Hvar er best að búa? „Þetta er algjör haugur“ Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 1. maí 2017 11:00 Hvað gerir kona sem er búin að skila fullri starfsævi og sér fram á að þurfa að lifa á takmörkuðum eftirlaunum út ævina? Margar í hennar sporum myndu sjálfsagt minnka við sig, fara jafnvel í nýja og litla blokkaríbúð. Steinunn Svavarsdóttir ákvað hins vegar á þessum tímamótum að kaupa sér illa farið einbýlishús á Lollandi. Án þess að hafa séð það. “Þetta er algjör haugur,” segir hún og biður okkur lengstra orða að mynda ekki baðherbergið. Sem við auðvitað gerðum samt. Steinunn er ein af þeim Íslendingum sem rætt er við í glænýrri þáttaröð Lóu Pind: “Hvar er best að búa?” Í þáttunum fer Lóa ásamt tökumanni til 6 landa og 7 borga í 3 heimsálfum að heimsækja íslenskar fjölskyldur sem ákváðu að slá til og prófa að búa í útlöndum. Fjórir þættir verða sýndir nú í maí en síðari hlutinn í haust. Í vor heimsækja þau hálfíslensk heimili snapchatdrottningar í Stuttgart, athafnakonu í Berlín, sjúkraþjálfara í Qatar og íslenskt par sem keypti gamlan skóla í Danmörku og eru að útbúa þar gistiheimili. Reynir (sonur Steinunnar) og Ríkey í ævintýralega skólahúsinu í Danmörku eru heimsótt í fyrsta þættinum sem er á dagskrá stöðvar 2 kl. 19:55 í kvöld. Umsjón og framleiðsla þáttanna er í höndum Lóu Pind Aldísardóttur, myndatökumenn eru Egill Aðalsteinsson og Friðrik Friðriksson, klippingu annast Ómar Daði Kristjánsson. Hvar er best að búa? Mest lesið Kim féll Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Sjá meira
Hvað gerir kona sem er búin að skila fullri starfsævi og sér fram á að þurfa að lifa á takmörkuðum eftirlaunum út ævina? Margar í hennar sporum myndu sjálfsagt minnka við sig, fara jafnvel í nýja og litla blokkaríbúð. Steinunn Svavarsdóttir ákvað hins vegar á þessum tímamótum að kaupa sér illa farið einbýlishús á Lollandi. Án þess að hafa séð það. “Þetta er algjör haugur,” segir hún og biður okkur lengstra orða að mynda ekki baðherbergið. Sem við auðvitað gerðum samt. Steinunn er ein af þeim Íslendingum sem rætt er við í glænýrri þáttaröð Lóu Pind: “Hvar er best að búa?” Í þáttunum fer Lóa ásamt tökumanni til 6 landa og 7 borga í 3 heimsálfum að heimsækja íslenskar fjölskyldur sem ákváðu að slá til og prófa að búa í útlöndum. Fjórir þættir verða sýndir nú í maí en síðari hlutinn í haust. Í vor heimsækja þau hálfíslensk heimili snapchatdrottningar í Stuttgart, athafnakonu í Berlín, sjúkraþjálfara í Qatar og íslenskt par sem keypti gamlan skóla í Danmörku og eru að útbúa þar gistiheimili. Reynir (sonur Steinunnar) og Ríkey í ævintýralega skólahúsinu í Danmörku eru heimsótt í fyrsta þættinum sem er á dagskrá stöðvar 2 kl. 19:55 í kvöld. Umsjón og framleiðsla þáttanna er í höndum Lóu Pind Aldísardóttur, myndatökumenn eru Egill Aðalsteinsson og Friðrik Friðriksson, klippingu annast Ómar Daði Kristjánsson.
Hvar er best að búa? Mest lesið Kim féll Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Sjá meira