Formaður þýska sambandsins: Möguleiki að Þjóðverjar mæti ekki á HM í Katar 2022 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2017 18:30 Bastian Schweinsteiger og Philip Lahm fagna með heimsbikarinn 2014. Vísir/Getty Heimsmeistarakeppnin í Katar fer ekki fram fyrr en eftir fimm ár en margir í fótboltaheiminum hafa nú sem áður miklar áhyggjur af þróun mála í Katar. Þar á meðal eru forráðamenn þýska sambandsins sem hóta því nú að sniðganga keppnina vegna tengsla Katar við hryðjuverkahópa. Þjóðverjar hafa verið fastagestir á HM og eru núverandi heimsmeistarar í knattspyrnu. Það má segja að þessi umdeilda ákvörðun að láta Katar halda heimsmeistarakeppnina árið 2022 hafi kallað á stanslausa umfjöllun í fjölmiðlum heimsins allt frá því að FIFA tilkynnti óvænt um ákvörðun sína í desember 2010. Nóg hefur verið að taka þegar kemur að vandamálum og veseni í kringum keppnina og það hefur meðal annars þurft að færa hana inn á keppnistímabilið af því að það er ómögulegt að spila hana í hinum mikla sumarhita í Katar. Lengi hafa menn líka vitað af slæmri meðferð erlends vinnufólks í Katar sem vinnur að því að gera leikvangana og önnur mannvirki klár fyrir keppnina. Það nýjasta er sú staðreynd að fimm ríki hafa slitið stjórnmálasambandi við Katar og sakað yfirvöld þar í landi um að styðja hryðjuverkahópa. Umrædd ríki eru Sádí Arabía, Egyptaland, Barein, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Jemen. Die Welt fjallaði um málið út frá viðbrögðum Reinhard Grindel, formanns þýska knattspyrnusambandsins. „Það er ljóst að allur fótboltaheimurinn hlýtur að vera sammála um það að stórmót geta ekki farið fram í löndum sem styðja hryðjuverkastarfsemi,“ sagði Reinhard Grindel við Die Welt. Hann segir því möguleika á því að Þýskaland sniðgangi heimsmeistarakeppnina í Katar. Grindel er þó á því að enn sé tími til að leysa þetta vandamál en hann sagði ennfremur að bæði UEFA og þýsk stjórnvöld þurfi að ræða nýja pólitíska stöðu á svæðinu. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lamine Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Junior Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Sjá meira
Heimsmeistarakeppnin í Katar fer ekki fram fyrr en eftir fimm ár en margir í fótboltaheiminum hafa nú sem áður miklar áhyggjur af þróun mála í Katar. Þar á meðal eru forráðamenn þýska sambandsins sem hóta því nú að sniðganga keppnina vegna tengsla Katar við hryðjuverkahópa. Þjóðverjar hafa verið fastagestir á HM og eru núverandi heimsmeistarar í knattspyrnu. Það má segja að þessi umdeilda ákvörðun að láta Katar halda heimsmeistarakeppnina árið 2022 hafi kallað á stanslausa umfjöllun í fjölmiðlum heimsins allt frá því að FIFA tilkynnti óvænt um ákvörðun sína í desember 2010. Nóg hefur verið að taka þegar kemur að vandamálum og veseni í kringum keppnina og það hefur meðal annars þurft að færa hana inn á keppnistímabilið af því að það er ómögulegt að spila hana í hinum mikla sumarhita í Katar. Lengi hafa menn líka vitað af slæmri meðferð erlends vinnufólks í Katar sem vinnur að því að gera leikvangana og önnur mannvirki klár fyrir keppnina. Það nýjasta er sú staðreynd að fimm ríki hafa slitið stjórnmálasambandi við Katar og sakað yfirvöld þar í landi um að styðja hryðjuverkahópa. Umrædd ríki eru Sádí Arabía, Egyptaland, Barein, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Jemen. Die Welt fjallaði um málið út frá viðbrögðum Reinhard Grindel, formanns þýska knattspyrnusambandsins. „Það er ljóst að allur fótboltaheimurinn hlýtur að vera sammála um það að stórmót geta ekki farið fram í löndum sem styðja hryðjuverkastarfsemi,“ sagði Reinhard Grindel við Die Welt. Hann segir því möguleika á því að Þýskaland sniðgangi heimsmeistarakeppnina í Katar. Grindel er þó á því að enn sé tími til að leysa þetta vandamál en hann sagði ennfremur að bæði UEFA og þýsk stjórnvöld þurfi að ræða nýja pólitíska stöðu á svæðinu.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lamine Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Junior Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Sjá meira