Sól, sandur og neðansjávarhellar Sæunn Gísladóttir skrifar 1. júlí 2017 07:00 Tulumströndin á Yukatanskaga er vinsæl meðal ferðamanna, þar eru einstakar rústir. Vísir/Getty Yucatan hérað hefur lengi verið einn vinsælasti ferðamannastaður Mexíkó, enda friðsælasta svæði landsins sem býður upp á gríðarlega fjölbreytta afþreyingu. Milljónir fara þangað árlega og hafa Íslendingar í auknum mæli lagt leið sína þangað síðustu árin. Bandaríkjamenn hafi lengi sótt Yucatan heim, enda stutt að fara. Cancun borg hefur sérstaklega verið vinsæl djammborg sem margir háskólanemar heimsækja í vorfríi. Fyrir þá sem vilja sletta úr klaufunum og prófa nýjan kokteilbar á hverju kvöldi er upplagt að byrja ferðina þar. Cancun er hins vegar ekki að allra skapi og getur nýst best sem base til að gista á á kvöldin og fara í dagsferðir frá á daginn. Isla Mujeres eyjan er stutt bátsferð frá Cancun. Þar eru dásamlegar strendur og skjaldbökuathvarf. Hægt er að ferðast um eyjuna á golfbíl. Ferðamenn geta valið að gista á eyjunni eða einfaldlega notið þess að vera þar yfir daginn. Á flestum hótelum eða strandklúbbum á svæðinu er hægt að leigja bekki en á mörgum stöðum tíðkast það að fyrir hvern kokteil sem maður kaupir fer hann upp í leiguna og því tilvalið að fá sér eins og tvo Pina Colada.Ströndin við Isla Mujeres.Mynd/SGMargir velja að eyða tíma á Playa del Carmen um klukkutíma frá Cancun. Þar eru góðar strendur þar sem er gott að njóta þess að baða sig í karabíska hafinu. Auðvelt er að komast milli Cancun og Playa del Carmen með rútu. Almennt eru rútur mjög góðar í Mexíkó, þær eru loftkældar og stoppa á öllum helstu ferðamannastöðunum, auk þess sem þær eru mjög ódýr valkostur. Ef menn eru að fylgja gömlu hippaleiðinni, fara þeir frá Isla Mujeres til strandbæjarins Tulum. Þar er hægt að velja að gista bæjar meginn, þar sem fjöldi íbúða er til leigu, margar hverjar sem eru með sundlaug, eða strandar meginn þar sem lúxushótel eru algengari. Það fer eftir smekk hvers og eins hvort er valið, en hægt er að labba á milli bæjarhluta auðeldlega, sem og að taka leigubíl fyrir klink.Margir fara í jógaferðir á svæðinu og skemmta sér við að fara í hinar ýmsu jógastöður á hvítum ströndum svæðisins. Einnig er hægt að sigla, snorkla og stunda fjölda vatnaíþrótta við ströndina. Svæðið er þekkt fyrir rústir húsa og bænahúsa Maya fólksins, en bærinn var einn sá síðasti sem þjóðflokkurinn byggði upp. Það er fjölda merkilegra rústa í Mexíkó en fáar jafn mikið augnakonfekt og rústirnar við Tulum sem gnæfa yfir strandlengju þar sem er hægt að baða sig. Mexíkönsk matargerð er líklega hvergi betri en í landinu sjálfu og er Tulum þar engin undantekning. Ferðahópar geta skemmt sér við það að manna hvorn annan við að prófa mismunandi styrkleika sósa á borð við habanero ofan á ljúffengu taco svæðisins. Taco staðurinn Antojitos La Chiapaneca er sérstaklega góður. Taco þar kostar frá og með sjö pesos, eða fjörutíu krónur og því auðvelt að borða yfir sig!Frábært er að synda í cenote, sem er eins konar neðansjávarhellir.Vísir/GettyEinn hápunktur ferðar um Yucatan svæðið er að synda í cenote sem eru eins konar neðansjávarhellar. Nálægt Tulum eru nokkrir slíkir, til að mynda Grand Cenote, þar greiðir maður aðgangsgjald og leigir snorklbúnað og getur svo snorklað í vatninu sem er ansi kalt (en það gleymist fljótt) meðal skjaldbaka og fiska. Það er meira að segja möguleiki að kaupa snarl handa skjaldbökunum og gefa þeim að borða. Annað sem algjörlega er þörf á að gera á ferðalagi um svæðið er að heimsækja hina frægu pýramída í Chichen Itza. Svæðið er á heimsminjaskrá UNESCO og er einn vinsælasti fornleifavettvangur Mexíkó. Pýramídarnir og aðrar rústir þar í kring voru byggðar á milli áttundu og 12. aldar. Hægt er að fara í skipulagðar rútuferðir að pýramídunum eða koma sér sjálfur með rútu. Þegar þangað er komið er svo hægt að fá leiðsögumann til að segja manni frá þessari stórkostlegu sögu, eða einfaldlega skemmta sér við það að reyna að koma auga á eðlur sem sitja utan á rústunum. Á viku má njóta þess besta sem Yucatan svæðið hefur upp á að bjóða þó að alltaf sé hægt að framlengja ferðina til að fá betri tilfiningu fyrir menningunni. Fyrir þá sem vilja halda ferðalagi um svæðið áfram er ódýrt að fljúga frá Cancun til Havana á Kúbu, taka bát frá Chetumal til Caye Caulker, ævintýraeyju í Belize, eða þá halda leiðinni áfram til Flores í Guatemala. Einnig má taka rútu eða flug til annarra spennandi áfangastaða innan Mexíkó. Ferðalög Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
Yucatan hérað hefur lengi verið einn vinsælasti ferðamannastaður Mexíkó, enda friðsælasta svæði landsins sem býður upp á gríðarlega fjölbreytta afþreyingu. Milljónir fara þangað árlega og hafa Íslendingar í auknum mæli lagt leið sína þangað síðustu árin. Bandaríkjamenn hafi lengi sótt Yucatan heim, enda stutt að fara. Cancun borg hefur sérstaklega verið vinsæl djammborg sem margir háskólanemar heimsækja í vorfríi. Fyrir þá sem vilja sletta úr klaufunum og prófa nýjan kokteilbar á hverju kvöldi er upplagt að byrja ferðina þar. Cancun er hins vegar ekki að allra skapi og getur nýst best sem base til að gista á á kvöldin og fara í dagsferðir frá á daginn. Isla Mujeres eyjan er stutt bátsferð frá Cancun. Þar eru dásamlegar strendur og skjaldbökuathvarf. Hægt er að ferðast um eyjuna á golfbíl. Ferðamenn geta valið að gista á eyjunni eða einfaldlega notið þess að vera þar yfir daginn. Á flestum hótelum eða strandklúbbum á svæðinu er hægt að leigja bekki en á mörgum stöðum tíðkast það að fyrir hvern kokteil sem maður kaupir fer hann upp í leiguna og því tilvalið að fá sér eins og tvo Pina Colada.Ströndin við Isla Mujeres.Mynd/SGMargir velja að eyða tíma á Playa del Carmen um klukkutíma frá Cancun. Þar eru góðar strendur þar sem er gott að njóta þess að baða sig í karabíska hafinu. Auðvelt er að komast milli Cancun og Playa del Carmen með rútu. Almennt eru rútur mjög góðar í Mexíkó, þær eru loftkældar og stoppa á öllum helstu ferðamannastöðunum, auk þess sem þær eru mjög ódýr valkostur. Ef menn eru að fylgja gömlu hippaleiðinni, fara þeir frá Isla Mujeres til strandbæjarins Tulum. Þar er hægt að velja að gista bæjar meginn, þar sem fjöldi íbúða er til leigu, margar hverjar sem eru með sundlaug, eða strandar meginn þar sem lúxushótel eru algengari. Það fer eftir smekk hvers og eins hvort er valið, en hægt er að labba á milli bæjarhluta auðeldlega, sem og að taka leigubíl fyrir klink.Margir fara í jógaferðir á svæðinu og skemmta sér við að fara í hinar ýmsu jógastöður á hvítum ströndum svæðisins. Einnig er hægt að sigla, snorkla og stunda fjölda vatnaíþrótta við ströndina. Svæðið er þekkt fyrir rústir húsa og bænahúsa Maya fólksins, en bærinn var einn sá síðasti sem þjóðflokkurinn byggði upp. Það er fjölda merkilegra rústa í Mexíkó en fáar jafn mikið augnakonfekt og rústirnar við Tulum sem gnæfa yfir strandlengju þar sem er hægt að baða sig. Mexíkönsk matargerð er líklega hvergi betri en í landinu sjálfu og er Tulum þar engin undantekning. Ferðahópar geta skemmt sér við það að manna hvorn annan við að prófa mismunandi styrkleika sósa á borð við habanero ofan á ljúffengu taco svæðisins. Taco staðurinn Antojitos La Chiapaneca er sérstaklega góður. Taco þar kostar frá og með sjö pesos, eða fjörutíu krónur og því auðvelt að borða yfir sig!Frábært er að synda í cenote, sem er eins konar neðansjávarhellir.Vísir/GettyEinn hápunktur ferðar um Yucatan svæðið er að synda í cenote sem eru eins konar neðansjávarhellar. Nálægt Tulum eru nokkrir slíkir, til að mynda Grand Cenote, þar greiðir maður aðgangsgjald og leigir snorklbúnað og getur svo snorklað í vatninu sem er ansi kalt (en það gleymist fljótt) meðal skjaldbaka og fiska. Það er meira að segja möguleiki að kaupa snarl handa skjaldbökunum og gefa þeim að borða. Annað sem algjörlega er þörf á að gera á ferðalagi um svæðið er að heimsækja hina frægu pýramída í Chichen Itza. Svæðið er á heimsminjaskrá UNESCO og er einn vinsælasti fornleifavettvangur Mexíkó. Pýramídarnir og aðrar rústir þar í kring voru byggðar á milli áttundu og 12. aldar. Hægt er að fara í skipulagðar rútuferðir að pýramídunum eða koma sér sjálfur með rútu. Þegar þangað er komið er svo hægt að fá leiðsögumann til að segja manni frá þessari stórkostlegu sögu, eða einfaldlega skemmta sér við það að reyna að koma auga á eðlur sem sitja utan á rústunum. Á viku má njóta þess besta sem Yucatan svæðið hefur upp á að bjóða þó að alltaf sé hægt að framlengja ferðina til að fá betri tilfiningu fyrir menningunni. Fyrir þá sem vilja halda ferðalagi um svæðið áfram er ódýrt að fljúga frá Cancun til Havana á Kúbu, taka bát frá Chetumal til Caye Caulker, ævintýraeyju í Belize, eða þá halda leiðinni áfram til Flores í Guatemala. Einnig má taka rútu eða flug til annarra spennandi áfangastaða innan Mexíkó.
Ferðalög Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira