Arnar: Hefði notað tíu skiptingar ef það mætti Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. maí 2017 19:19 Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks. vísir/ernir „Við vorum undir á öllum sviðum og sigur KA fyllilega sanngjarn. Hann hefði alveg getað orðið stærri. Það er erfitt að útskýra hvað gerðist en ég er fyrst og fremst svekktur með frammistöðuna. KA-menn voru grimmari og vildu þetta meira,“ sagði Arnar eftir leikinn í kvöld. „Maður hefði haldið að eftir að hafa verið í sex mánaða undirbúningstímabili og fá að spila á velli sem er í fínu ásigkomulagi að menn myndu koma dýrvitlausir út og selja sig dýrt. KA-menn gerðu það og uppskáru eftir því.“ Breiðablik endaði síðasta tímabil illa en Arnar hefur ekki áhyggjur af því að Blikar komi til leiks á nýju tímabili með það í farteskinu. „Nei, alls ekki. En ef menn ætla að spila svona þá verðum við í miklu basli - það er alveg ljóst. Ef baráttan er ekki til staðar þá skiptir engu máli hversu góður þú ert í fótbolta.“ Breiðablik endurnýjaði sóknarlínu sína fyrir tímabilið og allir þrír sóknarmennirnir sem voru fengnir byrjuðu leikinn í kvöld, en náðu sér ekki á strik. „Það vantaði meira þéttleika í allt liðið. Varnarleikurinn byrjar með fremsta manni og það er allt liðið sem þarf að hreyfa sig til að skapa færi. Það var mjög lítið um allt slíkt og maður gæti lengi talað um það. Þetta var bara stjörnuhrap - alveg skelfilegt og ljóst að við höfum verk að vinna.“ Andri Rafn Yeoman var tekinn af velli í síðari hálfleik en Arnar segir að það hafi ekki verið vegna meiðsla. „Hann var einn af mörgum sem var þungur allan leikinn. Hann skoraði vissulega markið en Andri var langt frá sínu besta. Ég hefði svo sem getað valið hvern sem er til að taka af velli - allir voru frekar slakir í leiknum. Ef maður hefði haft tíu skiptingar hefði maður nýtt þær.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - KA 1-3 | Draumabyrjun nýliða KA-manna KA-menn byrja Pepsi-deildina vel en liðið vann 3-1 sigur á Breiðbliki í Kópavoginum í kvöld. 1. maí 2017 19:30 Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira
„Við vorum undir á öllum sviðum og sigur KA fyllilega sanngjarn. Hann hefði alveg getað orðið stærri. Það er erfitt að útskýra hvað gerðist en ég er fyrst og fremst svekktur með frammistöðuna. KA-menn voru grimmari og vildu þetta meira,“ sagði Arnar eftir leikinn í kvöld. „Maður hefði haldið að eftir að hafa verið í sex mánaða undirbúningstímabili og fá að spila á velli sem er í fínu ásigkomulagi að menn myndu koma dýrvitlausir út og selja sig dýrt. KA-menn gerðu það og uppskáru eftir því.“ Breiðablik endaði síðasta tímabil illa en Arnar hefur ekki áhyggjur af því að Blikar komi til leiks á nýju tímabili með það í farteskinu. „Nei, alls ekki. En ef menn ætla að spila svona þá verðum við í miklu basli - það er alveg ljóst. Ef baráttan er ekki til staðar þá skiptir engu máli hversu góður þú ert í fótbolta.“ Breiðablik endurnýjaði sóknarlínu sína fyrir tímabilið og allir þrír sóknarmennirnir sem voru fengnir byrjuðu leikinn í kvöld, en náðu sér ekki á strik. „Það vantaði meira þéttleika í allt liðið. Varnarleikurinn byrjar með fremsta manni og það er allt liðið sem þarf að hreyfa sig til að skapa færi. Það var mjög lítið um allt slíkt og maður gæti lengi talað um það. Þetta var bara stjörnuhrap - alveg skelfilegt og ljóst að við höfum verk að vinna.“ Andri Rafn Yeoman var tekinn af velli í síðari hálfleik en Arnar segir að það hafi ekki verið vegna meiðsla. „Hann var einn af mörgum sem var þungur allan leikinn. Hann skoraði vissulega markið en Andri var langt frá sínu besta. Ég hefði svo sem getað valið hvern sem er til að taka af velli - allir voru frekar slakir í leiknum. Ef maður hefði haft tíu skiptingar hefði maður nýtt þær.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - KA 1-3 | Draumabyrjun nýliða KA-manna KA-menn byrja Pepsi-deildina vel en liðið vann 3-1 sigur á Breiðbliki í Kópavoginum í kvöld. 1. maí 2017 19:30 Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - KA 1-3 | Draumabyrjun nýliða KA-manna KA-menn byrja Pepsi-deildina vel en liðið vann 3-1 sigur á Breiðbliki í Kópavoginum í kvöld. 1. maí 2017 19:30