„Glódís getur spilað með Lyon og Barca“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. júlí 2017 12:30 Glódís Perla Viggósdóttir flytur á nýjan stað eftir EM. vísir/vilhelm Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, skipti um félagslið í gær þegar sala á henni frá Eskilstuna til Rosengård gekk í gegn. Rosengård hefur undanfarin ár verið besta liðið í Svíþjóð en Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði, varð fjórum sinnum Svíþjóðarmeistari með því. Sara vann síðast titilinn með Rosengård árið 2015 en þá var liðið einmitt í harðri baráttu við Glódísi Perlu og stöllur hennar í Eskilstuna. „Þetta var klárt fyrir rúmri viku og hún hefur unnið ásamt sínu fólki mjög faglega að þessu. Við vorum öll meðvituð um það að við vildum klára þetta fyrir þessa viku. Þetta var farið frá henni en það var smá bras á kaupverðinu á milli félaganna eins og gengur og gerist,“ sagði Freyr Alexandersson um félagaskipti miðvarðarins á blaðamannafundi íslenska liðsins í dag. Hann hefur ekki áhyggjur af því að þessi vistaskipti muni trufla Glódísi Perlu fyrir fyrsta leikinn á móti Frakklandi eða á mótinu í heildina.Freyr Alexandersson er ánægður fyrir hönd Glódísar.vísir/tomGetur spilað með þeim bestu „Þetta truflar hana ekki neitt. Maður veit ekki hvort það sé eitthvað áreiti í Eskilstuna frá liðsfélögum eða þannig en hún er bara brosandi eins og alltaf. Ég er ánægður fyrir hennar hönd. Þetta er það sem hún vildi,“ sagði Freyr. „Þetta er flottur klúbbur með flottan þjálfara og þær þurfa að hafa Íslendinga í liðinu til þess að vinna titla," sagði Freyr en Rosengård missti af titlinum í fyrra eftir að Sara Björk fór. Þóra B. Helgadóttir varði einnig mark liðsins áður en hún lagði skóna á hilluna.“ Glódísi stóðu fleiri möguleikar til boða en hún ákvað að velja stærsta liðið í Svíþjóð. Freyr er ánægður með þetta skref hjá henni en það er mikilvægara að Glódís er ánægð með þetta. „Ég hef verið spurður hvort þetta er rétta skrefið því það voru fleiri lið á eftir henni. Það sem skiptir máli er að leikmaðurinn telur þetta rétta skrefið fyrir sig,“ sagði Freyr. „Ég hef það mikla trú á henni að hún getur spilað fyrir Lyon og Barca og hvað þessi lið öll heita. Það kemur þá bara seinna. Þetta er flott skref fyrir hana og ég er ánægður fyrir hennar hönd,“ sagði Freyr Alexandersson.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Fanndís og Hallbera mættu of seint á fund Herbergisfélagarnir fengu þó ekki miklar skammir frá landsliðsþjálfaranum. 16. júlí 2017 10:13 Hallbera: Þetta er meira en við bjuggumst við Stelpurnar viðurkenna að allt í kringum þetta Evrópumót er stærra en áður en vilja ekki meina að önnur mót hafi gleymst. 16. júlí 2017 11:00 Svona var blaðamannafundurinn hjá stelpunum í morgun Freyr Alexandersson, Hallbera Gísladóttir og Fanndís Friðriksdóttir sátu fyrir svörum í Ermelo. 16. júlí 2017 09:15 Stelpurnar gáfu Sunnu treyjuna sem hún klæddist í nótt Blaðamannafundur íslenska landsliðsins í morgun hófst á því að óska Sunnu Rannveigu til hamingju með sigurinn. 16. júlí 2017 09:54 Freyr er klár með byrjunarliðið á móti Frakklandi Landsliðsþjálfarinn ákvað liðið í gærkvöldi en stelpurnar fá að vita hvernig það er á morgun. 16. júlí 2017 10:05 Mest lesið Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Fleiri fréttir „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sjá meira
Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, skipti um félagslið í gær þegar sala á henni frá Eskilstuna til Rosengård gekk í gegn. Rosengård hefur undanfarin ár verið besta liðið í Svíþjóð en Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði, varð fjórum sinnum Svíþjóðarmeistari með því. Sara vann síðast titilinn með Rosengård árið 2015 en þá var liðið einmitt í harðri baráttu við Glódísi Perlu og stöllur hennar í Eskilstuna. „Þetta var klárt fyrir rúmri viku og hún hefur unnið ásamt sínu fólki mjög faglega að þessu. Við vorum öll meðvituð um það að við vildum klára þetta fyrir þessa viku. Þetta var farið frá henni en það var smá bras á kaupverðinu á milli félaganna eins og gengur og gerist,“ sagði Freyr Alexandersson um félagaskipti miðvarðarins á blaðamannafundi íslenska liðsins í dag. Hann hefur ekki áhyggjur af því að þessi vistaskipti muni trufla Glódísi Perlu fyrir fyrsta leikinn á móti Frakklandi eða á mótinu í heildina.Freyr Alexandersson er ánægður fyrir hönd Glódísar.vísir/tomGetur spilað með þeim bestu „Þetta truflar hana ekki neitt. Maður veit ekki hvort það sé eitthvað áreiti í Eskilstuna frá liðsfélögum eða þannig en hún er bara brosandi eins og alltaf. Ég er ánægður fyrir hennar hönd. Þetta er það sem hún vildi,“ sagði Freyr. „Þetta er flottur klúbbur með flottan þjálfara og þær þurfa að hafa Íslendinga í liðinu til þess að vinna titla," sagði Freyr en Rosengård missti af titlinum í fyrra eftir að Sara Björk fór. Þóra B. Helgadóttir varði einnig mark liðsins áður en hún lagði skóna á hilluna.“ Glódísi stóðu fleiri möguleikar til boða en hún ákvað að velja stærsta liðið í Svíþjóð. Freyr er ánægður með þetta skref hjá henni en það er mikilvægara að Glódís er ánægð með þetta. „Ég hef verið spurður hvort þetta er rétta skrefið því það voru fleiri lið á eftir henni. Það sem skiptir máli er að leikmaðurinn telur þetta rétta skrefið fyrir sig,“ sagði Freyr. „Ég hef það mikla trú á henni að hún getur spilað fyrir Lyon og Barca og hvað þessi lið öll heita. Það kemur þá bara seinna. Þetta er flott skref fyrir hana og ég er ánægður fyrir hennar hönd,“ sagði Freyr Alexandersson.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Fanndís og Hallbera mættu of seint á fund Herbergisfélagarnir fengu þó ekki miklar skammir frá landsliðsþjálfaranum. 16. júlí 2017 10:13 Hallbera: Þetta er meira en við bjuggumst við Stelpurnar viðurkenna að allt í kringum þetta Evrópumót er stærra en áður en vilja ekki meina að önnur mót hafi gleymst. 16. júlí 2017 11:00 Svona var blaðamannafundurinn hjá stelpunum í morgun Freyr Alexandersson, Hallbera Gísladóttir og Fanndís Friðriksdóttir sátu fyrir svörum í Ermelo. 16. júlí 2017 09:15 Stelpurnar gáfu Sunnu treyjuna sem hún klæddist í nótt Blaðamannafundur íslenska landsliðsins í morgun hófst á því að óska Sunnu Rannveigu til hamingju með sigurinn. 16. júlí 2017 09:54 Freyr er klár með byrjunarliðið á móti Frakklandi Landsliðsþjálfarinn ákvað liðið í gærkvöldi en stelpurnar fá að vita hvernig það er á morgun. 16. júlí 2017 10:05 Mest lesið Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Fleiri fréttir „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sjá meira
Fanndís og Hallbera mættu of seint á fund Herbergisfélagarnir fengu þó ekki miklar skammir frá landsliðsþjálfaranum. 16. júlí 2017 10:13
Hallbera: Þetta er meira en við bjuggumst við Stelpurnar viðurkenna að allt í kringum þetta Evrópumót er stærra en áður en vilja ekki meina að önnur mót hafi gleymst. 16. júlí 2017 11:00
Svona var blaðamannafundurinn hjá stelpunum í morgun Freyr Alexandersson, Hallbera Gísladóttir og Fanndís Friðriksdóttir sátu fyrir svörum í Ermelo. 16. júlí 2017 09:15
Stelpurnar gáfu Sunnu treyjuna sem hún klæddist í nótt Blaðamannafundur íslenska landsliðsins í morgun hófst á því að óska Sunnu Rannveigu til hamingju með sigurinn. 16. júlí 2017 09:54
Freyr er klár með byrjunarliðið á móti Frakklandi Landsliðsþjálfarinn ákvað liðið í gærkvöldi en stelpurnar fá að vita hvernig það er á morgun. 16. júlí 2017 10:05