Frakklandi. Ísland spilar aftur við Belgana í kvöld og þá á Akranesi. Íslenska liðið var í töluverðum vandræðum með að gera gjörsamlega út um leikinn í gærkvöldi og ná það góðu forskoti að hann væri í raun búinn. „Ég held að það sé mjög eðlilegt þar sem það eru svo margir að koma inn af bekknum og liðið breytist nánast í hverri einustu sókn. Það getur haft svona áhrif á lið.“ Hann segir að það sé mjög mikilvægt að fá góða þjóð strax í upphafi undirbúningsins. „Það er bara frábært að spila við alvöru lið strax og sjá hvað við þurfum að laga og vinna í fyrir stóra mótið.“Vísir/Andri Marinó
EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus Sport Fleiri fréttir Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Sjá meira