Góð byrjun í Haffjarðará Karl Lúðvíksson skrifar 19. júní 2017 09:00 Þær laxveiðiár sem hafa opnað fyrir veiði á vesturlandi hafa farið vel af stað og sú var einnig raunin með Haffjarðará. Tölurnar sem við höfum haft fregnir af úr opnun Haffjarðarár eru í takt við það sem gerist í ánni á góðum árum en samtals komu 52 laxar upp á fyrstu þremur vöktunum. Hópurinn sem er við veiðar hefur opnað ánna undanfarin ár og veiðir aðeins á fjórar stangir og er mjög rólegur við veiðarnar. Það hefur verið haft á orði að ef fullmannað holl af mönnum sem veiða mjög ákaft allann tímann hefði líklega verið hægt að tvöfalda þessa tölu. Það er lax víða um ánna og gott vatn á vesturlandi gerir það að verkum að hann dreifir sér vel. Hlutfall tveggja ára laxa er gott eins og venjulega í Haffjarðará fyrstu daga og vikurnar frá opnun en þegar er farið að bóla á eins árs laxi sem veit vonandi á gott í framhaldinu. Haffjarðará hefur verið ein af gjöfulustu ám landsins í langa tíð enda er gengið afskaplega vel um hana og veiðiálag í raun með minnsta móti. Heildarveiðin í fyrra var 1305 laxar en mesta veiði í henni frá 1974 var sumarið 2013 þegar það veiddust 2158 laxar. Mest lesið Gamalt deilumál í deiglunni Veiði Áhugaverðar tölur í laxateljurum Veiði Nýr 10 ára samningur um Laxá í Dölum Veiði Flott opnun í Affallinu og Þverá í Fljótshlíð Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði Veiðitölur LV: Litlu árnar að gefa flotta veiði Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Ekki gleyma hinum "krakkavænu" ánum! Veiði Dunká komin til SVFR Veiði Hylurinn er vikulegt hlaðvarp um veiði Veiði
Þær laxveiðiár sem hafa opnað fyrir veiði á vesturlandi hafa farið vel af stað og sú var einnig raunin með Haffjarðará. Tölurnar sem við höfum haft fregnir af úr opnun Haffjarðarár eru í takt við það sem gerist í ánni á góðum árum en samtals komu 52 laxar upp á fyrstu þremur vöktunum. Hópurinn sem er við veiðar hefur opnað ánna undanfarin ár og veiðir aðeins á fjórar stangir og er mjög rólegur við veiðarnar. Það hefur verið haft á orði að ef fullmannað holl af mönnum sem veiða mjög ákaft allann tímann hefði líklega verið hægt að tvöfalda þessa tölu. Það er lax víða um ánna og gott vatn á vesturlandi gerir það að verkum að hann dreifir sér vel. Hlutfall tveggja ára laxa er gott eins og venjulega í Haffjarðará fyrstu daga og vikurnar frá opnun en þegar er farið að bóla á eins árs laxi sem veit vonandi á gott í framhaldinu. Haffjarðará hefur verið ein af gjöfulustu ám landsins í langa tíð enda er gengið afskaplega vel um hana og veiðiálag í raun með minnsta móti. Heildarveiðin í fyrra var 1305 laxar en mesta veiði í henni frá 1974 var sumarið 2013 þegar það veiddust 2158 laxar.
Mest lesið Gamalt deilumál í deiglunni Veiði Áhugaverðar tölur í laxateljurum Veiði Nýr 10 ára samningur um Laxá í Dölum Veiði Flott opnun í Affallinu og Þverá í Fljótshlíð Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði Veiðitölur LV: Litlu árnar að gefa flotta veiði Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Ekki gleyma hinum "krakkavænu" ánum! Veiði Dunká komin til SVFR Veiði Hylurinn er vikulegt hlaðvarp um veiði Veiði