Tveir af þekktustu króatísku landsliðsmönnunum þurfa að bera vitni í leiðindamáli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2017 07:45 Luka Modric og Dejan Lovren fagna sigri á móti Íslandi í nóvember 2013 en Króatíu tryggði sér þá sæti á HM 2014. Vísir/Getty Luka Modric og Dejan Lovren eru á leiðinni til Íslands til að spila leik í undankeppni HM en þeir eru líka báðir á leiðinni í réttarsal þar sem þeir eru vitni í spillingarmáli í heimalandi sínu. Luka Modric er nýbúinn að fagna sigri í bæði Meistaradeildinni og spænsku deildinni með Real Madrid og Dejan Lovren hjálpaði Liverpool að komast aftur í Meistaradeildina með því að ná fjórða sætinu í ensku úrvalsdeildinni. Spillingarmálið sem hefur áhrif á þá tvo er í kringum gamla félagið þeirra Dinamo Zagreb þótt að hvorugur leikmannanna sé grunaður um eitthvað saknæmt. BBC segir frá. Málið snýst um félagsskipti þeirra á sínum frá Dinamo Zagreb til liða utan Króatíu. Hinn 31 árs gamli Luka Modric þarf að gefa vitnisburð um það þegar Tottenham fékk hann frá Dinamo árið 2008 en hinn 27 ára gamli Dejan Lovren að segja það sem hann veit um félagsskipti sín frá Dinamo til franska liðsins Lyon árið 2010. Báðir eru búnir að skipta um félög síðan þá því Modric fór frá Tottenham til Real Madrid og Lovren fór fyrst til Southampton og svo til Liverpool. Réttarhöldin eru gegn Zdravko Mamic, fyrrum yfirmanni Dinamo Zagreb, og þremur öðrum en þar á meðal er bróður hans og fyrrum þjálfari Dimano, Zoran Mamic. Hinir tveir eru Damir Vrbanovic, fyrrum framkvæmdastjóri félagins og svo skattrannsóknarmaður. Allir halda þeir fram sakleysi sínu. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Fleiri fréttir Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Sjá meira
Luka Modric og Dejan Lovren eru á leiðinni til Íslands til að spila leik í undankeppni HM en þeir eru líka báðir á leiðinni í réttarsal þar sem þeir eru vitni í spillingarmáli í heimalandi sínu. Luka Modric er nýbúinn að fagna sigri í bæði Meistaradeildinni og spænsku deildinni með Real Madrid og Dejan Lovren hjálpaði Liverpool að komast aftur í Meistaradeildina með því að ná fjórða sætinu í ensku úrvalsdeildinni. Spillingarmálið sem hefur áhrif á þá tvo er í kringum gamla félagið þeirra Dinamo Zagreb þótt að hvorugur leikmannanna sé grunaður um eitthvað saknæmt. BBC segir frá. Málið snýst um félagsskipti þeirra á sínum frá Dinamo Zagreb til liða utan Króatíu. Hinn 31 árs gamli Luka Modric þarf að gefa vitnisburð um það þegar Tottenham fékk hann frá Dinamo árið 2008 en hinn 27 ára gamli Dejan Lovren að segja það sem hann veit um félagsskipti sín frá Dinamo til franska liðsins Lyon árið 2010. Báðir eru búnir að skipta um félög síðan þá því Modric fór frá Tottenham til Real Madrid og Lovren fór fyrst til Southampton og svo til Liverpool. Réttarhöldin eru gegn Zdravko Mamic, fyrrum yfirmanni Dinamo Zagreb, og þremur öðrum en þar á meðal er bróður hans og fyrrum þjálfari Dimano, Zoran Mamic. Hinir tveir eru Damir Vrbanovic, fyrrum framkvæmdastjóri félagins og svo skattrannsóknarmaður. Allir halda þeir fram sakleysi sínu.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Fleiri fréttir Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Sjá meira