Manchester United getur orðið fimmta félagið til að vinna alla Evróputitlana Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. maí 2017 11:00 Pogba getur orðið hluti af sögulegum árangri United í kvöld. vísir/getty Tímabilið er undir hjá Manchester United á Vinavöllum í Stokkhólmi í kvöld þegar liðið mætir Ajax í úrslitaleik Evrópudeildarinnar klukkan 18.45. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Með sigri fer United beint í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á næsta ári en þetta er síðasta tækifæri liðsins til að komast þangað eftir að það hafnaði í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar og missti af Meistaradeildarsæti. Það sem meira er getur United með sigri komist í hóp fjögurra stórliða sem öll hafa unnið alla Evróputitlana þrjá sem í boði eru, eða reyndar voru, því ein keppnin er ekki til lengur. Þetta eru Meistaradeildin, áður Evrópukeppni meistaraliða, Evrópukeppni bikarhafa og Evrópudeildin, áður Evrópukeppni félagsliða. Evrópukeppni bikarhafa var sameinuð með Evrópukeppni félagsliða í Evrópudeildina árið 2004. Manchester United hefur þrívegis unnið Meistaradeildina; 1968, 1999 og 2008, en það varð Evrópumeistari bikarhafa árið 1991 eftir frækinn sigur á Barcelona í Rotterdam. Evrópukeppni félagsliða eða Evrópudeildina hefur United aldrei unnið en Ajax er eitt liðanna fjögurra sem hefur unnið allar keppninnar þrjár. Ajax hefur unnið Meistaradeildina fjórum sinnum, síðast árið 1995, Evrópukeppni bikarhafa einu sinni (1987) og Evrópukeppni félagsliða einu sinni árið 1992. Síðasti Evróputitill félagsins vannst árið 1995 þegar liðið lagði AC Milan í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Hin liðin þrjú sem hafa unnið alla Evróputitlana eru Chelsea, Juventus og Bayern München en þau eru ekki mörg liðin sem geta enn náð þessari þrennu eftir að Evrókeppni bikarhafa var lögð niður eða sameinuð inn í Evrópudeildina. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Tímabilið undir hjá Man. Utd á móti kornungu Ajax-liði í kvöld Manchester United og Ajax mætast í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á Friends Arena í Stokkhólmi í kvöld. Sigurliðið fær að launum sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Ajax teflir fram ungu og efnilegu liði. 24. maí 2017 07:00 Knattspyrnuheimurinn sendir samúðarkveðjur til Manchester Heimurinn er í losti vegna hryðjuverkaárásarinnar í Manchester í gær og samúðarkveðjum hefur rignt yfir Twitter í dag. 23. maí 2017 09:15 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti „Ég elska peninga“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Tímabilið er undir hjá Manchester United á Vinavöllum í Stokkhólmi í kvöld þegar liðið mætir Ajax í úrslitaleik Evrópudeildarinnar klukkan 18.45. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Með sigri fer United beint í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á næsta ári en þetta er síðasta tækifæri liðsins til að komast þangað eftir að það hafnaði í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar og missti af Meistaradeildarsæti. Það sem meira er getur United með sigri komist í hóp fjögurra stórliða sem öll hafa unnið alla Evróputitlana þrjá sem í boði eru, eða reyndar voru, því ein keppnin er ekki til lengur. Þetta eru Meistaradeildin, áður Evrópukeppni meistaraliða, Evrópukeppni bikarhafa og Evrópudeildin, áður Evrópukeppni félagsliða. Evrópukeppni bikarhafa var sameinuð með Evrópukeppni félagsliða í Evrópudeildina árið 2004. Manchester United hefur þrívegis unnið Meistaradeildina; 1968, 1999 og 2008, en það varð Evrópumeistari bikarhafa árið 1991 eftir frækinn sigur á Barcelona í Rotterdam. Evrópukeppni félagsliða eða Evrópudeildina hefur United aldrei unnið en Ajax er eitt liðanna fjögurra sem hefur unnið allar keppninnar þrjár. Ajax hefur unnið Meistaradeildina fjórum sinnum, síðast árið 1995, Evrópukeppni bikarhafa einu sinni (1987) og Evrópukeppni félagsliða einu sinni árið 1992. Síðasti Evróputitill félagsins vannst árið 1995 þegar liðið lagði AC Milan í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Hin liðin þrjú sem hafa unnið alla Evróputitlana eru Chelsea, Juventus og Bayern München en þau eru ekki mörg liðin sem geta enn náð þessari þrennu eftir að Evrókeppni bikarhafa var lögð niður eða sameinuð inn í Evrópudeildina.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Tímabilið undir hjá Man. Utd á móti kornungu Ajax-liði í kvöld Manchester United og Ajax mætast í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á Friends Arena í Stokkhólmi í kvöld. Sigurliðið fær að launum sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Ajax teflir fram ungu og efnilegu liði. 24. maí 2017 07:00 Knattspyrnuheimurinn sendir samúðarkveðjur til Manchester Heimurinn er í losti vegna hryðjuverkaárásarinnar í Manchester í gær og samúðarkveðjum hefur rignt yfir Twitter í dag. 23. maí 2017 09:15 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti „Ég elska peninga“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Tímabilið undir hjá Man. Utd á móti kornungu Ajax-liði í kvöld Manchester United og Ajax mætast í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á Friends Arena í Stokkhólmi í kvöld. Sigurliðið fær að launum sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Ajax teflir fram ungu og efnilegu liði. 24. maí 2017 07:00
Knattspyrnuheimurinn sendir samúðarkveðjur til Manchester Heimurinn er í losti vegna hryðjuverkaárásarinnar í Manchester í gær og samúðarkveðjum hefur rignt yfir Twitter í dag. 23. maí 2017 09:15