Fjórar stangir með 100 birtinga í Eldvatni Karl Lúðvíksson skrifar 2. maí 2017 10:00 Flottur sjóbirtingur úr Eldvatni. Mynd: Tomas Flytours FB Eldvatnið hefur á þessu vori komið svo sterkt til baka að það er varla hægt að tala um annað en endurkomu áratugarins hvað veiðisvæði varðar. Það eru ekki mörg ár síðan Eldvatnið var næstum því talið á mörkum þess að vera veiðandi sökum fiskleysis en síðan ástandið var sem verst hefur sannarlega lifnað vel yfir svæðinu og er það að þakka að vel hefur verið hlúð að svæðinu með ræktun og sleppiskyldu á fiski og það hefur skilað því að í tveimur fréttum sem við höfum fengið frá Eldvatni eru það samtals 154 sjóbirtingar veiddir á fjórar stangir í samtals fjóra daga og það er ljóst að það eru ekki mörg veiðisvæðin sem státa af álíka veiði en þeim fjölgar sem betur fer með betri umgengni við þá stofna sem þar veiðast. Það var hópur á vegum Icelandic Fly Tours sem voru við veiðar og samkvæmt ummfærslu á Facebook hjá þeim var mest um 50+ sm fiska, töluvert af 70+ fiskum og sá stærsti var 93 sm. Öllum fiski að sjálfsögðu sleppt aftur. Miðað við hvað vorveiðin á nokkrum svæðum fyrir austan er búin að vera góð má reikna með að haustið verði enn betra og nú þegar er eftirspurn eftir veiðileyfum á ákveðnum svæðum að snaraukast því það vilja allir taka þátt í þeirri veiðiveislu sem þar má vænta. Mest lesið Skutulsveiðar á eldislaxi eins og brandari Veiði Gamalt deilumál í deiglunni Veiði Sjaldan veiðst jafn margir stórlaxar í Laxá Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði Nýr 10 ára samningur um Laxá í Dölum Veiði Flott opnun í Affallinu og Þverá í Fljótshlíð Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Veiðitölur LV: Litlu árnar að gefa flotta veiði Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Ekki gleyma hinum "krakkavænu" ánum! Veiði
Eldvatnið hefur á þessu vori komið svo sterkt til baka að það er varla hægt að tala um annað en endurkomu áratugarins hvað veiðisvæði varðar. Það eru ekki mörg ár síðan Eldvatnið var næstum því talið á mörkum þess að vera veiðandi sökum fiskleysis en síðan ástandið var sem verst hefur sannarlega lifnað vel yfir svæðinu og er það að þakka að vel hefur verið hlúð að svæðinu með ræktun og sleppiskyldu á fiski og það hefur skilað því að í tveimur fréttum sem við höfum fengið frá Eldvatni eru það samtals 154 sjóbirtingar veiddir á fjórar stangir í samtals fjóra daga og það er ljóst að það eru ekki mörg veiðisvæðin sem státa af álíka veiði en þeim fjölgar sem betur fer með betri umgengni við þá stofna sem þar veiðast. Það var hópur á vegum Icelandic Fly Tours sem voru við veiðar og samkvæmt ummfærslu á Facebook hjá þeim var mest um 50+ sm fiska, töluvert af 70+ fiskum og sá stærsti var 93 sm. Öllum fiski að sjálfsögðu sleppt aftur. Miðað við hvað vorveiðin á nokkrum svæðum fyrir austan er búin að vera góð má reikna með að haustið verði enn betra og nú þegar er eftirspurn eftir veiðileyfum á ákveðnum svæðum að snaraukast því það vilja allir taka þátt í þeirri veiðiveislu sem þar má vænta.
Mest lesið Skutulsveiðar á eldislaxi eins og brandari Veiði Gamalt deilumál í deiglunni Veiði Sjaldan veiðst jafn margir stórlaxar í Laxá Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði Nýr 10 ára samningur um Laxá í Dölum Veiði Flott opnun í Affallinu og Þverá í Fljótshlíð Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Veiðitölur LV: Litlu árnar að gefa flotta veiði Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Ekki gleyma hinum "krakkavænu" ánum! Veiði