Þúsundir allslausra í San Francisco Þorvaldur Gylfason skrifar 15. júní 2017 07:00 Heimilisleysingjar eru nú algengari sjón á götum San Francisco en í öðrum bandarískum borgum, t.d. New York, Los Angeles og Chicago. Um þetta er að vísu engum óyggjandi staðtölum til að dreifa þar eð hagstofur halda engin gögn um heimilisleysingja, en blaðamenn vestra hafa birt margar greinar um málið undangengin misseri. Halldór Laxness hefði varla orðið hissa eins og hann lýsir San Francisco í Alþýðubókinni 1929 (bls. 144): „Þessi borg er full af auðæfum. Bankarnir skína í bronsi og marmara… Samt kemur þúsund allslausra atvinnuleysingja til uppjafnaðar á hvern milljónamæring og heldur við hungurdauða.“ Vandinn sem steðjar nú að San Francisco er samt ekki atvinnuleysi eins og í Kreppunni miklu. Atvinnuleysi er nú minna þar í borg (3% af mannafla) og minna í Bandaríkjunum yfirhöfuð (4%) en það hefur verið árum saman. Atvinnuleysi sem nemur 5% af mannafla telst samrýmast fullri atvinnu í Bandaríkjunum skv. viðtekinni skilgreiningu yfirvalda þar eð fólk sem er að leita sér að nýju starfi er skráð atvinnulaust um skeið. Leit að hentugu starfi getur tekið tíma. Hitt er einnig rétt að sumir hafa gefizt upp á vinnuleit og hafa því enga vinnu en eru samt ekki á atvinnuleysisskrá.Úr óvæntri átt Vandinn í San Francisco nú sverfur að úr óvæntri átt, úr Sílikondal ekki langt þar frá en þar er ein helzta tækniháborg landsins og heimsins alls. Ungir milljarðamæringar flykkjast þaðan inn til San Francisco þar eð þeir kjósa helzt að búa þar innan um lystisemdir einnar fegurstu borgar heims. Uppkaup þessa efnafólks á húsum og íbúðum í San Francisco hefur hleypt húsnæðisverði þar í áður óþekktar hæðir og þá um leið húsaleigu svo að nú orðið er dýrara að búa í San Francisco en í New York sem áður átti metið á landsvísu. Af þessu leiðir að margt fátækt fólk sem bjó áður undir þaki í San Francisco hefur hrakizt út á göturnar og hírist því úti á nóttunni. Næturnar eru jafnan kaldar í San Francisco. Við bætast þrálát drykkjusýki og lyfjaneyzla. Of stórir eiturlyfjaskammtar eru nú algengasta dánarorsök bandarískra karlmanna undir fimmtugu, ekki bara í San Francisco.Húsaleigusprenging Hér birtist ein skuggahlið velmegunar samfara miklum ójöfnuði. Auðkýfingarnir í Sílíkondal hafa ekkert gert af sér. Þeir hafa bara keypt sér húsnæði í fallegri borg þar sem þeir kjósa helzt að búa. Vandinn er að almannavaldið hefur ekki brugðizt nógsamlega við þessum búsetubreytingum með því að hlífa fátæku fólki við afleiðingum húsaleigusprengingarinnar. Sagan sýnir að almannavaldið vestra getur verið harðbrjósta eins og t.d. þegar geðsjúkrastofnunum var lokað þar í stórum stíl eftir 1980 og geðsjúklingar flykktust út á götur New York og annarra borga ef þeir áttu í engin hús að venda. Húsaleiguhækkun undangenginna ára í Bandaríkjunum hefur haft ýmsar afleiðingar í för með sér. Margt ungt fólk hefur ekki lengur ráð á að koma sér upp eigin húsnæði í samræmi við fyrri væntingar og býr því lengur, stundum mörgum árum lengur, heima hjá foreldum sínum en til stóð og eygir sumt aðeins veika von um að geta staðið á eigin fótum. Við bætast þungar námslánabyrðar, mun þyngri byrðar en fyrri kynslóðir námsmanna þurftu að bera. Af hvoru tveggja leiðir að margir foreldrar þurfa einnig að hagræða fyrri áætlunum og fresta því að minnka við sig húsnæði og flytja úr úthverfum í miðborgir. Af þessu leiðir streitu sem bæði börn og foreldrar hefðu helzt viljað komast hjá.Hingað heim Þessi lýsing á ekki aðeins við um San Francisco heldur um Bandaríkin næstum öll og einnig um mörg Evrópulönd. Við sjáum einnig móta fyrir þessum sama vanda hér heima þar sem sumir eftirlaunaþegar eru enn að bisa við að greiða niður námslán æskuáranna, bankarnir fara sínu fram sem fyrr gagnvart lántakendum án þess að þurfa að lúta erlendri samkeppni, gríðarlegt innstreymi erlendra ferðamanna hefur í ofanálag hleypt húsaleigu í áður óþekktar hæðir og stjórnvöld láta eins og þeim komi vandinn ekki við. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Heimilisleysingjar eru nú algengari sjón á götum San Francisco en í öðrum bandarískum borgum, t.d. New York, Los Angeles og Chicago. Um þetta er að vísu engum óyggjandi staðtölum til að dreifa þar eð hagstofur halda engin gögn um heimilisleysingja, en blaðamenn vestra hafa birt margar greinar um málið undangengin misseri. Halldór Laxness hefði varla orðið hissa eins og hann lýsir San Francisco í Alþýðubókinni 1929 (bls. 144): „Þessi borg er full af auðæfum. Bankarnir skína í bronsi og marmara… Samt kemur þúsund allslausra atvinnuleysingja til uppjafnaðar á hvern milljónamæring og heldur við hungurdauða.“ Vandinn sem steðjar nú að San Francisco er samt ekki atvinnuleysi eins og í Kreppunni miklu. Atvinnuleysi er nú minna þar í borg (3% af mannafla) og minna í Bandaríkjunum yfirhöfuð (4%) en það hefur verið árum saman. Atvinnuleysi sem nemur 5% af mannafla telst samrýmast fullri atvinnu í Bandaríkjunum skv. viðtekinni skilgreiningu yfirvalda þar eð fólk sem er að leita sér að nýju starfi er skráð atvinnulaust um skeið. Leit að hentugu starfi getur tekið tíma. Hitt er einnig rétt að sumir hafa gefizt upp á vinnuleit og hafa því enga vinnu en eru samt ekki á atvinnuleysisskrá.Úr óvæntri átt Vandinn í San Francisco nú sverfur að úr óvæntri átt, úr Sílikondal ekki langt þar frá en þar er ein helzta tækniháborg landsins og heimsins alls. Ungir milljarðamæringar flykkjast þaðan inn til San Francisco þar eð þeir kjósa helzt að búa þar innan um lystisemdir einnar fegurstu borgar heims. Uppkaup þessa efnafólks á húsum og íbúðum í San Francisco hefur hleypt húsnæðisverði þar í áður óþekktar hæðir og þá um leið húsaleigu svo að nú orðið er dýrara að búa í San Francisco en í New York sem áður átti metið á landsvísu. Af þessu leiðir að margt fátækt fólk sem bjó áður undir þaki í San Francisco hefur hrakizt út á göturnar og hírist því úti á nóttunni. Næturnar eru jafnan kaldar í San Francisco. Við bætast þrálát drykkjusýki og lyfjaneyzla. Of stórir eiturlyfjaskammtar eru nú algengasta dánarorsök bandarískra karlmanna undir fimmtugu, ekki bara í San Francisco.Húsaleigusprenging Hér birtist ein skuggahlið velmegunar samfara miklum ójöfnuði. Auðkýfingarnir í Sílíkondal hafa ekkert gert af sér. Þeir hafa bara keypt sér húsnæði í fallegri borg þar sem þeir kjósa helzt að búa. Vandinn er að almannavaldið hefur ekki brugðizt nógsamlega við þessum búsetubreytingum með því að hlífa fátæku fólki við afleiðingum húsaleigusprengingarinnar. Sagan sýnir að almannavaldið vestra getur verið harðbrjósta eins og t.d. þegar geðsjúkrastofnunum var lokað þar í stórum stíl eftir 1980 og geðsjúklingar flykktust út á götur New York og annarra borga ef þeir áttu í engin hús að venda. Húsaleiguhækkun undangenginna ára í Bandaríkjunum hefur haft ýmsar afleiðingar í för með sér. Margt ungt fólk hefur ekki lengur ráð á að koma sér upp eigin húsnæði í samræmi við fyrri væntingar og býr því lengur, stundum mörgum árum lengur, heima hjá foreldum sínum en til stóð og eygir sumt aðeins veika von um að geta staðið á eigin fótum. Við bætast þungar námslánabyrðar, mun þyngri byrðar en fyrri kynslóðir námsmanna þurftu að bera. Af hvoru tveggja leiðir að margir foreldrar þurfa einnig að hagræða fyrri áætlunum og fresta því að minnka við sig húsnæði og flytja úr úthverfum í miðborgir. Af þessu leiðir streitu sem bæði börn og foreldrar hefðu helzt viljað komast hjá.Hingað heim Þessi lýsing á ekki aðeins við um San Francisco heldur um Bandaríkin næstum öll og einnig um mörg Evrópulönd. Við sjáum einnig móta fyrir þessum sama vanda hér heima þar sem sumir eftirlaunaþegar eru enn að bisa við að greiða niður námslán æskuáranna, bankarnir fara sínu fram sem fyrr gagnvart lántakendum án þess að þurfa að lúta erlendri samkeppni, gríðarlegt innstreymi erlendra ferðamanna hefur í ofanálag hleypt húsaleigu í áður óþekktar hæðir og stjórnvöld láta eins og þeim komi vandinn ekki við. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun