Kvennakór Reykjavíkur syngur inn sumarið í kvöld Guðný Hrönn skrifar 18. maí 2017 09:15 Kvennakór Reykjavíkur heldur uppi stuðinu í Guðríðarkirkju í kvöld. Kvennakór Reykjavíkur ætlar að syngja inn sumarið í kvöld með tónleikum þar sem fjölbreytt tónlist verður tekin fyrir. Meðal þess er nýtt lag eftir tónskáldið Halldór Smárason. Við fögnum vori og íslenskri sumarblíðu með tónlist í takti við veður. Fjölbreytt, heillandi, sefandi en umfram allt lífleg og fjörleg,“ segir Svanhildur Sverrisdóttir, ein meðlima Kvennakórs Reykjavíkur um sumartónleikana sem kórinn heldur í kvöld.„Við munum taka allt frá þekktum dægurlögum Abba, Bítlanna, Lennons og Queen til ungverskra þjóðlaga og svo laga með ryþma-klappi þar sem sannarlega reynir á samhæfni, húmor og danshæfileika. Einnig flytjum við gullfallegt nýtt lag eftir Halldór Smárason við ljóð Haralds Stígssonar, Minningarbrot, sem frumflutt var um síðustu helgi á landsmóti íslenskra kvennakóra á Ísafirði.“ Lögin eru valin af kórstjóranum Ágotu Joó. „Hún hikar ekki við að fara ótroðnar slóðir og takast á við frumlegar og krefjandi útsetningar. Um undirleik sjá svo Birgir Bragason á bassa, Erik Robert Qvick á slagverk og Vilberg Viggósson á píanó. “ „Við munum dusta rykið af óborganlegu skúringanúmeri,“ segir Svanhildur. Spurð nánar út í hvað það þýðir segir hún: „Hið óborganlega skúringanúmer er flutningur á laginu Three ways to vacuum your house eftir Stephen Hatfield og fjallar um duglegar húsmæður sem sannarlega standa sig í stykkinu við heimilisþrifin en rasa svo út inn á milli. Kórinn býður tónleikagestum þar upp á tilþrif hvað varðar spor og hreyfingar og jafnvel búninga,“ útskýrir Svanhildur sem lofar góðri skemmtun. „Kvennakór Reykjavíkur hefur unnið til verðlauna fyrir framúrskarandi flutning á fjölbreyttri tónlist. Hann æfir af miklum metnaði og tekst á við fjölþjóðlega tónlist á ýmsum tungumálum,“ bætir hún við að lokum. Þess má geta að tónleikarnir eru haldnir í Guðríðarkirkju og hefjast klukkan 20.00. Miðaverð er 3.000 krónur í forsölu en 3.500 krónur við innganginn.Athugið að í Fréttablaðinu í dag var sagt frá því að tónleikarnir væru á morgun en hið rétta er að þeir eru í kvöld. Tónlist Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Sjá meira
Kvennakór Reykjavíkur ætlar að syngja inn sumarið í kvöld með tónleikum þar sem fjölbreytt tónlist verður tekin fyrir. Meðal þess er nýtt lag eftir tónskáldið Halldór Smárason. Við fögnum vori og íslenskri sumarblíðu með tónlist í takti við veður. Fjölbreytt, heillandi, sefandi en umfram allt lífleg og fjörleg,“ segir Svanhildur Sverrisdóttir, ein meðlima Kvennakórs Reykjavíkur um sumartónleikana sem kórinn heldur í kvöld.„Við munum taka allt frá þekktum dægurlögum Abba, Bítlanna, Lennons og Queen til ungverskra þjóðlaga og svo laga með ryþma-klappi þar sem sannarlega reynir á samhæfni, húmor og danshæfileika. Einnig flytjum við gullfallegt nýtt lag eftir Halldór Smárason við ljóð Haralds Stígssonar, Minningarbrot, sem frumflutt var um síðustu helgi á landsmóti íslenskra kvennakóra á Ísafirði.“ Lögin eru valin af kórstjóranum Ágotu Joó. „Hún hikar ekki við að fara ótroðnar slóðir og takast á við frumlegar og krefjandi útsetningar. Um undirleik sjá svo Birgir Bragason á bassa, Erik Robert Qvick á slagverk og Vilberg Viggósson á píanó. “ „Við munum dusta rykið af óborganlegu skúringanúmeri,“ segir Svanhildur. Spurð nánar út í hvað það þýðir segir hún: „Hið óborganlega skúringanúmer er flutningur á laginu Three ways to vacuum your house eftir Stephen Hatfield og fjallar um duglegar húsmæður sem sannarlega standa sig í stykkinu við heimilisþrifin en rasa svo út inn á milli. Kórinn býður tónleikagestum þar upp á tilþrif hvað varðar spor og hreyfingar og jafnvel búninga,“ útskýrir Svanhildur sem lofar góðri skemmtun. „Kvennakór Reykjavíkur hefur unnið til verðlauna fyrir framúrskarandi flutning á fjölbreyttri tónlist. Hann æfir af miklum metnaði og tekst á við fjölþjóðlega tónlist á ýmsum tungumálum,“ bætir hún við að lokum. Þess má geta að tónleikarnir eru haldnir í Guðríðarkirkju og hefjast klukkan 20.00. Miðaverð er 3.000 krónur í forsölu en 3.500 krónur við innganginn.Athugið að í Fréttablaðinu í dag var sagt frá því að tónleikarnir væru á morgun en hið rétta er að þeir eru í kvöld.
Tónlist Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Sjá meira