Þór/KA stelpurnar urðu Íslandsmeistarar þegar þær byrjuðu síðast svona vel Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. maí 2017 16:00 Þór/KA fagnar Íslandsmeistaratitli sínum 2012. Vísir/Auðunn Stelpurnar í Þór/KA hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í Pepsi-deild kvenna en Akureyrarliðið vann 1-0 sigur á Breiðabliki í Boganum í gær. Þór/KA-liðið hafði áður unnið 1-0 sigur á meistaraefnunum í Val en sá leikur fór einnig fram í Boganum. Þór/KA hefur aðeins einu sinni áður verið með fullt hús stig eftir tvær umferðir og það var einmitt sumarið þegar liðið vann Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta og eina skiptið árið 2012. Þjálfarinn Halldór Jón Sigurðsson tók við Þór/KA-liðinu í vetur af Jóhanni Kristni Gunnarssyni en Jóhann gerði Þór/KA einmitt að Íslandsmeisturum fyrir fimm árum síðan. Þór/KA var þá spáð fimmta sætinu en vann Stjörnuna (spáð 2. sæti) og KR (spáð 8. sæti) í fyrstu tveimur leikjum sínum. Þór/KA-liðinu var spáð 4. sæti fyrir þetta tímabil en liðin sem liðið hefur lagt af velli voru einmitt í tveimur efstu sætunum í spánni; Val var spáð titlinum og Breiðabliki 2. sætinu. Halldór Jón gat ekki óskað sér betri byrjun með liðið en hann lætur Þór/KA stelpur spila Conte-kerfið með þriggja manna vörn og sókndjarfa vængbakverði. Það er að koma vel út í byrjun móts. Uppskriftin hefur verið svipuð í báðum leikjum þar sem sigurmarkið hefur komið í upphafi leiks (9. og 10. mínútu). Sandra Stephany hefur verið konan á bak við þau bæði, skoraði sjálf sigurmarkið á móti Val en lagði upp sigurmarkið á móti Blikum fyrir Huldu Ósk Jónsdóttur. Áfallið að missa Söndru Maríu Jessen í krossbandaslit í landsliðsverkefni var örugglega mikið en árangur liðsins í fyrstu tveimur umferðunum en þeim mun merkilegri fyrir vikið. Þetta er aðeins í annað skiptið sem Þór/KA vinnur tvo fyrstu leiki sína en þetta er aftur á móti í fyrsta sinn sem liðið heldur hreinu í fyrstu tveimur leikjum sínum. Þar eiga markvörðurinn Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir og miðvörðurinn Bianca Elissa Sierra mikið hrós skilið en þær gengu báðar til liðs við Þór/KA-liðið í vetur. Fyrirliðinn Lillý Rut Hlynsdóttir stígur heldur ekki feilspor í miðju varnarinnar með Biöncu sér við hlið.Fyrstu tveir leikir Þór/KA á Íslandsmótinu frá 2000 til 2017:2000: 0 stig, -6 (0-6) 3-0 tap fyrir Val (heima) 3-0 tap fyrir Stjörnunni (heima)Liðið lék undir merkjum Þór/KA/KS frá 2001 til 20052006: 3 stig, -3 (4-7) 4-1 sigur á FH (heima) 6-0 tap fyrir Val (úti)2007: 0 stig, -8 (2-10) 7-0 tap fyrir Keflavík (úti) 3-2 tap fyrir Breiðabliki (heima)2008: 0 stig, -5 (3-8) 5-1 tap fyrir Val (úti) 3-2 tap fyrir KTR (heima)2009: 3 stig, +6 (12-6) 6-1 tap fyrir Breiðabliki (úti) 11-0 sigur á ÍR (heima)2010: 4 stig, +2 (5-3) 2-2 jafntefli við Grindavík (úti) 3-1 sigur á Breiðabliki (heima)2011: 3 stig, -4 (2-6) 5-0 tap fyrir ÍBV (heima) 2-1 sigur á Grindavík (úti)2012: 6 stig, +3 (4-1) 3-1 sigur á Stjörnunni (heima) 1-0 sigur á KR (úti)2013: 1 stig, -1 (2-3) 1-1 jafntefli við FH (heima) 2-1 tap fyrir Stjörnunni (heima)2014: 4 stig, +1 (4-3) 1-1 jafntefli við Val (heima) 3-2 sigur á Selfossi (úti)2015: 4 stig, +3 (4-1) 1-1 jafntefli við ÍBV (heima) 3-0 sigur á Þrótti (úti)2016: 3 stig, 0 (4-4) 4-0 tap fyrir Stjörnunni (úti) 4-0 sigur á ÍA (heima)2017: 6 stig, +2 (2-0) 1-0 sigur á Val (heima) 1-0 sigur á Breiðabliki (heima)Besti árangur Þór/KA í fyrstu tveimur leikjunum: 6 stig - 2012 (+3)6 stig - 2017 (+2) 4 stig - 2015 (+3) 4 stig - 2010 (+2) 4 stig - 2014 (+1) 3 stig - 2009 (+6) 3 stig - 2016 (0) 3 stig - 2006 (-3) 3 stig - 2011 (-4)Fæst mörk fengin á sig hjá Þór/KA í fyrstu tveimur leikjunum:0 - 2017 1 - 2012 1 - 2015 3 - 2010 3 - 2013 3 - 2014 Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Sjá meira
Stelpurnar í Þór/KA hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í Pepsi-deild kvenna en Akureyrarliðið vann 1-0 sigur á Breiðabliki í Boganum í gær. Þór/KA-liðið hafði áður unnið 1-0 sigur á meistaraefnunum í Val en sá leikur fór einnig fram í Boganum. Þór/KA hefur aðeins einu sinni áður verið með fullt hús stig eftir tvær umferðir og það var einmitt sumarið þegar liðið vann Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta og eina skiptið árið 2012. Þjálfarinn Halldór Jón Sigurðsson tók við Þór/KA-liðinu í vetur af Jóhanni Kristni Gunnarssyni en Jóhann gerði Þór/KA einmitt að Íslandsmeisturum fyrir fimm árum síðan. Þór/KA var þá spáð fimmta sætinu en vann Stjörnuna (spáð 2. sæti) og KR (spáð 8. sæti) í fyrstu tveimur leikjum sínum. Þór/KA-liðinu var spáð 4. sæti fyrir þetta tímabil en liðin sem liðið hefur lagt af velli voru einmitt í tveimur efstu sætunum í spánni; Val var spáð titlinum og Breiðabliki 2. sætinu. Halldór Jón gat ekki óskað sér betri byrjun með liðið en hann lætur Þór/KA stelpur spila Conte-kerfið með þriggja manna vörn og sókndjarfa vængbakverði. Það er að koma vel út í byrjun móts. Uppskriftin hefur verið svipuð í báðum leikjum þar sem sigurmarkið hefur komið í upphafi leiks (9. og 10. mínútu). Sandra Stephany hefur verið konan á bak við þau bæði, skoraði sjálf sigurmarkið á móti Val en lagði upp sigurmarkið á móti Blikum fyrir Huldu Ósk Jónsdóttur. Áfallið að missa Söndru Maríu Jessen í krossbandaslit í landsliðsverkefni var örugglega mikið en árangur liðsins í fyrstu tveimur umferðunum en þeim mun merkilegri fyrir vikið. Þetta er aðeins í annað skiptið sem Þór/KA vinnur tvo fyrstu leiki sína en þetta er aftur á móti í fyrsta sinn sem liðið heldur hreinu í fyrstu tveimur leikjum sínum. Þar eiga markvörðurinn Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir og miðvörðurinn Bianca Elissa Sierra mikið hrós skilið en þær gengu báðar til liðs við Þór/KA-liðið í vetur. Fyrirliðinn Lillý Rut Hlynsdóttir stígur heldur ekki feilspor í miðju varnarinnar með Biöncu sér við hlið.Fyrstu tveir leikir Þór/KA á Íslandsmótinu frá 2000 til 2017:2000: 0 stig, -6 (0-6) 3-0 tap fyrir Val (heima) 3-0 tap fyrir Stjörnunni (heima)Liðið lék undir merkjum Þór/KA/KS frá 2001 til 20052006: 3 stig, -3 (4-7) 4-1 sigur á FH (heima) 6-0 tap fyrir Val (úti)2007: 0 stig, -8 (2-10) 7-0 tap fyrir Keflavík (úti) 3-2 tap fyrir Breiðabliki (heima)2008: 0 stig, -5 (3-8) 5-1 tap fyrir Val (úti) 3-2 tap fyrir KTR (heima)2009: 3 stig, +6 (12-6) 6-1 tap fyrir Breiðabliki (úti) 11-0 sigur á ÍR (heima)2010: 4 stig, +2 (5-3) 2-2 jafntefli við Grindavík (úti) 3-1 sigur á Breiðabliki (heima)2011: 3 stig, -4 (2-6) 5-0 tap fyrir ÍBV (heima) 2-1 sigur á Grindavík (úti)2012: 6 stig, +3 (4-1) 3-1 sigur á Stjörnunni (heima) 1-0 sigur á KR (úti)2013: 1 stig, -1 (2-3) 1-1 jafntefli við FH (heima) 2-1 tap fyrir Stjörnunni (heima)2014: 4 stig, +1 (4-3) 1-1 jafntefli við Val (heima) 3-2 sigur á Selfossi (úti)2015: 4 stig, +3 (4-1) 1-1 jafntefli við ÍBV (heima) 3-0 sigur á Þrótti (úti)2016: 3 stig, 0 (4-4) 4-0 tap fyrir Stjörnunni (úti) 4-0 sigur á ÍA (heima)2017: 6 stig, +2 (2-0) 1-0 sigur á Val (heima) 1-0 sigur á Breiðabliki (heima)Besti árangur Þór/KA í fyrstu tveimur leikjunum: 6 stig - 2012 (+3)6 stig - 2017 (+2) 4 stig - 2015 (+3) 4 stig - 2010 (+2) 4 stig - 2014 (+1) 3 stig - 2009 (+6) 3 stig - 2016 (0) 3 stig - 2006 (-3) 3 stig - 2011 (-4)Fæst mörk fengin á sig hjá Þór/KA í fyrstu tveimur leikjunum:0 - 2017 1 - 2012 1 - 2015 3 - 2010 3 - 2013 3 - 2014
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti