Kínverjar heita milljörðum í efnahagssamstarf til eflingar fríverslunar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. maí 2017 12:17 Xi Jinping, forseti Kína, var bjartsýnn á ráðstefnunni um helgina. Vísir/EPA Forseti Kína, Xi Jinping, hét því í dag að Kína muni verja 124 milljörðum bandaríkjadollara í svokallað „Silkivegarsamstarf“ þar sem áhersla verður lögð á að efla fríverslun Kínverja og byggja upp innviði ríkja og leggja í framkvæmdir líkt og byggingu hafna, vega og járnbrautateina í þeim ríkjum sem taka þátt í samstarfinu. BBC greinir frá. Með áætluninni ætla Kínverjar sér að efla fríverslun á milli Asíu, Afríku, Evrópu og víðar en hulunni var fyrst svipt af planinu árið 2013. Forsetinn ávarpaði leiðtoga 29 ríkja sem samankomnir voru í dag í Peking á sérstakri efnahagsráðstefnu í tilefni áætlana Kínverja og haldin var um helgina. Með áætluninni ætlum við okkur ekki að feta gamlar slóðir einhverskonar leikja á milli andstæðinga heldur ætlum við okkur að byggja nýtt módel samstarfs og sameiginlegra hagsmuna. Hann segir að alþjóðasamfélagið verði að búa til aðstæður sem ýta undir efnahagsþróun ríkja þar sem fríverslun ræður ríkjum. Meðal leiðtoga á ráðstefnunni eru Vladimír Pútín, forseti Rússlands og Receeyip Erdogan, forseti Tyrklands og tóku þeir báðir vel í áætlun Kínverja. Leiðtogar nágrannaríkja líkt og Japans og Indlands hafa hins vegar haldið sig frá ráðstefnunni enda hafa þjóðirnar lengi átt í stirðum samskiptum á alþjóðavettvangi. Líta þjóðirnar svo á að Kínverjar vilji með þessum áætlunum festa sig í sessi og tryggja áhrif sín yfir öðrum ríkjum á alþjóðavettvangi. Xi Jinping gefur þó lítið fyrir slíkar áhyggjur og segir að Kínverjar ætli sér á engan hátt að skipta sér af innanríkismálum annarra landa. Um sé að ræða samstarf sem geti hagnast öllum aðilum. Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Forseti Kína, Xi Jinping, hét því í dag að Kína muni verja 124 milljörðum bandaríkjadollara í svokallað „Silkivegarsamstarf“ þar sem áhersla verður lögð á að efla fríverslun Kínverja og byggja upp innviði ríkja og leggja í framkvæmdir líkt og byggingu hafna, vega og járnbrautateina í þeim ríkjum sem taka þátt í samstarfinu. BBC greinir frá. Með áætluninni ætla Kínverjar sér að efla fríverslun á milli Asíu, Afríku, Evrópu og víðar en hulunni var fyrst svipt af planinu árið 2013. Forsetinn ávarpaði leiðtoga 29 ríkja sem samankomnir voru í dag í Peking á sérstakri efnahagsráðstefnu í tilefni áætlana Kínverja og haldin var um helgina. Með áætluninni ætlum við okkur ekki að feta gamlar slóðir einhverskonar leikja á milli andstæðinga heldur ætlum við okkur að byggja nýtt módel samstarfs og sameiginlegra hagsmuna. Hann segir að alþjóðasamfélagið verði að búa til aðstæður sem ýta undir efnahagsþróun ríkja þar sem fríverslun ræður ríkjum. Meðal leiðtoga á ráðstefnunni eru Vladimír Pútín, forseti Rússlands og Receeyip Erdogan, forseti Tyrklands og tóku þeir báðir vel í áætlun Kínverja. Leiðtogar nágrannaríkja líkt og Japans og Indlands hafa hins vegar haldið sig frá ráðstefnunni enda hafa þjóðirnar lengi átt í stirðum samskiptum á alþjóðavettvangi. Líta þjóðirnar svo á að Kínverjar vilji með þessum áætlunum festa sig í sessi og tryggja áhrif sín yfir öðrum ríkjum á alþjóðavettvangi. Xi Jinping gefur þó lítið fyrir slíkar áhyggjur og segir að Kínverjar ætli sér á engan hátt að skipta sér af innanríkismálum annarra landa. Um sé að ræða samstarf sem geti hagnast öllum aðilum.
Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira