Haugur líklega ein vinsælasta fluga sumarsins Karl Lúðvíksson skrifar 28. júlí 2017 10:00 Micro Haugur. Sérlega veiðin fluga. Stundum koma fram flugur sem eru líklega vel hugsaðar af hönnuði sem hendir flugu saman eftir hugdettu eða einskærri forvitni til að sjá hvort hún virki. Þegar þessar flugur virka fara þær að dreifa sér úr boxi hönnuðar til vina og vandamanna. Flugan fær á sig gott orð og það verður til eftirspurn. Fleiri fara að nota hana og brátt er hún á allra orði og mikið notuð eftir því. En ef flugan virkar ekki fellur hún fljótt í gleymskunnar dá og engin notar hana nema einhver sem kannski grípur í eintak á tauminn til að rifja upp gamlar stundir. Það verða líklega ekki örlög flugunnar Haugs sem flestir ef ekki allir veiðimenn þekkja. Þessi einfalda en fallega fluga er veiðin, mjög veiðin og sérstaklega hefur hún reynst lukkuleg á nýgengin fisk en margir halda tryggð við hana allann veiðitímann og það sést vel í veiðibókum landins að hún veiðir vel allt tímabilið. Hvers vegna þessi fluga veiðir vel gæti verið sambland af smá bláu glitri í vængnum sem fellur vel við perlubleikan búkinn og rauðan hausinn. Hún fer vel í vatni og er jafn veiðin sem smáfluga og ekki síður sem "hitch". Hönnuður hennar er Sigurður Héðinn sem verður líklega krýndur heiðursmerki fyrir þessa flugu sem fer líklega í bækurnar sem ein veiðnasta og að sama skapi vinsælasta fluga síðustu ára. Sumir segja að þarna sé jafnvel kominn arftaki Rauðs Frances en það mun tíminn einn leiða í ljós. Mest lesið Hull skotin á sama verði og í fyrra Veiði Nýtt Sportveiðiblað á leiðinni Veiði Endalaus stórlaxaveiði á Nessvæðinu í Laxá Veiði Mest af sjóbleikju á norðanverðu landinu Veiði Líflegar opnanir gefa fyrirheit um gott laxasumar Veiði 24 laxar á einum degi í Svalbarðsá Veiði Misvísandi skilaboð frá LV varðandi útboð og hækkanir Veiði Merkingarátak í Ytri Rangá Veiði Að prófa eitthvað nýtt í litlu vatni Veiði Erfið skilyrði í ánum fyrir austan Veiði
Stundum koma fram flugur sem eru líklega vel hugsaðar af hönnuði sem hendir flugu saman eftir hugdettu eða einskærri forvitni til að sjá hvort hún virki. Þegar þessar flugur virka fara þær að dreifa sér úr boxi hönnuðar til vina og vandamanna. Flugan fær á sig gott orð og það verður til eftirspurn. Fleiri fara að nota hana og brátt er hún á allra orði og mikið notuð eftir því. En ef flugan virkar ekki fellur hún fljótt í gleymskunnar dá og engin notar hana nema einhver sem kannski grípur í eintak á tauminn til að rifja upp gamlar stundir. Það verða líklega ekki örlög flugunnar Haugs sem flestir ef ekki allir veiðimenn þekkja. Þessi einfalda en fallega fluga er veiðin, mjög veiðin og sérstaklega hefur hún reynst lukkuleg á nýgengin fisk en margir halda tryggð við hana allann veiðitímann og það sést vel í veiðibókum landins að hún veiðir vel allt tímabilið. Hvers vegna þessi fluga veiðir vel gæti verið sambland af smá bláu glitri í vængnum sem fellur vel við perlubleikan búkinn og rauðan hausinn. Hún fer vel í vatni og er jafn veiðin sem smáfluga og ekki síður sem "hitch". Hönnuður hennar er Sigurður Héðinn sem verður líklega krýndur heiðursmerki fyrir þessa flugu sem fer líklega í bækurnar sem ein veiðnasta og að sama skapi vinsælasta fluga síðustu ára. Sumir segja að þarna sé jafnvel kominn arftaki Rauðs Frances en það mun tíminn einn leiða í ljós.
Mest lesið Hull skotin á sama verði og í fyrra Veiði Nýtt Sportveiðiblað á leiðinni Veiði Endalaus stórlaxaveiði á Nessvæðinu í Laxá Veiði Mest af sjóbleikju á norðanverðu landinu Veiði Líflegar opnanir gefa fyrirheit um gott laxasumar Veiði 24 laxar á einum degi í Svalbarðsá Veiði Misvísandi skilaboð frá LV varðandi útboð og hækkanir Veiði Merkingarátak í Ytri Rangá Veiði Að prófa eitthvað nýtt í litlu vatni Veiði Erfið skilyrði í ánum fyrir austan Veiði