Þagað um mengun Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. júlí 2017 07:00 Nú er ljóst að skólp hafði runnið út í sjó við Faxaskjól í Reykjavík í þrjár vikur þegar almenningur fékk fyrst upplýsingar um bilun í dælustöð og mengun sem henni fylgdi. Allan þennan tíma létu Reykjavíkurborg og stofnanir og fyrirtæki á hennar vegum hjá líða að tilkynna um mengunina að eigin frumkvæði þrátt fyrir lögbundna skyldu um slíkt. Ákvæði um skyldu stjórnvalda til að veita upplýsingar um mengun að eigin frumkvæði kom inn í lög um upplýsingarétt um umhverfismál árið 2012. Þar segir að stjórnvöldum sé „ævinlega skylt að hafa frumkvæði að upplýsingagjöf sé ástæða til að ætla að frávik vegna mengandi efna í umhverfi geti haft í för með sér hættu eða skaðleg áhrif á umhverfi eða heilsu fólks eða dýra“. Þegar Reykjavíkurborg er annars vegar hvílir upplýsingaskyldan samkvæmt lögunum á borginni sjálfri, stofnunum borgarinnar og fyrirtækjum í hennar eigu. Greint hefur verið frá því að stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hafi fengið minnisblað um bilun í dælustöðinni í Faxaskjóli hinn 15. júní og hún hafi verið rædd á stjórnarfundi hinn 19. júní síðastliðinn. Þegar RÚV sagði frá saurmengun í sjónum við Faxaskjól hinn 5. júlí hafði skólp runnið út í sjó í 21 dag í 3,5 kílómetra fjarlægð frá Nauthólsvík, vinsælum baðstað Reykvíkinga, án þess að borgarbúar væru látnir vita. Á hvaða tímapunkti ætluðu embættismenn borgarinnar að segja frá biluninni? Í þessu sambandi skiptir engu máli þótt hverfandi líkur séu á því að saurmengun geti borist frá Faxaskjóli að Nauthólsvík. S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, hefur vísað til þess að það sé Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur að meta hvort mengun sé skaðleg þannig að skylt sé að tilkynna um hana að eigin frumkvæði. Veitur ohf. greina frá því á heimasíðu sinni að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hafi farið og kannað magn saurgerla í fjörunni við dælustöðina í Faxaskjóli hinn 6. júlí og frumniðurstöður mælinga hafi legið fyrir daginn eftir. Hvernig gat Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur vitað að magn saurgerla í sjó væri ekki skaðlegt almenningi þegar engar mælingar höfðu farið fram í sjónum við dælustöðina? Töldu embættismenn borgarinnar og starfsmenn Veitna að það væri bara best að sleppa því að segja frá biluninni, sleppa því að óska eftir saurgerlamælingum og vona það besta? Það er mikilvægt að hafa hugfast að í þessar þrjár vikur sem skólp rann út í sjó við Faxaskjól vissu starfsmenn Veitna og embættismenn borgarinnar ekki hvort magn saurgerla í sjó væri yfir viðmiðunarmörkum og hvort saurmengun á staðnum væri þannig skaðleg heilsu fólks. Menn gátu áætlað það út frá magni skólps sem hafði runnið út í sjóinn en gátu ekki haft örugga vitneskju um það án mælinga. Embættismenn og kjörnir fulltrúar gleyma því stundum að þeir eru þjónar almennings. Fólk sem starfar fyrir sveitarfélög hefur fyrst og fremst skyldum að gegna gagnvart íbúum sveitarfélagsins. Að þegja um saurmengun skammt frá vinsælum baðstað Reykvíkinga eru algjörlega óforsvaranleg vinnubrögð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Nú er ljóst að skólp hafði runnið út í sjó við Faxaskjól í Reykjavík í þrjár vikur þegar almenningur fékk fyrst upplýsingar um bilun í dælustöð og mengun sem henni fylgdi. Allan þennan tíma létu Reykjavíkurborg og stofnanir og fyrirtæki á hennar vegum hjá líða að tilkynna um mengunina að eigin frumkvæði þrátt fyrir lögbundna skyldu um slíkt. Ákvæði um skyldu stjórnvalda til að veita upplýsingar um mengun að eigin frumkvæði kom inn í lög um upplýsingarétt um umhverfismál árið 2012. Þar segir að stjórnvöldum sé „ævinlega skylt að hafa frumkvæði að upplýsingagjöf sé ástæða til að ætla að frávik vegna mengandi efna í umhverfi geti haft í för með sér hættu eða skaðleg áhrif á umhverfi eða heilsu fólks eða dýra“. Þegar Reykjavíkurborg er annars vegar hvílir upplýsingaskyldan samkvæmt lögunum á borginni sjálfri, stofnunum borgarinnar og fyrirtækjum í hennar eigu. Greint hefur verið frá því að stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hafi fengið minnisblað um bilun í dælustöðinni í Faxaskjóli hinn 15. júní og hún hafi verið rædd á stjórnarfundi hinn 19. júní síðastliðinn. Þegar RÚV sagði frá saurmengun í sjónum við Faxaskjól hinn 5. júlí hafði skólp runnið út í sjó í 21 dag í 3,5 kílómetra fjarlægð frá Nauthólsvík, vinsælum baðstað Reykvíkinga, án þess að borgarbúar væru látnir vita. Á hvaða tímapunkti ætluðu embættismenn borgarinnar að segja frá biluninni? Í þessu sambandi skiptir engu máli þótt hverfandi líkur séu á því að saurmengun geti borist frá Faxaskjóli að Nauthólsvík. S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, hefur vísað til þess að það sé Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur að meta hvort mengun sé skaðleg þannig að skylt sé að tilkynna um hana að eigin frumkvæði. Veitur ohf. greina frá því á heimasíðu sinni að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hafi farið og kannað magn saurgerla í fjörunni við dælustöðina í Faxaskjóli hinn 6. júlí og frumniðurstöður mælinga hafi legið fyrir daginn eftir. Hvernig gat Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur vitað að magn saurgerla í sjó væri ekki skaðlegt almenningi þegar engar mælingar höfðu farið fram í sjónum við dælustöðina? Töldu embættismenn borgarinnar og starfsmenn Veitna að það væri bara best að sleppa því að segja frá biluninni, sleppa því að óska eftir saurgerlamælingum og vona það besta? Það er mikilvægt að hafa hugfast að í þessar þrjár vikur sem skólp rann út í sjó við Faxaskjól vissu starfsmenn Veitna og embættismenn borgarinnar ekki hvort magn saurgerla í sjó væri yfir viðmiðunarmörkum og hvort saurmengun á staðnum væri þannig skaðleg heilsu fólks. Menn gátu áætlað það út frá magni skólps sem hafði runnið út í sjóinn en gátu ekki haft örugga vitneskju um það án mælinga. Embættismenn og kjörnir fulltrúar gleyma því stundum að þeir eru þjónar almennings. Fólk sem starfar fyrir sveitarfélög hefur fyrst og fremst skyldum að gegna gagnvart íbúum sveitarfélagsins. Að þegja um saurmengun skammt frá vinsælum baðstað Reykvíkinga eru algjörlega óforsvaranleg vinnubrögð.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun