Dómstóll ÍSÍ vísaði máli Hinriks Inga frá: Taldist ekki sannað að hann væri innan ÍSÍ Birgir Olgeirsson skrifar 16. maí 2017 11:30 Hinrik Ingi Óskarsson. Mynd Hinrik Ingi. Dómstóll Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands hefur vísað frá máli Lyfjaráðs ÍSÍ gegn Crossfit-kappanum Hinriki Inga Óskarssyni. Hann var ákærður fyrir að neita að gangast undir lyfjapróf á Íslandsmeistaramótinu í Crossfit í íþróttahúsinu í Digranesi í nóvember síðastliðnum, þar sem hann hafnaði í fyrsta sæti. Honum var gerð grein fyrir því að neitunin myndi varða refsingu til jafns við fall á prófinu, en svo fór að Hinriki var sviptur gullverðlaunum á mótinu og ákærður af lyfjaráði ÍSÍ. Samkvæmt skýrslu lyfjaeftirlitsmanna viðhafði Hinrik Ingi, sem er félagsmaður í Lyftingafélagi Reykjavíkur, ógnandi tilburði við þá og svo fór að þeir ákváðu að vísa honum út úr lyfjaeftirlitsaðstöðunni eftir að hann hafði staðfastlega neitað að gangast undir lyfjaeftirlit.Ástæðan fyrir því að málinu var vísað frá er sú að ekki þótti sannað að lyfjaráð hefði lögsögu yfir Hinriki Inga þegar meint brot var framið.Vísir/Daníel.Ekki sannað að ÍSÍ hefði lögsögu yfir Hinriki Ástæðan fyrir því að málinu var vísað frá er sú að ekki þótti sannað að lyfjaráð hefði lögsögu yfir Hinriki Inga þegar meint brot var framið. Lyfjaráð ÍSÍ byggði mál sitt á því að Hinriki Ingi væri skráður í Lyftingafélag Reykjavíkur þegar hann var boðaður í lyfjaeftirlit á Íslandsmeistaramótinu. Var því til sönnunar lagður fram útprentaður iðkendalisti úr Felix, félagakerfi ÍSÍ og Ungmennafélags Íslands, því til sönnunar.Lögmaður Hinriks Inga lagði hins vegar fram skjal við þingfestingu málsins í febrúar síðastliðnum sem sýndi fram á úrsögn Hinriks úr Lyftingafélagi Reykjavíkur 12. ágúst síðastliðinn. Í dómi dómstóls ÍSÍ kemur fram að ágreiningur væri um það hvort Hinriki Ingi væri skráður í félag innan ÍSÍ þann 27. nóvember 2016 þegar Íslandsmeistaramótið fór fram. Það var mat dómstólsins að iðkendalistinn sem lyfjaráð ÍSÍ lagði fram, og var dagsettur 1. desember 2016, hafi ekkert sönnunargildi um það hvernig skráningunni var háttað einhverjum dögum fyrr. Því var ekki ráðið með óyggjandi hætti af framlögðum iðkendalista að Hinrik Ingi hefði verið skráður í félag innan ÍSÍ þann 27. nóvember árið 2016.Frá Crossfit-móti í Digranesi.Vísir/DaníelSagðist hafa verið boðaður í ólögmætt lyfjapróf Það var Crossfitsamband Íslands, sem stendur utan ÍSÍ, sem hafði óskað eftir því að Lyfjaráð ÍSÍ annaðist lyfjaeftirlit á þessu móti. Lyfjaráð hefur oft sinnt slíku eftirliti fyrir aðila og áskilur sér þá rétt til að nota niðurstöðurnar einnig fyrir sig sjálf, ef viðkomandi íþróttamenn eru innan ÍSÍ. Hinriki Ingi taldi sig ekki þurfa að gangast undir lyfjapróf á mótinu því á lyfjaeftirlitsblaðinu var honum tilkynnt að lyfjaprófið væri framkvæmt af sérsambandinu Crossfit og íþróttin væri Crossfit. Í ákærunni sakaði Lyfjaráð ÍSÍ Hinrik Inga um að hafa neitað að gangast undir lyfjapróf hjá eftirlitinu sem færi fram utan keppni. Lögmaður Hinriks Inga sagði þetta vera rangt. Hann hafi ekki verið boðaður í slíkt próf, heldur ólögmætt próf innan keppni á vegum sambands utan ÍSÍ. Ekkert liggi fyrir í málinu hvaðan Lyfjaráð ÍSÍ sæki heimild til að fara fram á próf hjá Hinriki Inga utan keppni.Áríðandi að ganga úr skugga um aðild að ÍSÍ Dómstóll ÍSÍ tekur fram í dómi sínum að dómur til refsingar fyrir lyfjamisnotkun sé verulega íþyngjandi ákvörðun fyrir viðkomandi íþróttamann, sem verður að byggjast á ótvíræðri og fullnægjandi sönnunarfærslu. Dómurinn benti á að það sé sérstaklega áríðandi að ganga úr skugga um að aðild ákærða að félagi innan ÍSÍ á fyrstu stigum málsins í málum sem höfðuð eru vegna lyfjaeftirlits í verktöku fyrir aðila utan ÍSÍ. Var málið talið vanreifað í ákæru og því vísað frá. Af því leiðir var ekki tekin efnisleg afstaða til annarra þátta sem aðilana greinir á um í málinu.Baðst afsökunar á að hafa valdið ótta Í greinargerð lögmanns Hinriks Inga kemur fram að Hinrik hafi frá unga aldri glímt við alvarlega skapgerðarbresti og hafi alla tíð verið á sterkum lyfjum af þeim sökum og sé núna meðal annars á lyfinu Konserta, allt samkvæmt fyrirmælum lækna sem annast hafa hann frá barnsaldri. Það kunni að skýra viðbrögð hans þegar reynt var að fá Hinrik Inga til að undirgangast ólögmætt lyfjapróf. Hinrik Ingi baðst afsökunar á því að hafa valdið ótta hjá lyfjaeftirlitsmönnum.Lyftingafélag Reykjavíkur er með aðstöðu í Crossfit Reykjavík í Fákafeni.Ja.isGjaldkerinn mætti fyrir dómLyftingafélag Reykjavíkur er lyftingafélag sem einblínir á ólympískar lyftingar, en félagið er fullgildur meðlimur að Lyftingasambandinu og ÍSÍ. Það er með aðstöðu í Crossfit-stöðinni Crossfit Reykjavík. Gjaldkeri Lyftingafélags Reykjavíkur var kallaður fyrir dóminn til að staðfesta dagsetningu og undirskrift sína á dómskjalinu sem sanni úrsögn Hinriks Inga úr félaginu. Þegar gjaldkerinn var spurður um tengsl hans við Hinrik kvaðst hann hafa haft afskipti af Hinriki Inga þegar hann hafði verið til vandræða og vísað til þess að honum hefði verið vísað úr stöðinni vegna óláta. Gjaldkerinn sagði sig og Hinrik Inga ekki vera vini, þó þeir væru vinir á Facebook.Taldi Hinrik skapbráðan en ljúfan dreng þess á milli Hann kvað Hinrik skapbráðan, oft á tíðum barnalegan með dólgslæti, en ljúfan dreng þess á milli. Hann taldi það ekki hafa sætt tíðindum að Hinrik Ingi hefði sagt sig úr félaginu þar sem Hinrik hefði verið hættur í stöðinni á þessum tíma. Gjaldkerinn taldi úrsögnina mögulega setta fram í reiði og angist um hvernig var komið fram við hann. Kvaðst gjaldkerinn hafa tekið bréfinu þannig að það væri mögulega sett fram meira í bræði en ekki væri mikil alvara á bak við það. Gjaldkerinn sagði hafa skrifað undir úrsögnina og afhent Hinrik hana aftur og sagðist hafa skrifað hjá sér að skrá hann úr félaginu en gleymt því. Aðspurður hvort ekki hefði verið eðlilegra að Lyftingafélagið héldi eftir eintakinu af úrsögn Hinriks Inga, sagði gjaldkerinn að það væri rétt en bendir á að hann hefði óskað eftir afriti.Formaðurinn sagðist hafa vitað af bréfinu Formaður Lyftingafélags Reykjavíkur mætti fyrir dóminn og var spurður út í úrsögn Hinriks úr félaginu. Hann sagðist ekki hafa vitað af úrsögn Hinriks úr félaginu en sagðist hafa vitað af bréfinu sem gjaldkerinn kvittaði undir og sagði gjaldkerann hafa rætt það við sig. Aðspurður hvort gjaldkerinn hefði aldrei nefnt við hann að skrá þyrfti Hinrik Inga úr félaginu, kvaðst formaðurinn ekki minnast þess. Formaðurinn sagði það hafa komið upp áður að víkja þyrfti félögum úr félaginu.Hinrik Ingi hefur þvertekið fyrir að nota ólögleg efni og boðist til að fara í lyfjapróf.VísirAtvik átti sér stað í júní í fyrra Lögmaður Hinriks Inga spurði formanninn hvort eitthvað hafi verið að gerast 12. ágúst árið 2016 þegar Hinrik Ingi sagði úr félaginu. Formaðurinn sagði að í lok júní árið 2016 hafi átt sér stað atvik sem varð til þess að Hinriki Inga var vikið úr Crossfit-stöðinni. Hann hafi komið aftur í ágúst, í kringum verslunarmannahelgina, og verið tilbúinn til að endurskoða afstöðu sína ef hann myndi haga sér, sem hann gerði. Formaðurinn sagði Hinrik Inga bæði þjálfa sjálfur og sé stundaþjálfari í ólympískum lyftingum sem verktaki. Formaðurinn sagði Lyftingafélag Reykjavíkur hafa verið stofnað í kringum ólympískar lyftingar innan Crossfit. Hann sagði Hinrik hafa verið farinn að þjálfa á fullu um haustið. Honum hafi síðan verið vikið úr starfi strax eftir að hann vildi ekki gangast undir lyfjapróf.Þvertekur fyrir að nota ólögleg efni Eftir atvikið á Íslandsmeistaramótinu í Digranesi í nóvember á síðasta ári var Hinrik Ingi settur í tveggja ára bann frá keppni og æfingum í íslenskum crossfitstöðvum. Í fjölmiðlum hefur Hinrik þvertekið fyrir að nota ólögleg efni og boðist til að fara í lyfjapróf. Hann hafi ekkert að fela. CrossFit Tengdar fréttir Hinrik Ingi: Ég er til í að fara í lyfjapróf "Ég hef ekkert að fela. Ég fór ekki í lyfjaprófið því mér fannst vera brotið á mér. Mér fannst þetta vera ófagmannlega gert og asnalegt,“ segir Hinrik Ingi Óskarsson sem í gær varð Íslandsmeistari í CrossFit en síðan sviptur gullverðlaunum og settur í tveggja ára bann af því hann neitaði að fara í lyfjapróf. 28. nóvember 2016 15:03 Íslandsmótið í CrossFit: Neitaði að fara í lyfjapróf, hótaði starfsmönnum en sæmdur gullverðlaunum Hinrik Ingi Óskarsson bar sigur úr býtum á Íslandsmeistaramótinu í Crossfit í dag. Óvíst er hvort hann haldi titlinum. 27. nóvember 2016 22:01 Óvænt bréf setur dómstól ÍSÍ í erfiða stöðu í umtöluðu lyfjamáli Lyfjaeftirlitið hefur til skoðunar mál Hinriks Inga Óskarssonar sem neitaði að gangast undir lyfjapróf á Íslandsmeistaramótinu í Crossfit í desember. 12. mars 2017 09:00 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Sjá meira
Dómstóll Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands hefur vísað frá máli Lyfjaráðs ÍSÍ gegn Crossfit-kappanum Hinriki Inga Óskarssyni. Hann var ákærður fyrir að neita að gangast undir lyfjapróf á Íslandsmeistaramótinu í Crossfit í íþróttahúsinu í Digranesi í nóvember síðastliðnum, þar sem hann hafnaði í fyrsta sæti. Honum var gerð grein fyrir því að neitunin myndi varða refsingu til jafns við fall á prófinu, en svo fór að Hinriki var sviptur gullverðlaunum á mótinu og ákærður af lyfjaráði ÍSÍ. Samkvæmt skýrslu lyfjaeftirlitsmanna viðhafði Hinrik Ingi, sem er félagsmaður í Lyftingafélagi Reykjavíkur, ógnandi tilburði við þá og svo fór að þeir ákváðu að vísa honum út úr lyfjaeftirlitsaðstöðunni eftir að hann hafði staðfastlega neitað að gangast undir lyfjaeftirlit.Ástæðan fyrir því að málinu var vísað frá er sú að ekki þótti sannað að lyfjaráð hefði lögsögu yfir Hinriki Inga þegar meint brot var framið.Vísir/Daníel.Ekki sannað að ÍSÍ hefði lögsögu yfir Hinriki Ástæðan fyrir því að málinu var vísað frá er sú að ekki þótti sannað að lyfjaráð hefði lögsögu yfir Hinriki Inga þegar meint brot var framið. Lyfjaráð ÍSÍ byggði mál sitt á því að Hinriki Ingi væri skráður í Lyftingafélag Reykjavíkur þegar hann var boðaður í lyfjaeftirlit á Íslandsmeistaramótinu. Var því til sönnunar lagður fram útprentaður iðkendalisti úr Felix, félagakerfi ÍSÍ og Ungmennafélags Íslands, því til sönnunar.Lögmaður Hinriks Inga lagði hins vegar fram skjal við þingfestingu málsins í febrúar síðastliðnum sem sýndi fram á úrsögn Hinriks úr Lyftingafélagi Reykjavíkur 12. ágúst síðastliðinn. Í dómi dómstóls ÍSÍ kemur fram að ágreiningur væri um það hvort Hinriki Ingi væri skráður í félag innan ÍSÍ þann 27. nóvember 2016 þegar Íslandsmeistaramótið fór fram. Það var mat dómstólsins að iðkendalistinn sem lyfjaráð ÍSÍ lagði fram, og var dagsettur 1. desember 2016, hafi ekkert sönnunargildi um það hvernig skráningunni var háttað einhverjum dögum fyrr. Því var ekki ráðið með óyggjandi hætti af framlögðum iðkendalista að Hinrik Ingi hefði verið skráður í félag innan ÍSÍ þann 27. nóvember árið 2016.Frá Crossfit-móti í Digranesi.Vísir/DaníelSagðist hafa verið boðaður í ólögmætt lyfjapróf Það var Crossfitsamband Íslands, sem stendur utan ÍSÍ, sem hafði óskað eftir því að Lyfjaráð ÍSÍ annaðist lyfjaeftirlit á þessu móti. Lyfjaráð hefur oft sinnt slíku eftirliti fyrir aðila og áskilur sér þá rétt til að nota niðurstöðurnar einnig fyrir sig sjálf, ef viðkomandi íþróttamenn eru innan ÍSÍ. Hinriki Ingi taldi sig ekki þurfa að gangast undir lyfjapróf á mótinu því á lyfjaeftirlitsblaðinu var honum tilkynnt að lyfjaprófið væri framkvæmt af sérsambandinu Crossfit og íþróttin væri Crossfit. Í ákærunni sakaði Lyfjaráð ÍSÍ Hinrik Inga um að hafa neitað að gangast undir lyfjapróf hjá eftirlitinu sem færi fram utan keppni. Lögmaður Hinriks Inga sagði þetta vera rangt. Hann hafi ekki verið boðaður í slíkt próf, heldur ólögmætt próf innan keppni á vegum sambands utan ÍSÍ. Ekkert liggi fyrir í málinu hvaðan Lyfjaráð ÍSÍ sæki heimild til að fara fram á próf hjá Hinriki Inga utan keppni.Áríðandi að ganga úr skugga um aðild að ÍSÍ Dómstóll ÍSÍ tekur fram í dómi sínum að dómur til refsingar fyrir lyfjamisnotkun sé verulega íþyngjandi ákvörðun fyrir viðkomandi íþróttamann, sem verður að byggjast á ótvíræðri og fullnægjandi sönnunarfærslu. Dómurinn benti á að það sé sérstaklega áríðandi að ganga úr skugga um að aðild ákærða að félagi innan ÍSÍ á fyrstu stigum málsins í málum sem höfðuð eru vegna lyfjaeftirlits í verktöku fyrir aðila utan ÍSÍ. Var málið talið vanreifað í ákæru og því vísað frá. Af því leiðir var ekki tekin efnisleg afstaða til annarra þátta sem aðilana greinir á um í málinu.Baðst afsökunar á að hafa valdið ótta Í greinargerð lögmanns Hinriks Inga kemur fram að Hinrik hafi frá unga aldri glímt við alvarlega skapgerðarbresti og hafi alla tíð verið á sterkum lyfjum af þeim sökum og sé núna meðal annars á lyfinu Konserta, allt samkvæmt fyrirmælum lækna sem annast hafa hann frá barnsaldri. Það kunni að skýra viðbrögð hans þegar reynt var að fá Hinrik Inga til að undirgangast ólögmætt lyfjapróf. Hinrik Ingi baðst afsökunar á því að hafa valdið ótta hjá lyfjaeftirlitsmönnum.Lyftingafélag Reykjavíkur er með aðstöðu í Crossfit Reykjavík í Fákafeni.Ja.isGjaldkerinn mætti fyrir dómLyftingafélag Reykjavíkur er lyftingafélag sem einblínir á ólympískar lyftingar, en félagið er fullgildur meðlimur að Lyftingasambandinu og ÍSÍ. Það er með aðstöðu í Crossfit-stöðinni Crossfit Reykjavík. Gjaldkeri Lyftingafélags Reykjavíkur var kallaður fyrir dóminn til að staðfesta dagsetningu og undirskrift sína á dómskjalinu sem sanni úrsögn Hinriks Inga úr félaginu. Þegar gjaldkerinn var spurður um tengsl hans við Hinrik kvaðst hann hafa haft afskipti af Hinriki Inga þegar hann hafði verið til vandræða og vísað til þess að honum hefði verið vísað úr stöðinni vegna óláta. Gjaldkerinn sagði sig og Hinrik Inga ekki vera vini, þó þeir væru vinir á Facebook.Taldi Hinrik skapbráðan en ljúfan dreng þess á milli Hann kvað Hinrik skapbráðan, oft á tíðum barnalegan með dólgslæti, en ljúfan dreng þess á milli. Hann taldi það ekki hafa sætt tíðindum að Hinrik Ingi hefði sagt sig úr félaginu þar sem Hinrik hefði verið hættur í stöðinni á þessum tíma. Gjaldkerinn taldi úrsögnina mögulega setta fram í reiði og angist um hvernig var komið fram við hann. Kvaðst gjaldkerinn hafa tekið bréfinu þannig að það væri mögulega sett fram meira í bræði en ekki væri mikil alvara á bak við það. Gjaldkerinn sagði hafa skrifað undir úrsögnina og afhent Hinrik hana aftur og sagðist hafa skrifað hjá sér að skrá hann úr félaginu en gleymt því. Aðspurður hvort ekki hefði verið eðlilegra að Lyftingafélagið héldi eftir eintakinu af úrsögn Hinriks Inga, sagði gjaldkerinn að það væri rétt en bendir á að hann hefði óskað eftir afriti.Formaðurinn sagðist hafa vitað af bréfinu Formaður Lyftingafélags Reykjavíkur mætti fyrir dóminn og var spurður út í úrsögn Hinriks úr félaginu. Hann sagðist ekki hafa vitað af úrsögn Hinriks úr félaginu en sagðist hafa vitað af bréfinu sem gjaldkerinn kvittaði undir og sagði gjaldkerann hafa rætt það við sig. Aðspurður hvort gjaldkerinn hefði aldrei nefnt við hann að skrá þyrfti Hinrik Inga úr félaginu, kvaðst formaðurinn ekki minnast þess. Formaðurinn sagði það hafa komið upp áður að víkja þyrfti félögum úr félaginu.Hinrik Ingi hefur þvertekið fyrir að nota ólögleg efni og boðist til að fara í lyfjapróf.VísirAtvik átti sér stað í júní í fyrra Lögmaður Hinriks Inga spurði formanninn hvort eitthvað hafi verið að gerast 12. ágúst árið 2016 þegar Hinrik Ingi sagði úr félaginu. Formaðurinn sagði að í lok júní árið 2016 hafi átt sér stað atvik sem varð til þess að Hinriki Inga var vikið úr Crossfit-stöðinni. Hann hafi komið aftur í ágúst, í kringum verslunarmannahelgina, og verið tilbúinn til að endurskoða afstöðu sína ef hann myndi haga sér, sem hann gerði. Formaðurinn sagði Hinrik Inga bæði þjálfa sjálfur og sé stundaþjálfari í ólympískum lyftingum sem verktaki. Formaðurinn sagði Lyftingafélag Reykjavíkur hafa verið stofnað í kringum ólympískar lyftingar innan Crossfit. Hann sagði Hinrik hafa verið farinn að þjálfa á fullu um haustið. Honum hafi síðan verið vikið úr starfi strax eftir að hann vildi ekki gangast undir lyfjapróf.Þvertekur fyrir að nota ólögleg efni Eftir atvikið á Íslandsmeistaramótinu í Digranesi í nóvember á síðasta ári var Hinrik Ingi settur í tveggja ára bann frá keppni og æfingum í íslenskum crossfitstöðvum. Í fjölmiðlum hefur Hinrik þvertekið fyrir að nota ólögleg efni og boðist til að fara í lyfjapróf. Hann hafi ekkert að fela.
CrossFit Tengdar fréttir Hinrik Ingi: Ég er til í að fara í lyfjapróf "Ég hef ekkert að fela. Ég fór ekki í lyfjaprófið því mér fannst vera brotið á mér. Mér fannst þetta vera ófagmannlega gert og asnalegt,“ segir Hinrik Ingi Óskarsson sem í gær varð Íslandsmeistari í CrossFit en síðan sviptur gullverðlaunum og settur í tveggja ára bann af því hann neitaði að fara í lyfjapróf. 28. nóvember 2016 15:03 Íslandsmótið í CrossFit: Neitaði að fara í lyfjapróf, hótaði starfsmönnum en sæmdur gullverðlaunum Hinrik Ingi Óskarsson bar sigur úr býtum á Íslandsmeistaramótinu í Crossfit í dag. Óvíst er hvort hann haldi titlinum. 27. nóvember 2016 22:01 Óvænt bréf setur dómstól ÍSÍ í erfiða stöðu í umtöluðu lyfjamáli Lyfjaeftirlitið hefur til skoðunar mál Hinriks Inga Óskarssonar sem neitaði að gangast undir lyfjapróf á Íslandsmeistaramótinu í Crossfit í desember. 12. mars 2017 09:00 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Sjá meira
Hinrik Ingi: Ég er til í að fara í lyfjapróf "Ég hef ekkert að fela. Ég fór ekki í lyfjaprófið því mér fannst vera brotið á mér. Mér fannst þetta vera ófagmannlega gert og asnalegt,“ segir Hinrik Ingi Óskarsson sem í gær varð Íslandsmeistari í CrossFit en síðan sviptur gullverðlaunum og settur í tveggja ára bann af því hann neitaði að fara í lyfjapróf. 28. nóvember 2016 15:03
Íslandsmótið í CrossFit: Neitaði að fara í lyfjapróf, hótaði starfsmönnum en sæmdur gullverðlaunum Hinrik Ingi Óskarsson bar sigur úr býtum á Íslandsmeistaramótinu í Crossfit í dag. Óvíst er hvort hann haldi titlinum. 27. nóvember 2016 22:01
Óvænt bréf setur dómstól ÍSÍ í erfiða stöðu í umtöluðu lyfjamáli Lyfjaeftirlitið hefur til skoðunar mál Hinriks Inga Óskarssonar sem neitaði að gangast undir lyfjapróf á Íslandsmeistaramótinu í Crossfit í desember. 12. mars 2017 09:00