Opnunarhollið í Miðfjarðará með 106 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 21. júní 2017 09:00 Opnunarhollið í Miðfjarðará fékk 106 laxa. Mynd: Miðfjarðará Lodge FB Miðfjarðará hefur verið ein besta laxveiðiá landsins um árabil og fyrstu dagarnir í henni þetta sumarið sýna að hún ætlar sér stóra hluti í sumar. Það er ekki hægt að kalla þessa opnun neitt annað en glæsilega en lokatalan eftir þrjá og hálfan dag er 106 laxar. Eins og fjöldi laxa sem veiddist væri ekki nóg þá er það stærðin á þeim sem vekur einnig athygli en stærsti hluti laxana var 80-90 sm og sá stærsti 95 sm. Áin er búin að vera á topplistanum og oft á toppnum yfir aflahæstu ár landsins og er sú á sem á veiðimetið í náttúrulegum ánum en það var sumarið 2015 þegar 6028 laxar veiddust. Tímabilið fer greinilega afskaplega vel af stað og það verður fróðlegt að fylgjast með gangi mála í þessari mögnuðu á. Þegar fyrstu stóru smálaxagöngurnar láta sjá sig eru hollinn í Miðfirðinum fljót að fara í þriggja stafa tölu á þremur dögum og þegar byrjunin er svona spyrja veiðimenn hvort það séu met í hættu. Mest lesið Gamalt deilumál í deiglunni Veiði Áhugaverðar tölur í laxateljurum Veiði Nýr 10 ára samningur um Laxá í Dölum Veiði Flott opnun í Affallinu og Þverá í Fljótshlíð Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði Veiðitölur LV: Litlu árnar að gefa flotta veiði Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Ekki gleyma hinum "krakkavænu" ánum! Veiði Dunká komin til SVFR Veiði Hylurinn er vikulegt hlaðvarp um veiði Veiði
Miðfjarðará hefur verið ein besta laxveiðiá landsins um árabil og fyrstu dagarnir í henni þetta sumarið sýna að hún ætlar sér stóra hluti í sumar. Það er ekki hægt að kalla þessa opnun neitt annað en glæsilega en lokatalan eftir þrjá og hálfan dag er 106 laxar. Eins og fjöldi laxa sem veiddist væri ekki nóg þá er það stærðin á þeim sem vekur einnig athygli en stærsti hluti laxana var 80-90 sm og sá stærsti 95 sm. Áin er búin að vera á topplistanum og oft á toppnum yfir aflahæstu ár landsins og er sú á sem á veiðimetið í náttúrulegum ánum en það var sumarið 2015 þegar 6028 laxar veiddust. Tímabilið fer greinilega afskaplega vel af stað og það verður fróðlegt að fylgjast með gangi mála í þessari mögnuðu á. Þegar fyrstu stóru smálaxagöngurnar láta sjá sig eru hollinn í Miðfirðinum fljót að fara í þriggja stafa tölu á þremur dögum og þegar byrjunin er svona spyrja veiðimenn hvort það séu met í hættu.
Mest lesið Gamalt deilumál í deiglunni Veiði Áhugaverðar tölur í laxateljurum Veiði Nýr 10 ára samningur um Laxá í Dölum Veiði Flott opnun í Affallinu og Þverá í Fljótshlíð Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði Veiðitölur LV: Litlu árnar að gefa flotta veiði Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Ekki gleyma hinum "krakkavænu" ánum! Veiði Dunká komin til SVFR Veiði Hylurinn er vikulegt hlaðvarp um veiði Veiði