Clooney og félagar selja tekíla-fyrirtækið fyrir milljarð dala Atli Ísleifsson skrifar 21. júní 2017 21:21 George Clooney stofnaði Casamigos árið 2013 ásamt félögum sínum Rande Gerber og Mike Meldman. Vísir/Getty Bandaríski leikarinn George Clooney hefur ásamt viðskiptafélögum sínum selt tekílafyrirtækið sem hann átti þátt í að stofna til drykkjarrisans Diageo fyrir milljarð Bandaríkjadala, um 105 milljarða króna. Clooney stofnaði Casamigos árið 2013 ásamt félögum sínum Rande Gerber og Mike Meldman. Clooney hefur heldur betur ástæðu til að fagna þessa dagana því fyrr í mánuðinum eignaðist hann og eiginkona hans, Amal, tvíburana Elle og Alexander. Casamigos var stofnað í kjölfar tekíladrykkju þeirra félaga og var framleiðslan upphaflega hugsuð til eigin neyslu. Clooney segir að þeir félagar muni áfram tengjast Casamigos. „Við byrjum á einu [tekíla]skoti í kvöld. Kannski tveimur,“ sagði Clooney í samtali við CNBC. Breski drykkjarrisinn Diageo hyggst markaðssetja Casamigos á alþjóðamarkað. Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bandaríski leikarinn George Clooney hefur ásamt viðskiptafélögum sínum selt tekílafyrirtækið sem hann átti þátt í að stofna til drykkjarrisans Diageo fyrir milljarð Bandaríkjadala, um 105 milljarða króna. Clooney stofnaði Casamigos árið 2013 ásamt félögum sínum Rande Gerber og Mike Meldman. Clooney hefur heldur betur ástæðu til að fagna þessa dagana því fyrr í mánuðinum eignaðist hann og eiginkona hans, Amal, tvíburana Elle og Alexander. Casamigos var stofnað í kjölfar tekíladrykkju þeirra félaga og var framleiðslan upphaflega hugsuð til eigin neyslu. Clooney segir að þeir félagar muni áfram tengjast Casamigos. „Við byrjum á einu [tekíla]skoti í kvöld. Kannski tveimur,“ sagði Clooney í samtali við CNBC. Breski drykkjarrisinn Diageo hyggst markaðssetja Casamigos á alþjóðamarkað.
Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira