Manchester United getur orðið fimmta félagið til að vinna alla Evróputitlana Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. maí 2017 11:00 Pogba getur orðið hluti af sögulegum árangri United í kvöld. vísir/getty Tímabilið er undir hjá Manchester United á Vinavöllum í Stokkhólmi í kvöld þegar liðið mætir Ajax í úrslitaleik Evrópudeildarinnar klukkan 18.45. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Með sigri fer United beint í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á næsta ári en þetta er síðasta tækifæri liðsins til að komast þangað eftir að það hafnaði í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar og missti af Meistaradeildarsæti. Það sem meira er getur United með sigri komist í hóp fjögurra stórliða sem öll hafa unnið alla Evróputitlana þrjá sem í boði eru, eða reyndar voru, því ein keppnin er ekki til lengur. Þetta eru Meistaradeildin, áður Evrópukeppni meistaraliða, Evrópukeppni bikarhafa og Evrópudeildin, áður Evrópukeppni félagsliða. Evrópukeppni bikarhafa var sameinuð með Evrópukeppni félagsliða í Evrópudeildina árið 2004. Manchester United hefur þrívegis unnið Meistaradeildina; 1968, 1999 og 2008, en það varð Evrópumeistari bikarhafa árið 1991 eftir frækinn sigur á Barcelona í Rotterdam. Evrópukeppni félagsliða eða Evrópudeildina hefur United aldrei unnið en Ajax er eitt liðanna fjögurra sem hefur unnið allar keppninnar þrjár. Ajax hefur unnið Meistaradeildina fjórum sinnum, síðast árið 1995, Evrópukeppni bikarhafa einu sinni (1987) og Evrópukeppni félagsliða einu sinni árið 1992. Síðasti Evróputitill félagsins vannst árið 1995 þegar liðið lagði AC Milan í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Hin liðin þrjú sem hafa unnið alla Evróputitlana eru Chelsea, Juventus og Bayern München en þau eru ekki mörg liðin sem geta enn náð þessari þrennu eftir að Evrókeppni bikarhafa var lögð niður eða sameinuð inn í Evrópudeildina. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Tímabilið undir hjá Man. Utd á móti kornungu Ajax-liði í kvöld Manchester United og Ajax mætast í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á Friends Arena í Stokkhólmi í kvöld. Sigurliðið fær að launum sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Ajax teflir fram ungu og efnilegu liði. 24. maí 2017 07:00 Knattspyrnuheimurinn sendir samúðarkveðjur til Manchester Heimurinn er í losti vegna hryðjuverkaárásarinnar í Manchester í gær og samúðarkveðjum hefur rignt yfir Twitter í dag. 23. maí 2017 09:15 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Sjá meira
Tímabilið er undir hjá Manchester United á Vinavöllum í Stokkhólmi í kvöld þegar liðið mætir Ajax í úrslitaleik Evrópudeildarinnar klukkan 18.45. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Með sigri fer United beint í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á næsta ári en þetta er síðasta tækifæri liðsins til að komast þangað eftir að það hafnaði í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar og missti af Meistaradeildarsæti. Það sem meira er getur United með sigri komist í hóp fjögurra stórliða sem öll hafa unnið alla Evróputitlana þrjá sem í boði eru, eða reyndar voru, því ein keppnin er ekki til lengur. Þetta eru Meistaradeildin, áður Evrópukeppni meistaraliða, Evrópukeppni bikarhafa og Evrópudeildin, áður Evrópukeppni félagsliða. Evrópukeppni bikarhafa var sameinuð með Evrópukeppni félagsliða í Evrópudeildina árið 2004. Manchester United hefur þrívegis unnið Meistaradeildina; 1968, 1999 og 2008, en það varð Evrópumeistari bikarhafa árið 1991 eftir frækinn sigur á Barcelona í Rotterdam. Evrópukeppni félagsliða eða Evrópudeildina hefur United aldrei unnið en Ajax er eitt liðanna fjögurra sem hefur unnið allar keppninnar þrjár. Ajax hefur unnið Meistaradeildina fjórum sinnum, síðast árið 1995, Evrópukeppni bikarhafa einu sinni (1987) og Evrópukeppni félagsliða einu sinni árið 1992. Síðasti Evróputitill félagsins vannst árið 1995 þegar liðið lagði AC Milan í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Hin liðin þrjú sem hafa unnið alla Evróputitlana eru Chelsea, Juventus og Bayern München en þau eru ekki mörg liðin sem geta enn náð þessari þrennu eftir að Evrókeppni bikarhafa var lögð niður eða sameinuð inn í Evrópudeildina.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Tímabilið undir hjá Man. Utd á móti kornungu Ajax-liði í kvöld Manchester United og Ajax mætast í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á Friends Arena í Stokkhólmi í kvöld. Sigurliðið fær að launum sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Ajax teflir fram ungu og efnilegu liði. 24. maí 2017 07:00 Knattspyrnuheimurinn sendir samúðarkveðjur til Manchester Heimurinn er í losti vegna hryðjuverkaárásarinnar í Manchester í gær og samúðarkveðjum hefur rignt yfir Twitter í dag. 23. maí 2017 09:15 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Sjá meira
Tímabilið undir hjá Man. Utd á móti kornungu Ajax-liði í kvöld Manchester United og Ajax mætast í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á Friends Arena í Stokkhólmi í kvöld. Sigurliðið fær að launum sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Ajax teflir fram ungu og efnilegu liði. 24. maí 2017 07:00
Knattspyrnuheimurinn sendir samúðarkveðjur til Manchester Heimurinn er í losti vegna hryðjuverkaárásarinnar í Manchester í gær og samúðarkveðjum hefur rignt yfir Twitter í dag. 23. maí 2017 09:15
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn