Sipilä: Engar forsendur fyrir áframhaldandi samstarf við Sanna Finna 12. júní 2017 11:45 Juha Sipilä, forsætisráðherra Finnlands. Vísir/AFP Juha Sipilä, forsætisráðherra Finnlands, segir engar forsendur vera fyrir áframhaldandi stjórnarsamstarfi með Sönnum Finnum undir stjórn Evrópuþingmannsins Jussi Halla-aho. Sipilä greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni fyrir stundu. Miðflokkur Sipilä, Þjóðarbandalagið og Sannir Finnar hafa starfað saman í ríkisstjórn síðastliðin tvö ár. Halla-aho var kjörinn nýr formaður Sannra Finna um helgina en hann þykir mun harðari í andstöðu sinni gegn innflytjendum en forveri hans í formannsstól, utanríkisráðherrann Timo Soini. Formenn stjórnarflokkanna komu saman til neyðarfundar á heimili forsætisráðherrans í morgun, en þingmenn Miðflokksins og Þjóðarbandalagsins munu koma saman til þingflokksfundar síðar í dag til að ræða stöðuna sem upp er komin. Fjármálaráðherrann og formaður Þjóðarbandalagsins, Petteri Orpo, hefur tekið í svipaðan streng og forsætisráðherrann og segir Sanna Finna ekki lengur vera sama flokk og fyrir tveimur árum, nú þegar Halla-aho hefur tekið við formennsku. Finnskir fjölmiðlar segja að leiðtogar í stjórnarandstöðunni vilji að boðað verði til þingkosninga, en þá er einnig hugsanlegt að Sænski þjóðarflokkurinn og Kristilegir demókratar taki sæti Sannra Finna í ríkisstjórn. Sipilä hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 14 að íslenskum tíma.Keskustelut käyty. Yhteinen esityksemme Kesk./Kok. eduskuntaryhmille: ei edellytyksiä jatkaa yhteistyötä Halla-ahon johtaman PS:n kanssa.— Juha Sipilä (@juhasipila) June 12, 2017 Finnland Norðurlönd Tengdar fréttir Örlög finnsku ríkisstjórnarinnar kunna að ráðast í dag Margir eru óánægðir með kjör Jussi Halla-aho sem nýs formanns Sannra Finna. 12. júní 2017 09:51 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Sjá meira
Juha Sipilä, forsætisráðherra Finnlands, segir engar forsendur vera fyrir áframhaldandi stjórnarsamstarfi með Sönnum Finnum undir stjórn Evrópuþingmannsins Jussi Halla-aho. Sipilä greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni fyrir stundu. Miðflokkur Sipilä, Þjóðarbandalagið og Sannir Finnar hafa starfað saman í ríkisstjórn síðastliðin tvö ár. Halla-aho var kjörinn nýr formaður Sannra Finna um helgina en hann þykir mun harðari í andstöðu sinni gegn innflytjendum en forveri hans í formannsstól, utanríkisráðherrann Timo Soini. Formenn stjórnarflokkanna komu saman til neyðarfundar á heimili forsætisráðherrans í morgun, en þingmenn Miðflokksins og Þjóðarbandalagsins munu koma saman til þingflokksfundar síðar í dag til að ræða stöðuna sem upp er komin. Fjármálaráðherrann og formaður Þjóðarbandalagsins, Petteri Orpo, hefur tekið í svipaðan streng og forsætisráðherrann og segir Sanna Finna ekki lengur vera sama flokk og fyrir tveimur árum, nú þegar Halla-aho hefur tekið við formennsku. Finnskir fjölmiðlar segja að leiðtogar í stjórnarandstöðunni vilji að boðað verði til þingkosninga, en þá er einnig hugsanlegt að Sænski þjóðarflokkurinn og Kristilegir demókratar taki sæti Sannra Finna í ríkisstjórn. Sipilä hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 14 að íslenskum tíma.Keskustelut käyty. Yhteinen esityksemme Kesk./Kok. eduskuntaryhmille: ei edellytyksiä jatkaa yhteistyötä Halla-ahon johtaman PS:n kanssa.— Juha Sipilä (@juhasipila) June 12, 2017
Finnland Norðurlönd Tengdar fréttir Örlög finnsku ríkisstjórnarinnar kunna að ráðast í dag Margir eru óánægðir með kjör Jussi Halla-aho sem nýs formanns Sannra Finna. 12. júní 2017 09:51 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Sjá meira
Örlög finnsku ríkisstjórnarinnar kunna að ráðast í dag Margir eru óánægðir með kjör Jussi Halla-aho sem nýs formanns Sannra Finna. 12. júní 2017 09:51