Færast nær draumnum um langdrægar eldflaugar Samúel Karl Ólason skrifar 15. maí 2017 10:37 Eldflaug af gerðinni Hwasong-12 sem skotið var á loft á laugardaginn. Vísir/AFP Eldflaugarskot Norður-Kóreu á laugardaginn sýnir að tilraunir einræðisríkisins hafi heppnast og að ríkið sé að ná árangri í þróun langdrægra eldflauga sem mögulega gætu borið kjarnorkuvopn til Bandaríkjanna. Ríkismiðill Norður-Kóreu, KCNA, sagði eldflaugina hafa farið um 787 kílómetra og náð 2.111,5 kílómetra hæð. Samkvæmt Reuters er það í samræmi við yfirlýsingar frá Suður-Kóreu og Japan og flaug eldflaugin, sem er af gerðinni Hwasong-12, lengra og hærra en eldflaugin sem skotið var á loft í febrúar. Það var síðasta tilraun Norður-Kóreu sem heppnaðist. Tveimur eldflaugum var skotið á loft í síðasta mánuði, en þær tilraunir misheppnuðust báðar.Hér má sjá hvaða markmiði yfirvöld Norður-Kóreu vinna að. Það er að þróa eldflaugar sem geta borið kjarnorkuvopn til Bandaríkjanna.Vísir/GraphicNewsÞá sagði í yfirlýsingu KCNA að eldflauginni hefði vísvitandi verið miðað hátt á loft, svo hún færi ekki inn fyrir lofthelgi annarra ríkja.Gæti náð til Guam Sérfræðingar segja að ef eldflauginni hefði verið skotið á loft í hefðbundna stefnu gæti hún ferðast minnst fjögur þúsund kílómetra. Það er besti árangur Norður-Kóreu hingað til og með þessum eldflaugum væri hægt að gera árás á herstöð Bandaríkjanna í Guam. Yfirlýst markmið Norður-Kóreu er að þróa langdrægar eldflaugar sem geta borið kjarnorkuvopn til Bandaríkjanna. Það fæli í sér minnst átta þúsund kílómetra ferðalag. Auk þess þyrfti ríkið að þróa kjarnorkuvopn sem eru í senn kröftug og smá, svo hægt sé að koma þeim fyrir í eldflaugum. Þá þyrftu sprengjurnar að vera verulega harðgerðar til þess að þola hitann, titringinn og álagið sem fylgir því að fljúga aftur inn í gufuhvolfið. Norður-Kórea segir að þeim hafi tekist að þróa slík kjarnorkuvopn, en það hefur ekki verið staðfest. Sérfræðingar segja hins vegar að ferill eldflaugarinnar sýni að slík tilraun hafi verið framkvæmd um helgina. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun hittast á morgun til að ræða nýjasta eldflaugarskot Norður-Kóreu. Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kórea skaut nýrri eldflaug á loft Yfirvöld Norður-Kóreu skutu eldflaug á loft í dag í grennd við Kusong, norðvestan við höfuðborg landsins, Pyongyang. Flaugin er talin hafa flogið 700 km og hafnað í Japanshafi. 14. maí 2017 00:08 Yfirvöld Norður-Kóreu segja flugskeytið lið í þróun á kjarnorkuvopnum Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu (KCNA) hefur greint frá því að prófun á langdrægri eldflaug hafi heppnast. Þá er leiðtogi landsins, Kim Jong-un, sagður hafa haft yfirumsjón með tilrauninni. Yfirvöld Norður-Kóreu segja flaugar sínar ná til Bandaríkjanna. 14. maí 2017 23:30 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Eldflaugarskot Norður-Kóreu á laugardaginn sýnir að tilraunir einræðisríkisins hafi heppnast og að ríkið sé að ná árangri í þróun langdrægra eldflauga sem mögulega gætu borið kjarnorkuvopn til Bandaríkjanna. Ríkismiðill Norður-Kóreu, KCNA, sagði eldflaugina hafa farið um 787 kílómetra og náð 2.111,5 kílómetra hæð. Samkvæmt Reuters er það í samræmi við yfirlýsingar frá Suður-Kóreu og Japan og flaug eldflaugin, sem er af gerðinni Hwasong-12, lengra og hærra en eldflaugin sem skotið var á loft í febrúar. Það var síðasta tilraun Norður-Kóreu sem heppnaðist. Tveimur eldflaugum var skotið á loft í síðasta mánuði, en þær tilraunir misheppnuðust báðar.Hér má sjá hvaða markmiði yfirvöld Norður-Kóreu vinna að. Það er að þróa eldflaugar sem geta borið kjarnorkuvopn til Bandaríkjanna.Vísir/GraphicNewsÞá sagði í yfirlýsingu KCNA að eldflauginni hefði vísvitandi verið miðað hátt á loft, svo hún færi ekki inn fyrir lofthelgi annarra ríkja.Gæti náð til Guam Sérfræðingar segja að ef eldflauginni hefði verið skotið á loft í hefðbundna stefnu gæti hún ferðast minnst fjögur þúsund kílómetra. Það er besti árangur Norður-Kóreu hingað til og með þessum eldflaugum væri hægt að gera árás á herstöð Bandaríkjanna í Guam. Yfirlýst markmið Norður-Kóreu er að þróa langdrægar eldflaugar sem geta borið kjarnorkuvopn til Bandaríkjanna. Það fæli í sér minnst átta þúsund kílómetra ferðalag. Auk þess þyrfti ríkið að þróa kjarnorkuvopn sem eru í senn kröftug og smá, svo hægt sé að koma þeim fyrir í eldflaugum. Þá þyrftu sprengjurnar að vera verulega harðgerðar til þess að þola hitann, titringinn og álagið sem fylgir því að fljúga aftur inn í gufuhvolfið. Norður-Kórea segir að þeim hafi tekist að þróa slík kjarnorkuvopn, en það hefur ekki verið staðfest. Sérfræðingar segja hins vegar að ferill eldflaugarinnar sýni að slík tilraun hafi verið framkvæmd um helgina. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun hittast á morgun til að ræða nýjasta eldflaugarskot Norður-Kóreu.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kórea skaut nýrri eldflaug á loft Yfirvöld Norður-Kóreu skutu eldflaug á loft í dag í grennd við Kusong, norðvestan við höfuðborg landsins, Pyongyang. Flaugin er talin hafa flogið 700 km og hafnað í Japanshafi. 14. maí 2017 00:08 Yfirvöld Norður-Kóreu segja flugskeytið lið í þróun á kjarnorkuvopnum Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu (KCNA) hefur greint frá því að prófun á langdrægri eldflaug hafi heppnast. Þá er leiðtogi landsins, Kim Jong-un, sagður hafa haft yfirumsjón með tilrauninni. Yfirvöld Norður-Kóreu segja flaugar sínar ná til Bandaríkjanna. 14. maí 2017 23:30 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Norður-Kórea skaut nýrri eldflaug á loft Yfirvöld Norður-Kóreu skutu eldflaug á loft í dag í grennd við Kusong, norðvestan við höfuðborg landsins, Pyongyang. Flaugin er talin hafa flogið 700 km og hafnað í Japanshafi. 14. maí 2017 00:08
Yfirvöld Norður-Kóreu segja flugskeytið lið í þróun á kjarnorkuvopnum Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu (KCNA) hefur greint frá því að prófun á langdrægri eldflaug hafi heppnast. Þá er leiðtogi landsins, Kim Jong-un, sagður hafa haft yfirumsjón með tilrauninni. Yfirvöld Norður-Kóreu segja flaugar sínar ná til Bandaríkjanna. 14. maí 2017 23:30