Guðbjörg: Mér líður eins og við höfum verið rændar Kristinn Páll Teitsson skrifar 18. júlí 2017 21:45 „Mér fannst vítið mjög ódýrt, fyrstu viðbrögð voru að hún hefði lagst niður sem er svekkjandi þar sem þær sköpuðu sér ekki neitt að mínu mati,“ sagði Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður íslenska liðsins, svekkt að leikslokum í viðtali við Tómas Þór Þórðarson á vellinum. „Þetta var svekkjandi, þær fengu nokkur skot fyrir utan teiginn og einhverjar hornspyrnur en aldrei nein verðug marktækifæri. Tilfinningin er einfaldlega eins og við höfum verið rændar. Að mínu mati áttum við skilið allaveganna stig úr þessum leik og það er glatað að tapa á víti eins og þessu.“Sjá einnig:Umfjöllun: Frakkland - Ísland 1-0 | Frábær frammistaða í grátlegu tapi Guðbjörg sagði leikáætlunina hafa gengið nánast fullkomnlega upp. „Þetta gekk allt eftir leikáætluninni sem við settum upp, við vissum að þær myndu halda boltanum og að við myndum fá færi. Við vissum að þetta yrði tæpt og það er ótrúlega svekkjandi að tapa þessu svona. Það eru svo lítið atriði sem skipta sköpum, mér sýndist Fanndís eiga að fá víti í fyrri.“ Markvörðurinn sagði þær ekki hengja haus. „Það eru tveir úrslitaleikir eftir, ég var að frétta að Austurríki vann í dag og núna verðum við einfaldlega að fá eitthvað út úr næsta leik. Við eigum tvo bikarúrslitaleiki eftir og við verðum að taka það jákvæða úr þessu og gleyma svekkelsinu frá þessum leik. “ Vítaspyrnan var afar örugg. „Ég var búin að horfa á síðustu tíu vítin hennar og hún setti þetta alltaf í sama horn, nema í dag. Maður verður að taka sénsa í stöðu eins og þessari.“ EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Einkunnir íslensku stelpnanna: Sif var drottningin í hjarta íslensku varnarinnar Íslenska kvennalandsliðið varð að sætta sig við 1-0 tap á móti Frökkum þrátt fyrir flotta frammistöðu í kvöld í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í Frakklandi. Hér má sjá hver stóð sig best í kvöld. 18. júlí 2017 20:50 Umfjöllun: Frakkland - Ísland 1-0 | Frábær frammistaða í grátlegu tapi Stelpurnar okkar mæta ógnarsterku frönsku liði í fyrsta leik sínum á EM. 18. júlí 2017 20:45 Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira
„Mér fannst vítið mjög ódýrt, fyrstu viðbrögð voru að hún hefði lagst niður sem er svekkjandi þar sem þær sköpuðu sér ekki neitt að mínu mati,“ sagði Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður íslenska liðsins, svekkt að leikslokum í viðtali við Tómas Þór Þórðarson á vellinum. „Þetta var svekkjandi, þær fengu nokkur skot fyrir utan teiginn og einhverjar hornspyrnur en aldrei nein verðug marktækifæri. Tilfinningin er einfaldlega eins og við höfum verið rændar. Að mínu mati áttum við skilið allaveganna stig úr þessum leik og það er glatað að tapa á víti eins og þessu.“Sjá einnig:Umfjöllun: Frakkland - Ísland 1-0 | Frábær frammistaða í grátlegu tapi Guðbjörg sagði leikáætlunina hafa gengið nánast fullkomnlega upp. „Þetta gekk allt eftir leikáætluninni sem við settum upp, við vissum að þær myndu halda boltanum og að við myndum fá færi. Við vissum að þetta yrði tæpt og það er ótrúlega svekkjandi að tapa þessu svona. Það eru svo lítið atriði sem skipta sköpum, mér sýndist Fanndís eiga að fá víti í fyrri.“ Markvörðurinn sagði þær ekki hengja haus. „Það eru tveir úrslitaleikir eftir, ég var að frétta að Austurríki vann í dag og núna verðum við einfaldlega að fá eitthvað út úr næsta leik. Við eigum tvo bikarúrslitaleiki eftir og við verðum að taka það jákvæða úr þessu og gleyma svekkelsinu frá þessum leik. “ Vítaspyrnan var afar örugg. „Ég var búin að horfa á síðustu tíu vítin hennar og hún setti þetta alltaf í sama horn, nema í dag. Maður verður að taka sénsa í stöðu eins og þessari.“
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Einkunnir íslensku stelpnanna: Sif var drottningin í hjarta íslensku varnarinnar Íslenska kvennalandsliðið varð að sætta sig við 1-0 tap á móti Frökkum þrátt fyrir flotta frammistöðu í kvöld í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í Frakklandi. Hér má sjá hver stóð sig best í kvöld. 18. júlí 2017 20:50 Umfjöllun: Frakkland - Ísland 1-0 | Frábær frammistaða í grátlegu tapi Stelpurnar okkar mæta ógnarsterku frönsku liði í fyrsta leik sínum á EM. 18. júlí 2017 20:45 Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira
Einkunnir íslensku stelpnanna: Sif var drottningin í hjarta íslensku varnarinnar Íslenska kvennalandsliðið varð að sætta sig við 1-0 tap á móti Frökkum þrátt fyrir flotta frammistöðu í kvöld í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í Frakklandi. Hér má sjá hver stóð sig best í kvöld. 18. júlí 2017 20:50
Umfjöllun: Frakkland - Ísland 1-0 | Frábær frammistaða í grátlegu tapi Stelpurnar okkar mæta ógnarsterku frönsku liði í fyrsta leik sínum á EM. 18. júlí 2017 20:45