Plastnotkun og matarsóun í lágmarki í Mathöllinni Guðný Hrönn skrifar 13. júní 2017 11:15 Ragnar Egilsson og Bryndís Sveinsdóttir geta ekki beðið eftir að hægt verði að opna Hlemm Mathöll, útlit er fyrir að það verði í júlí. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Það eru margir sælkerar sem bíða spenntir eftir opnun Mathallarinnar á Hlemmi þar sem hægt verður að kaupa fjölbreyttan mat og drykki úr fersku hráefni. „Það er ekki komin nákvæm dagsetning á hvenær markaðurinn verður opnaður. En það er óhætt að segja að þetta verði opnað á næstu vikum,“ segir Ragnar Egilsson, markaðsstjóri hjá Hlemmi Mathöll. Til stóð að opna matarmarkaðinn í vor en nokkrar tafir urðu. „Það sem við strönduðum á er að það þurfti margt að laga í húsnæðinu. Þetta er hús sem er komið til ára sinna og borgin er að skila því af sér núna. Þetta lítur vel út,“ útskýrir Ragnar sem spáir því að markaðurinn verði opnaður í júlí. En núna er allt að smella og ljóst er að allir sem koma að markaðinum munu vinna með það að leiðarljósi að lágmarka matarsóun og hugsa vel um umhverfið. „Við ættum að vera eins umhverfisvæn og við mögulega getum. Markmiðið er að vera alveg plastlaus og ég tel að það náist alveg. Grænmetið verður til dæmis flest umbúðalaust, og þær umbúðir sem verða notaðar eru með „fair trade“-vottun,“ segir Ragnar sem hvetur viðskiptavini til að mæta með margnota poka á markaðinn. „Það er auðvitað best en svo verðum við með einhverja pappírspoka líka.“ Minnir á nammibarBryndís Sveinsdóttir sér um grænmetisverslun Mathallarinnar. Sú verslun hefur hlotið nafnið Rabbar Barinn. „Allt grænmetið verður selt í lausu og það verður allt íslenskt hjá okkur,“ segir hún. Bryndís segir fyrirkomulagið í kringum Rabbar Barinn minna svolítið á nammibarinn í Hagkaupum. „Fólk kemur inn og fær að plokka algjörlega það sem það vill og svo er hráefnið selt eftir vigt. Hérna fær fólk að kaupa nákvæmlega það magn sem það vantar,“ segir Bryndís sem er orðin afar spennt fyrir opnuninni.„Við munum gefa Íslendingum færi á að kaupa alvöru íslenskar vörur sem eru algjört sælgæti og auðvitað miklu hollari en það sem fæst á hefðbundnum nammibar.“ Á Rabbar Barnum verður svo hægt að kaupa gómsætar grænmetissúpur. „Helga Mogensen er að búa til uppskriftir fyrir okkur. Það verða tvær til þrjár súpur til sölu hjá okkur á hverjum degi, ýmist til að borða á staðnum eða til að taka með. Ein súpan verður úr grænmeti sem er alveg að falla á tíma og hún verður ódýrari en hinar,“ útskýrir Bryndís sem er mikið í mun að draga úr matarsóun. „Þetta er því fullkomið fyrir þá sem vilja taka þátt í að vernda umhverfið.“ Þegar Ragnar er spurður nánar út í fyrirkomulagið segir hann: „Hérna verða 10 rekstraraðilar með bása. Og hér verða pop-up básar á svæðinu, þannig að það er ákveðið svigrúm fyrir tímabundna viðburði. Mathöllin verður opin allan ársins hring, frá morgni til kvölds. Fyrir utan verður svo útisvæði þannig að vonandi náum við að opna á meðan það er einhver sól,“ segir hann og hlær. „Þetta er auðvitað svæði sem hefur ekki verið nógu vel nýtt undanfarið.“ Ragnar segir að í Mathöllinni verði lögð áhersla á samstarf. „Þarna fá rekstraraðilar tækifæri til að nota hráefni frá öðrum sem taka þátt í matarmarkaðinum. Þetta hefur vantað í matarmenningu á Íslandi.“ Matur Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Sjá meira
Það eru margir sælkerar sem bíða spenntir eftir opnun Mathallarinnar á Hlemmi þar sem hægt verður að kaupa fjölbreyttan mat og drykki úr fersku hráefni. „Það er ekki komin nákvæm dagsetning á hvenær markaðurinn verður opnaður. En það er óhætt að segja að þetta verði opnað á næstu vikum,“ segir Ragnar Egilsson, markaðsstjóri hjá Hlemmi Mathöll. Til stóð að opna matarmarkaðinn í vor en nokkrar tafir urðu. „Það sem við strönduðum á er að það þurfti margt að laga í húsnæðinu. Þetta er hús sem er komið til ára sinna og borgin er að skila því af sér núna. Þetta lítur vel út,“ útskýrir Ragnar sem spáir því að markaðurinn verði opnaður í júlí. En núna er allt að smella og ljóst er að allir sem koma að markaðinum munu vinna með það að leiðarljósi að lágmarka matarsóun og hugsa vel um umhverfið. „Við ættum að vera eins umhverfisvæn og við mögulega getum. Markmiðið er að vera alveg plastlaus og ég tel að það náist alveg. Grænmetið verður til dæmis flest umbúðalaust, og þær umbúðir sem verða notaðar eru með „fair trade“-vottun,“ segir Ragnar sem hvetur viðskiptavini til að mæta með margnota poka á markaðinn. „Það er auðvitað best en svo verðum við með einhverja pappírspoka líka.“ Minnir á nammibarBryndís Sveinsdóttir sér um grænmetisverslun Mathallarinnar. Sú verslun hefur hlotið nafnið Rabbar Barinn. „Allt grænmetið verður selt í lausu og það verður allt íslenskt hjá okkur,“ segir hún. Bryndís segir fyrirkomulagið í kringum Rabbar Barinn minna svolítið á nammibarinn í Hagkaupum. „Fólk kemur inn og fær að plokka algjörlega það sem það vill og svo er hráefnið selt eftir vigt. Hérna fær fólk að kaupa nákvæmlega það magn sem það vantar,“ segir Bryndís sem er orðin afar spennt fyrir opnuninni.„Við munum gefa Íslendingum færi á að kaupa alvöru íslenskar vörur sem eru algjört sælgæti og auðvitað miklu hollari en það sem fæst á hefðbundnum nammibar.“ Á Rabbar Barnum verður svo hægt að kaupa gómsætar grænmetissúpur. „Helga Mogensen er að búa til uppskriftir fyrir okkur. Það verða tvær til þrjár súpur til sölu hjá okkur á hverjum degi, ýmist til að borða á staðnum eða til að taka með. Ein súpan verður úr grænmeti sem er alveg að falla á tíma og hún verður ódýrari en hinar,“ útskýrir Bryndís sem er mikið í mun að draga úr matarsóun. „Þetta er því fullkomið fyrir þá sem vilja taka þátt í að vernda umhverfið.“ Þegar Ragnar er spurður nánar út í fyrirkomulagið segir hann: „Hérna verða 10 rekstraraðilar með bása. Og hér verða pop-up básar á svæðinu, þannig að það er ákveðið svigrúm fyrir tímabundna viðburði. Mathöllin verður opin allan ársins hring, frá morgni til kvölds. Fyrir utan verður svo útisvæði þannig að vonandi náum við að opna á meðan það er einhver sól,“ segir hann og hlær. „Þetta er auðvitað svæði sem hefur ekki verið nógu vel nýtt undanfarið.“ Ragnar segir að í Mathöllinni verði lögð áhersla á samstarf. „Þarna fá rekstraraðilar tækifæri til að nota hráefni frá öðrum sem taka þátt í matarmarkaðinum. Þetta hefur vantað í matarmenningu á Íslandi.“
Matur Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Sjá meira