Finnur Freyr: Hér er ég ennþá og þið hin getið haldið áfram að efast Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2017 13:45 Finnur Freyr Stefánsson fagnar Íslandsmeistaratitlinum á dögunum. Vísir/Andri Marinó Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara KR, hefur náð sögulegum árangri á fyrstu fjórum tímabilum sínum sem þjálfari í meistaraflokki karla. Finnur hefur gert KR að Íslandsmeisturum öll fjögur árin og þreföldum meisturum undanfarin tvö tímabil. Alls hefur liðið unnið tíu stóra titla á fjórum tímabilum. Finnur var í vor fyrsti þjálfarinn sem vinnur úrslitakeppnina fjögur ár í röð og ennfremur fyrsti þjálfarinn frá 1973 sem vinnur fjóra Íslandsmeistaratitla í röð (Einar Ólafsson, fimm ár í röð 1969-1973). Finnur hefur á sama tíma náð einnig sögulegum árangri með tuttugu ára landsliðið sem og er hann í þjálfarateymi íslenska landsliðsins sem er á leiðinni á sitt annað Eurobasket í röð. Finnur er enn bara 34 ára gamall og var því bara þrítugur þegar hann tók við KR-liðinu á sínum tíma. Síðan þá hafa fullt af leikmönnum spilað með KR-liðinu sem eru eldri en hann. Þjálfarastaðan í KR er ekkert lamb að leika sér við og það var mikil pressa á Finn frá fyrsta degi. Hann hefur einnig mátt heyra gagnrýni og efasemdaraddir allan tímann. En ef einhver hefur unnið sér það inn að stinga aðeins upp í gagnrýnendur sínar þá er það þessi magnaði þjálfari úr Vesturbænum. Finnur nýtti tækifærið og skrifaði færslu inn á fésbókarsíðu sína. Þar fór hann meðal annars yfir það sem hann hefur heyrt um sig á þessum árum. „Óreyndur, of ungur, þarf sterkan mann með sér, mun ekki höndla pressuna, missir klefann, getur ekki unnið úrslitaleiki, ofmetinn, menn vinna aldrei a fyrsta ári, vinnur bara með besta kanann, hann ræður ekki við þennan hóp, allir gætu unnið með þetta lið.“ „En hér er ég ennþá, skrifandi mína eigin sögu með bros á vör. 4 ár - 10 stórir titlar - 3 minni og nokkur silfur - U20 a stórmót i fyrsta skipti - Eurobasket nr 2 framundan - fullt af frábærum minningum, sögum og skemmtilegum metum,“ skrifaði Finnur áður en hann þakkaði öllum fyrir stuðninginn. Hann endar síðan á þessum orðum: „Þið hin, gerið það, haldið áfram að efast.... „You can't let praise or criticism get to you. It's a weakness to get caught up in either one." - John Wooden Finnur getur haldið áfram að setja met með KR-liðinu á komandi tímabili. Það hefur þannig ekkert félag unnið fimm úrslitakeppnir í röð og þá hefur ekkert lið unnið tvöfalt (Íslandsmót+bikarkeppni) eða þrefalt (Íslandsmót+bikarkeppni+deild) þrjú ár í röð. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR - Grindavík 95-56 | Grindavík eins og lömb leidd til slátrunar KR varð í kvöld Íslandsmeistari fjórða árið í röð er liðið slátraði Grindvíkingum í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn. KR afgreiddi leikinn strax í fyrri hálfleik en munurinn var 31 stig í hálfleik, 49-18. Ótrúleg spilamennska hjá meisturunum. KR vinnur því alla titla sem voru í boði í ár. 30. apríl 2017 22:00 Sjáðu trylltan fögnuð KR-inga KR varð í kvöld Íslandsmeistari fjórða árið í röð er liðið slátraði Grindvíkingum í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn. 30. apríl 2017 23:07 Karnival í KR-heimilinu KR-ingar buðu upp á sýningu í oddaleik liðsins gegn Grindavík um Íslandsmeistaratitilinn í gær. Þeir sýndu allar sínar bestu hliðar og pökkuðu Grindvíkingum saman. Leiknum var lokið í hálfleik er KR var með 31 stigs forskot. Ótrúleg 1. maí 2017 06:00 Hinir fjórir fræknu hjá meistaraliði KR Þrír lykilleikmenn karlaliðs KR í körfuboltanum og þjálfarinn Finnur Freyr Stefánsson hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn fjögur ár í röð. Leikmenn hafa ekki náð þessu í þrjá áratugi og þjálfari ekki í 44 ár. 2. maí 2017 06:00 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Sjá meira
Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara KR, hefur náð sögulegum árangri á fyrstu fjórum tímabilum sínum sem þjálfari í meistaraflokki karla. Finnur hefur gert KR að Íslandsmeisturum öll fjögur árin og þreföldum meisturum undanfarin tvö tímabil. Alls hefur liðið unnið tíu stóra titla á fjórum tímabilum. Finnur var í vor fyrsti þjálfarinn sem vinnur úrslitakeppnina fjögur ár í röð og ennfremur fyrsti þjálfarinn frá 1973 sem vinnur fjóra Íslandsmeistaratitla í röð (Einar Ólafsson, fimm ár í röð 1969-1973). Finnur hefur á sama tíma náð einnig sögulegum árangri með tuttugu ára landsliðið sem og er hann í þjálfarateymi íslenska landsliðsins sem er á leiðinni á sitt annað Eurobasket í röð. Finnur er enn bara 34 ára gamall og var því bara þrítugur þegar hann tók við KR-liðinu á sínum tíma. Síðan þá hafa fullt af leikmönnum spilað með KR-liðinu sem eru eldri en hann. Þjálfarastaðan í KR er ekkert lamb að leika sér við og það var mikil pressa á Finn frá fyrsta degi. Hann hefur einnig mátt heyra gagnrýni og efasemdaraddir allan tímann. En ef einhver hefur unnið sér það inn að stinga aðeins upp í gagnrýnendur sínar þá er það þessi magnaði þjálfari úr Vesturbænum. Finnur nýtti tækifærið og skrifaði færslu inn á fésbókarsíðu sína. Þar fór hann meðal annars yfir það sem hann hefur heyrt um sig á þessum árum. „Óreyndur, of ungur, þarf sterkan mann með sér, mun ekki höndla pressuna, missir klefann, getur ekki unnið úrslitaleiki, ofmetinn, menn vinna aldrei a fyrsta ári, vinnur bara með besta kanann, hann ræður ekki við þennan hóp, allir gætu unnið með þetta lið.“ „En hér er ég ennþá, skrifandi mína eigin sögu með bros á vör. 4 ár - 10 stórir titlar - 3 minni og nokkur silfur - U20 a stórmót i fyrsta skipti - Eurobasket nr 2 framundan - fullt af frábærum minningum, sögum og skemmtilegum metum,“ skrifaði Finnur áður en hann þakkaði öllum fyrir stuðninginn. Hann endar síðan á þessum orðum: „Þið hin, gerið það, haldið áfram að efast.... „You can't let praise or criticism get to you. It's a weakness to get caught up in either one." - John Wooden Finnur getur haldið áfram að setja met með KR-liðinu á komandi tímabili. Það hefur þannig ekkert félag unnið fimm úrslitakeppnir í röð og þá hefur ekkert lið unnið tvöfalt (Íslandsmót+bikarkeppni) eða þrefalt (Íslandsmót+bikarkeppni+deild) þrjú ár í röð.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR - Grindavík 95-56 | Grindavík eins og lömb leidd til slátrunar KR varð í kvöld Íslandsmeistari fjórða árið í röð er liðið slátraði Grindvíkingum í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn. KR afgreiddi leikinn strax í fyrri hálfleik en munurinn var 31 stig í hálfleik, 49-18. Ótrúleg spilamennska hjá meisturunum. KR vinnur því alla titla sem voru í boði í ár. 30. apríl 2017 22:00 Sjáðu trylltan fögnuð KR-inga KR varð í kvöld Íslandsmeistari fjórða árið í röð er liðið slátraði Grindvíkingum í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn. 30. apríl 2017 23:07 Karnival í KR-heimilinu KR-ingar buðu upp á sýningu í oddaleik liðsins gegn Grindavík um Íslandsmeistaratitilinn í gær. Þeir sýndu allar sínar bestu hliðar og pökkuðu Grindvíkingum saman. Leiknum var lokið í hálfleik er KR var með 31 stigs forskot. Ótrúleg 1. maí 2017 06:00 Hinir fjórir fræknu hjá meistaraliði KR Þrír lykilleikmenn karlaliðs KR í körfuboltanum og þjálfarinn Finnur Freyr Stefánsson hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn fjögur ár í röð. Leikmenn hafa ekki náð þessu í þrjá áratugi og þjálfari ekki í 44 ár. 2. maí 2017 06:00 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: KR - Grindavík 95-56 | Grindavík eins og lömb leidd til slátrunar KR varð í kvöld Íslandsmeistari fjórða árið í röð er liðið slátraði Grindvíkingum í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn. KR afgreiddi leikinn strax í fyrri hálfleik en munurinn var 31 stig í hálfleik, 49-18. Ótrúleg spilamennska hjá meisturunum. KR vinnur því alla titla sem voru í boði í ár. 30. apríl 2017 22:00
Sjáðu trylltan fögnuð KR-inga KR varð í kvöld Íslandsmeistari fjórða árið í röð er liðið slátraði Grindvíkingum í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn. 30. apríl 2017 23:07
Karnival í KR-heimilinu KR-ingar buðu upp á sýningu í oddaleik liðsins gegn Grindavík um Íslandsmeistaratitilinn í gær. Þeir sýndu allar sínar bestu hliðar og pökkuðu Grindvíkingum saman. Leiknum var lokið í hálfleik er KR var með 31 stigs forskot. Ótrúleg 1. maí 2017 06:00
Hinir fjórir fræknu hjá meistaraliði KR Þrír lykilleikmenn karlaliðs KR í körfuboltanum og þjálfarinn Finnur Freyr Stefánsson hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn fjögur ár í röð. Leikmenn hafa ekki náð þessu í þrjá áratugi og þjálfari ekki í 44 ár. 2. maí 2017 06:00