Milos: Breiðablik er spennandi félag Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. maí 2017 20:06 Milos var í tæpan áratug hjá Víkingi. vísir/ernir „Það er leiðinleg niðurstaða að fara frá félagi sem maður hefur verið hjá í níu og hálft ár. En svona er fótboltinn og þetta starf. Einhvern tímann þurfa leiðir að skilja þótt þetta hafi ekki verið besti tíminn,“ sagði Milos Milojevic í samtali við Vísi.Milos hætti óvænt sem þjálfari Víkings í dag. Í fréttatilkynningu sem Víkingur sendi frá sér segir að ástæða starfslokanna hafi verið skoðanaágreiningur sem reyndist óyfirstíganlegur. „Ég er mikill prinsippmaður og vil að allir vinni sína vinnu og í sínum vinnuramma. Ef það gengur ekki upp er ég tilbúinn í einhverja svona fimleika,“ sagði Milos. En í hverju fólst þessi ágreiningur nákvæmlega? „Þegar ég var fyrst ráðinn aðstoðarþjálfari með Óla Þórðar var ákveðin stefna sem ég vann eftir. Ég er svo kröfuharður við sjálfan mig og alla hina. Þetta er flott félag en allir í þjálfarateyminu eiga að vita sína vinnu og hvernig þeir eiga að hegða sér í leikjum og gagnvart dómurum og öllum,“ sagði Milos. „Ef það er ekki þannig er ég ekki sáttur. Ef stjórnin er ekki tilbúin að taka á málum þarf ég því miður að hætta. Þetta voru margir litlir hlutir sem mér leist ekki alveg á.“ Milos var lengi hjá Víkingi, bæði sem leikmaður og síðan þjálfari. Hann tók við sem aðalþjálfari um mitt sumar 2015 og undir hans stjórn endaði Víkingur í 7. sæti Pepsi-deildarinnar í fyrra. Víkingar fengu 32 stig sem er það mesta liðið hefur fengið í 12 liða deild. „Ég er mjög stoltur af því sem ég gerði hjá Víkingi. Ég var yngri flokka þjálfari, yfirþjálfari, afreksþjálfari, aðstoðarþjálfari og aðalþjálfari. Það var fleira jákvætt en neikvætt og við tókum skrefið og festum Víking í efstu deild,“ sagði Milos. Hann vill halda áfram að þjálfa og segist opinn fyrir öllu, bæði hér á landi sem og erlendis. „Ég er opinn fyrir öllu. En öll liðin eru með þjálfara fyrir utan okkur og Blika og þeir eru í góðum höndum hjá sínu þjálfarateymi. Ég er ekki maður sem sækist eftir starfi en ef einhver hringir í mig er ég opinn. Ég er þjálfari og stefni að því vera þjálfari, hvort sem það er á Íslandi eða erlendis. Það kemur í ljós,“ sagði Milos. Hann hefur m.a. verið orðaður við þjálfarastöðuna hjá Breiðabliki sem rak Arnar Grétarsson í síðustu viku. En hefur Milos áhuga á að taka við Blikum? „Að því að ég er mjög hreinskilinn maður og er ekkert að ljúga þegar ég segi að þetta er spennandi félag. En ég hef ekki heyrt í þeim eða talað við þá,“ sagði Milos að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri Víkings: Tökum stöðuna eftir Blikaleikinn Eins og fram kom á Vísi er Milos Milojevic hættur sem þjálfari Víkings R. 19. maí 2017 18:46 Milos hættur hjá Víkingi Milos Milojevic er hættur sem þjálfari Víkings R. í Pepsi-deild karla. 19. maí 2017 18:20 Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira
„Það er leiðinleg niðurstaða að fara frá félagi sem maður hefur verið hjá í níu og hálft ár. En svona er fótboltinn og þetta starf. Einhvern tímann þurfa leiðir að skilja þótt þetta hafi ekki verið besti tíminn,“ sagði Milos Milojevic í samtali við Vísi.Milos hætti óvænt sem þjálfari Víkings í dag. Í fréttatilkynningu sem Víkingur sendi frá sér segir að ástæða starfslokanna hafi verið skoðanaágreiningur sem reyndist óyfirstíganlegur. „Ég er mikill prinsippmaður og vil að allir vinni sína vinnu og í sínum vinnuramma. Ef það gengur ekki upp er ég tilbúinn í einhverja svona fimleika,“ sagði Milos. En í hverju fólst þessi ágreiningur nákvæmlega? „Þegar ég var fyrst ráðinn aðstoðarþjálfari með Óla Þórðar var ákveðin stefna sem ég vann eftir. Ég er svo kröfuharður við sjálfan mig og alla hina. Þetta er flott félag en allir í þjálfarateyminu eiga að vita sína vinnu og hvernig þeir eiga að hegða sér í leikjum og gagnvart dómurum og öllum,“ sagði Milos. „Ef það er ekki þannig er ég ekki sáttur. Ef stjórnin er ekki tilbúin að taka á málum þarf ég því miður að hætta. Þetta voru margir litlir hlutir sem mér leist ekki alveg á.“ Milos var lengi hjá Víkingi, bæði sem leikmaður og síðan þjálfari. Hann tók við sem aðalþjálfari um mitt sumar 2015 og undir hans stjórn endaði Víkingur í 7. sæti Pepsi-deildarinnar í fyrra. Víkingar fengu 32 stig sem er það mesta liðið hefur fengið í 12 liða deild. „Ég er mjög stoltur af því sem ég gerði hjá Víkingi. Ég var yngri flokka þjálfari, yfirþjálfari, afreksþjálfari, aðstoðarþjálfari og aðalþjálfari. Það var fleira jákvætt en neikvætt og við tókum skrefið og festum Víking í efstu deild,“ sagði Milos. Hann vill halda áfram að þjálfa og segist opinn fyrir öllu, bæði hér á landi sem og erlendis. „Ég er opinn fyrir öllu. En öll liðin eru með þjálfara fyrir utan okkur og Blika og þeir eru í góðum höndum hjá sínu þjálfarateymi. Ég er ekki maður sem sækist eftir starfi en ef einhver hringir í mig er ég opinn. Ég er þjálfari og stefni að því vera þjálfari, hvort sem það er á Íslandi eða erlendis. Það kemur í ljós,“ sagði Milos. Hann hefur m.a. verið orðaður við þjálfarastöðuna hjá Breiðabliki sem rak Arnar Grétarsson í síðustu viku. En hefur Milos áhuga á að taka við Blikum? „Að því að ég er mjög hreinskilinn maður og er ekkert að ljúga þegar ég segi að þetta er spennandi félag. En ég hef ekki heyrt í þeim eða talað við þá,“ sagði Milos að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri Víkings: Tökum stöðuna eftir Blikaleikinn Eins og fram kom á Vísi er Milos Milojevic hættur sem þjálfari Víkings R. 19. maí 2017 18:46 Milos hættur hjá Víkingi Milos Milojevic er hættur sem þjálfari Víkings R. í Pepsi-deild karla. 19. maí 2017 18:20 Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira
Framkvæmdastjóri Víkings: Tökum stöðuna eftir Blikaleikinn Eins og fram kom á Vísi er Milos Milojevic hættur sem þjálfari Víkings R. 19. maí 2017 18:46
Milos hættur hjá Víkingi Milos Milojevic er hættur sem þjálfari Víkings R. í Pepsi-deild karla. 19. maí 2017 18:20