Blikar fengu að heyra það frá Óskari Hrafni: „Þeir bæta sig ekki neitt“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. maí 2017 11:45 Breiðablik fékk skell á móti nýliðum KA, 3-1, í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta í gærkvöldi en Blikarnir voru lakari aðilinn nánast allan leikinn og áttu ekkert skilið úr leiknum. Óskar Hrafn Þorvaldsson, sérfræðingur Pepsi-markanna, hafði ekkert gott um Blikana að segja eftir þessa daufu frammistöðu og lét þá heyra það í fyrsta markaþætti sumarsins sem var í opinni dagskrá Stöð 2 Sport HD í gærkvöldi. „Blikaliðið virkaði á mig, ef undan eru skildar síðustu tíu mínúturnar, nákvæmlega eins og það hefur virkað á mig í allan vetur og í síðustu umferðunum í fyrra. Það er andlaust, dauft og menn virðast hafa ekkert svakalega gaman að því sem menn eru að gera,“ sagði Óskar Hrafn og Logi Ólafsson bætti við: „Grundvöllurinn að því að vinna leiki er að gera það sem KA gerir í þessum leik. Þeir fara af alvöru inn í leikinn og í tæklingarnar og vilja vinna þær. Það er eins og Kópavogsmenn forðist það eins og heitan eldinn að lenda í návígum og sýna af sér einhverja hörku.“ Það lifnaði aðeins yfir leik Blikanna þegar Höskuldur Gunnlaugsson kom inn á sem varamaður en hann náði þó ekki að bjarga Kópavogsliðinu. „Höskuldur kom mjög sterkur inn. Ég get ekki fundið rökrétta skýringu á því að hafa Höskuld Gunnlaugsson á bekknum og Aron Bjarnason í byrjunarliðinu. Aron var nánast ekki þáttakandi í þessum leik,“ sagði Óskar Hrafn. „Blikar þurfa aðeins að fara að hugsa sinn gang. Ár eftir ár eftir ár mæta sömu mennirnir til leiks; Oliver Sigurjónsson, Andri Rafn Yeoman og Arnþór Ari núna á sínu þriðja tímabili og þeir eru alveg eins. Þeir eru ekki orðnir betri. Þeir bæta sig ekki neitt.“ „Af hverju eru menn sem eru komnir með miklu meiri reynslu en þeir voru með fyrir þremur árum orðnir betri? Af hverju eru þeir að gera sömu mistökin? Ég held að Blikarnir þurfi aðeins að skoða hvers vegna leikmennirnir þeirra eru ekki að bæta sig,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Böðvar er fyrsti Trabant Pepsi-deildarinnar í sumar: „Ég vona að hann hætti þessu bulli“ Hörður Magnússon og félagar í Pepsi-mörkunum ætla að bjóða upp á nýjan dagskrárlið í þættinum í sumar en þeir munu þá velja Trabant hverrar umferðar. Þetta kom í ljós í fyrsta Pepsi-markaþætti sumarsins í gærkvöldi. 2. maí 2017 10:15 Arnar: Hefði notað tíu skiptingar ef það mætti Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki sáttur við frammistöðu sinna manna eftir 3-1 tap fyrir KA í dag. 1. maí 2017 19:19 Sjáðu fyrsta þáttinn af Síðustu 20 Hörður Magnússon og Tómas Þór Þórðarson stýra nýjum þætti um Pepsi-deildina í fótbolta sem var frumsýndur í gærkvöldi. 2. maí 2017 10:45 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - KA 1-3 | Draumabyrjun nýliðanna KA-menn byrja Pepsi-deildina vel en liðið vann 3-1 sigur á Breiðbliki í Kópavoginum í kvöld. 1. maí 2017 19:30 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira
Breiðablik fékk skell á móti nýliðum KA, 3-1, í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta í gærkvöldi en Blikarnir voru lakari aðilinn nánast allan leikinn og áttu ekkert skilið úr leiknum. Óskar Hrafn Þorvaldsson, sérfræðingur Pepsi-markanna, hafði ekkert gott um Blikana að segja eftir þessa daufu frammistöðu og lét þá heyra það í fyrsta markaþætti sumarsins sem var í opinni dagskrá Stöð 2 Sport HD í gærkvöldi. „Blikaliðið virkaði á mig, ef undan eru skildar síðustu tíu mínúturnar, nákvæmlega eins og það hefur virkað á mig í allan vetur og í síðustu umferðunum í fyrra. Það er andlaust, dauft og menn virðast hafa ekkert svakalega gaman að því sem menn eru að gera,“ sagði Óskar Hrafn og Logi Ólafsson bætti við: „Grundvöllurinn að því að vinna leiki er að gera það sem KA gerir í þessum leik. Þeir fara af alvöru inn í leikinn og í tæklingarnar og vilja vinna þær. Það er eins og Kópavogsmenn forðist það eins og heitan eldinn að lenda í návígum og sýna af sér einhverja hörku.“ Það lifnaði aðeins yfir leik Blikanna þegar Höskuldur Gunnlaugsson kom inn á sem varamaður en hann náði þó ekki að bjarga Kópavogsliðinu. „Höskuldur kom mjög sterkur inn. Ég get ekki fundið rökrétta skýringu á því að hafa Höskuld Gunnlaugsson á bekknum og Aron Bjarnason í byrjunarliðinu. Aron var nánast ekki þáttakandi í þessum leik,“ sagði Óskar Hrafn. „Blikar þurfa aðeins að fara að hugsa sinn gang. Ár eftir ár eftir ár mæta sömu mennirnir til leiks; Oliver Sigurjónsson, Andri Rafn Yeoman og Arnþór Ari núna á sínu þriðja tímabili og þeir eru alveg eins. Þeir eru ekki orðnir betri. Þeir bæta sig ekki neitt.“ „Af hverju eru menn sem eru komnir með miklu meiri reynslu en þeir voru með fyrir þremur árum orðnir betri? Af hverju eru þeir að gera sömu mistökin? Ég held að Blikarnir þurfi aðeins að skoða hvers vegna leikmennirnir þeirra eru ekki að bæta sig,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Böðvar er fyrsti Trabant Pepsi-deildarinnar í sumar: „Ég vona að hann hætti þessu bulli“ Hörður Magnússon og félagar í Pepsi-mörkunum ætla að bjóða upp á nýjan dagskrárlið í þættinum í sumar en þeir munu þá velja Trabant hverrar umferðar. Þetta kom í ljós í fyrsta Pepsi-markaþætti sumarsins í gærkvöldi. 2. maí 2017 10:15 Arnar: Hefði notað tíu skiptingar ef það mætti Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki sáttur við frammistöðu sinna manna eftir 3-1 tap fyrir KA í dag. 1. maí 2017 19:19 Sjáðu fyrsta þáttinn af Síðustu 20 Hörður Magnússon og Tómas Þór Þórðarson stýra nýjum þætti um Pepsi-deildina í fótbolta sem var frumsýndur í gærkvöldi. 2. maí 2017 10:45 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - KA 1-3 | Draumabyrjun nýliðanna KA-menn byrja Pepsi-deildina vel en liðið vann 3-1 sigur á Breiðbliki í Kópavoginum í kvöld. 1. maí 2017 19:30 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira
Böðvar er fyrsti Trabant Pepsi-deildarinnar í sumar: „Ég vona að hann hætti þessu bulli“ Hörður Magnússon og félagar í Pepsi-mörkunum ætla að bjóða upp á nýjan dagskrárlið í þættinum í sumar en þeir munu þá velja Trabant hverrar umferðar. Þetta kom í ljós í fyrsta Pepsi-markaþætti sumarsins í gærkvöldi. 2. maí 2017 10:15
Arnar: Hefði notað tíu skiptingar ef það mætti Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki sáttur við frammistöðu sinna manna eftir 3-1 tap fyrir KA í dag. 1. maí 2017 19:19
Sjáðu fyrsta þáttinn af Síðustu 20 Hörður Magnússon og Tómas Þór Þórðarson stýra nýjum þætti um Pepsi-deildina í fótbolta sem var frumsýndur í gærkvöldi. 2. maí 2017 10:45
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - KA 1-3 | Draumabyrjun nýliðanna KA-menn byrja Pepsi-deildina vel en liðið vann 3-1 sigur á Breiðbliki í Kópavoginum í kvöld. 1. maí 2017 19:30