Grétar Sigfinnur nýr liðsmaður Pepsi-markanna Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. maí 2017 17:25 Grétar Sigfinnur hefur unnið sjö stóra titla á glæsilegum ferli. vísir/andri marinó Pepsi-mörkin eru búin að finna eftirmann Loga Ólafssonar sem hvarf á braut úr þættinum þegar hann var ráðinn þjálfari Víkings í Pepsi-deildinni. Í hans stað kemur inn nýr sérfræðingur í sjónvarpi, Grétar Sigfinnur Sigurðarson. Grétar, sem í dag leikur með Þrótti í Inkasso-deildinni, á að baki 244 leiki og 26 mörk í efstu deild með Víkingi, Val, KR og nú síðast Stjörnunni á síðustu leiktíð. Þessi 35 ára gamli uppaldi KR-ingur varð Íslandsmeistari með Vesturbæjarliðinu árin 2011 og 2013. Þá vann hann bikarinn árin 2008, 2011, 2012 og 2014 með KR og einu sinni með Val árið 2005. Grétar spilaði sitt fyrsta tímabil í efstu deild árið 2004 með Víkingi og var þá markahæsti leikmaður liðsins þrátt fyrir að spila sem miðvörður. Hann fór á lán til Vals ári síðar og var hluti af ótrúlegu liði Valsmanna sem barðist um Íslandsmeistaratitilinn sem nýliði og vann bikarinn. Hann fór aftur til Víkings árið 2006 og átti stóran þátt í að halda liðinu í efstu deild í fyrsta sinn síðan 1992 en árið 2008 gekk hann í raðir KR og vann sex stóra titla á átta árum. Grétar sagði skilið við Pepsi-deildina síðasta haust og samdi við Þrótt þar sem hann var gerður að fyrirliða. Þróttarar eru í öðru sæti Inkasso-deildarinnar með níu stig eftir fjórar umferðir. Grétar hefur í byrjun tímabils vakið nokkra athygli fyrir störf sín sem sérfræðingur í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 en hann lætur nú af störfum þar og tekur sæti við háborðið í Pepsi-mörkunum. Óskar Hrafn Þorvaldsson og Hjörvar Hafliðason verða vitaskuld áfram sérfræðingar Pepsi-markanna og gera upp sjöttu umferðina á mánudaginn kemur en frumsýning á Grétari verður í sjöundu umferð, eftir landsleikjafríið. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Þetta eru næstu sjónvarpsútsendingar í Pepsi-deild karla Áfram verða tæplega 60 prósent leikja Pepsi-deildar karla í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. 30. maí 2017 16:30 Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira
Pepsi-mörkin eru búin að finna eftirmann Loga Ólafssonar sem hvarf á braut úr þættinum þegar hann var ráðinn þjálfari Víkings í Pepsi-deildinni. Í hans stað kemur inn nýr sérfræðingur í sjónvarpi, Grétar Sigfinnur Sigurðarson. Grétar, sem í dag leikur með Þrótti í Inkasso-deildinni, á að baki 244 leiki og 26 mörk í efstu deild með Víkingi, Val, KR og nú síðast Stjörnunni á síðustu leiktíð. Þessi 35 ára gamli uppaldi KR-ingur varð Íslandsmeistari með Vesturbæjarliðinu árin 2011 og 2013. Þá vann hann bikarinn árin 2008, 2011, 2012 og 2014 með KR og einu sinni með Val árið 2005. Grétar spilaði sitt fyrsta tímabil í efstu deild árið 2004 með Víkingi og var þá markahæsti leikmaður liðsins þrátt fyrir að spila sem miðvörður. Hann fór á lán til Vals ári síðar og var hluti af ótrúlegu liði Valsmanna sem barðist um Íslandsmeistaratitilinn sem nýliði og vann bikarinn. Hann fór aftur til Víkings árið 2006 og átti stóran þátt í að halda liðinu í efstu deild í fyrsta sinn síðan 1992 en árið 2008 gekk hann í raðir KR og vann sex stóra titla á átta árum. Grétar sagði skilið við Pepsi-deildina síðasta haust og samdi við Þrótt þar sem hann var gerður að fyrirliða. Þróttarar eru í öðru sæti Inkasso-deildarinnar með níu stig eftir fjórar umferðir. Grétar hefur í byrjun tímabils vakið nokkra athygli fyrir störf sín sem sérfræðingur í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 en hann lætur nú af störfum þar og tekur sæti við háborðið í Pepsi-mörkunum. Óskar Hrafn Þorvaldsson og Hjörvar Hafliðason verða vitaskuld áfram sérfræðingar Pepsi-markanna og gera upp sjöttu umferðina á mánudaginn kemur en frumsýning á Grétari verður í sjöundu umferð, eftir landsleikjafríið.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Þetta eru næstu sjónvarpsútsendingar í Pepsi-deild karla Áfram verða tæplega 60 prósent leikja Pepsi-deildar karla í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. 30. maí 2017 16:30 Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira
Þetta eru næstu sjónvarpsútsendingar í Pepsi-deild karla Áfram verða tæplega 60 prósent leikja Pepsi-deildar karla í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. 30. maí 2017 16:30