27 laxar á fyrstu vakt í Grímsá Karl Lúðvíkson skrifar 23. júní 2017 08:57 Ingvar Svendsen með lax úr opnun Grímsár í gær Mynd: Hreggnasi FB Þeim fjölgar bara fréttunum af góðum opnunum í laxveiðiánum og ljóst að margar árnar eru að eiga sína bestu byrjun frá upphafi. Veiði hófst í Grímsá í gær og fyrstu tölur þaðan benda til þess að opnunin nú verði ein sú besta sem áin hefur átt en alls komu 27 laxar upp á fyrstu vakt. Við höfum ekki fengið lokatölur gærdagsins en það má alveg reikna með góðri veiði því aðstæður eru fínar í Borgarfirðinum bæði hvað varðar vatnsmagn og lofthita. Mest öll veiðin er að koma á smáar flugur og hitch og er sama sagana þarna og við höfum verið að heyra frá ánum í Borgarfirði að eins árs laxar sem eru komnir séu vel haldnir en um og yfir helmingur aflans í er tveggja ára lax svo stóru smkálaxagöngurnar sem hafa haldið uppi veiði í Borgarfjarðaránum eru ekki ennþá komnar og það er í raun góðar fréttir. Í fyrra mætti smálaxinn mjög snemma og göngurnar stóðu yfir í stuttan tíma þannig að lítið af nýjum laxi kom í árnar eftir mitt sumar. Núna aftur á móti virðist við fyrstu sýn tímasetningin á göngunum vera það sem veiðimenn eiga að venjast og það er vonandi að þetta árið komi góðar göngur á réttum tíma sem dreifi sér snyrtilega yfir sumarið. Mest lesið 3532 fiskar komnir á land úr Veiðivötnum Veiði Átta laxar á land við opnun Miðfjarðarár Veiði Fjórtán punda urriði í Galtalæk Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Hnúðlaxar veiðast sem aldrei fyrr Veiði Besta opnun Veiðivatna í 10 ár Veiði Fín bleikjuveiði og þétt setnir bakkar Veiði Rjúpnastofninn í niðursveiflu víða um landið Veiði Heildarveiðin í Veiðivötnum komin í 9712 fiska Veiði Veiðin byrjar á morgun Veiði
Þeim fjölgar bara fréttunum af góðum opnunum í laxveiðiánum og ljóst að margar árnar eru að eiga sína bestu byrjun frá upphafi. Veiði hófst í Grímsá í gær og fyrstu tölur þaðan benda til þess að opnunin nú verði ein sú besta sem áin hefur átt en alls komu 27 laxar upp á fyrstu vakt. Við höfum ekki fengið lokatölur gærdagsins en það má alveg reikna með góðri veiði því aðstæður eru fínar í Borgarfirðinum bæði hvað varðar vatnsmagn og lofthita. Mest öll veiðin er að koma á smáar flugur og hitch og er sama sagana þarna og við höfum verið að heyra frá ánum í Borgarfirði að eins árs laxar sem eru komnir séu vel haldnir en um og yfir helmingur aflans í er tveggja ára lax svo stóru smkálaxagöngurnar sem hafa haldið uppi veiði í Borgarfjarðaránum eru ekki ennþá komnar og það er í raun góðar fréttir. Í fyrra mætti smálaxinn mjög snemma og göngurnar stóðu yfir í stuttan tíma þannig að lítið af nýjum laxi kom í árnar eftir mitt sumar. Núna aftur á móti virðist við fyrstu sýn tímasetningin á göngunum vera það sem veiðimenn eiga að venjast og það er vonandi að þetta árið komi góðar göngur á réttum tíma sem dreifi sér snyrtilega yfir sumarið.
Mest lesið 3532 fiskar komnir á land úr Veiðivötnum Veiði Átta laxar á land við opnun Miðfjarðarár Veiði Fjórtán punda urriði í Galtalæk Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Hnúðlaxar veiðast sem aldrei fyrr Veiði Besta opnun Veiðivatna í 10 ár Veiði Fín bleikjuveiði og þétt setnir bakkar Veiði Rjúpnastofninn í niðursveiflu víða um landið Veiði Heildarveiðin í Veiðivötnum komin í 9712 fiska Veiði Veiðin byrjar á morgun Veiði