Hjónum með tvö ung börn vísað frá borði og hótað fangelsisvist Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 5. maí 2017 10:22 Í myndbandinu sést Brian reyna að ræða við starfsfólk en án árangurs. Skjáskot Karlmaður frá Suður-Kaliforníu segir að hann og fjölskylda sín hafi verið rekin úr flugvél flugvélagsins Delta eftir að þau neituðu að gefa eftir sæti sem tveggja ára sonur þeirra var í, en sætið hafði upprunalega verið keypt fyrir son þeirra á unglingsaldri. Brian og Brittany Schear voru í næturflugi frá Maui á Hawaii til Los Angeles í Kaliforníu þegar þau lentu í rifrildi við starfsmenn flugfélagsins sem sögðu að þau yrðu að láta sætið af hendi fyrir einhvern annan. „Ég borgaði fyrir sætið,“ heyrist Schear segja við starfsmenn í myndbandi sem hann birti sjálfur á YouTube síðu sinni. Þar útskýrir hann að hann hafi upprunalega keypt sætið fyrir 18 ára son sinn en hafi sent unglinginn fyrr heim með öðru flugi svo að yngri sonurinn hefði sæti um borð í vélinni. „Þetta er næturflug. Hann mun ekki sofa nema hann sé í bílstólnum sínum. Annars þyrfti hann að sitja í fanginu á konunni minni, myndi skríða út um allt og það er ekki öruggt.“ Auk þess tveggja ára voru hjónin með annað barn sitt meðferðis sem er eins árs. Í myndbandinu sést öryggisvörður vara hjónin við því að ef þau verði ekki að óskum flugfélagsins yrði þeim vísað frá borði og þá handtekin. Ástæðan fyrir brottvísuninni var sú að miðinn fyrir sætinu hafði verið skráður á nafn þess 18 ára en ekki þess tveggja ára.Atvikið átti sér stað þann 23. apríl síðastliðinn en komst í fréttir eftir að Brian Schear deildi sjálfur myndbandi af því á YouTube á miðvikudag. Myndbandið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.Sögðu börnin öruggari í fangi foreldra Seinna í myndbandinu sést annar öryggisvörður segja að samkvæmt Flugmálastjórn Bandaríkjanna mætti sonurinn ekki vera sjálfur í sæti í flugi og þyrfti að sitja hjá foreldri. Reyndi Schear að útskýra að í flugi fjölskyldunnar til Hawaii hefði barnið verið í bílstól. Raunar hafði öryggisvörðurinn rangt fyrir sér. Flugmálastjórn Bandaríkjanna segir að viðurkenndir bílstólar séu öruggastir fyrir ung börn í flugi. Ástæðan er sú að foreldrar geti ekki tryggt öryggi barnanna með handafli ef veruleg ókyrrð skapast í flugi. Á vefsíðu sinni hvetur Delta farþega sína meira að segja til að tryggja öryggi barna í flugi með því að hafa þau í þartilgerðum bílstólum. Að lokum spurði maðurinn hvort þau mættu vera áfram ef barnið sæti í kjöltu foreldris en allt kom fyrir ekki og var þeim vísað frá borði. Boðið að fá endurgreitt Delta hefur beðist afsökunar á uppákomunni. „Við biðjumst velvirðingar á þeirri óheppilegu reynslu sem viðskiptavinir okkar urðu fyrir hjá Delta, við höfum haft samband við þau og boðist til að endurgreiða þeim ferðakostnað og umframkostnað. Markmið Delta er að vinna alltaf með viðskiptavinum og komast að sameiginlegri niðurstöðu þegar upp koma vandamál. Það gerðist ekki í þessu tilfelli og við biðjumst afsökunar,“ segir í yfirlýsingu frá flugfélaginu. Töluvert hefur verið um fréttir af hrakförum flugfarþega undanfarnar vikur. Þar hefur hæst borið mál læknisins David Dao sem var dreginn með valdi úr vél United Airlines eftir að í ljós kom að vélin var yfirbókuð. Fréttir af flugi Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Sjá meira
Karlmaður frá Suður-Kaliforníu segir að hann og fjölskylda sín hafi verið rekin úr flugvél flugvélagsins Delta eftir að þau neituðu að gefa eftir sæti sem tveggja ára sonur þeirra var í, en sætið hafði upprunalega verið keypt fyrir son þeirra á unglingsaldri. Brian og Brittany Schear voru í næturflugi frá Maui á Hawaii til Los Angeles í Kaliforníu þegar þau lentu í rifrildi við starfsmenn flugfélagsins sem sögðu að þau yrðu að láta sætið af hendi fyrir einhvern annan. „Ég borgaði fyrir sætið,“ heyrist Schear segja við starfsmenn í myndbandi sem hann birti sjálfur á YouTube síðu sinni. Þar útskýrir hann að hann hafi upprunalega keypt sætið fyrir 18 ára son sinn en hafi sent unglinginn fyrr heim með öðru flugi svo að yngri sonurinn hefði sæti um borð í vélinni. „Þetta er næturflug. Hann mun ekki sofa nema hann sé í bílstólnum sínum. Annars þyrfti hann að sitja í fanginu á konunni minni, myndi skríða út um allt og það er ekki öruggt.“ Auk þess tveggja ára voru hjónin með annað barn sitt meðferðis sem er eins árs. Í myndbandinu sést öryggisvörður vara hjónin við því að ef þau verði ekki að óskum flugfélagsins yrði þeim vísað frá borði og þá handtekin. Ástæðan fyrir brottvísuninni var sú að miðinn fyrir sætinu hafði verið skráður á nafn þess 18 ára en ekki þess tveggja ára.Atvikið átti sér stað þann 23. apríl síðastliðinn en komst í fréttir eftir að Brian Schear deildi sjálfur myndbandi af því á YouTube á miðvikudag. Myndbandið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.Sögðu börnin öruggari í fangi foreldra Seinna í myndbandinu sést annar öryggisvörður segja að samkvæmt Flugmálastjórn Bandaríkjanna mætti sonurinn ekki vera sjálfur í sæti í flugi og þyrfti að sitja hjá foreldri. Reyndi Schear að útskýra að í flugi fjölskyldunnar til Hawaii hefði barnið verið í bílstól. Raunar hafði öryggisvörðurinn rangt fyrir sér. Flugmálastjórn Bandaríkjanna segir að viðurkenndir bílstólar séu öruggastir fyrir ung börn í flugi. Ástæðan er sú að foreldrar geti ekki tryggt öryggi barnanna með handafli ef veruleg ókyrrð skapast í flugi. Á vefsíðu sinni hvetur Delta farþega sína meira að segja til að tryggja öryggi barna í flugi með því að hafa þau í þartilgerðum bílstólum. Að lokum spurði maðurinn hvort þau mættu vera áfram ef barnið sæti í kjöltu foreldris en allt kom fyrir ekki og var þeim vísað frá borði. Boðið að fá endurgreitt Delta hefur beðist afsökunar á uppákomunni. „Við biðjumst velvirðingar á þeirri óheppilegu reynslu sem viðskiptavinir okkar urðu fyrir hjá Delta, við höfum haft samband við þau og boðist til að endurgreiða þeim ferðakostnað og umframkostnað. Markmið Delta er að vinna alltaf með viðskiptavinum og komast að sameiginlegri niðurstöðu þegar upp koma vandamál. Það gerðist ekki í þessu tilfelli og við biðjumst afsökunar,“ segir í yfirlýsingu frá flugfélaginu. Töluvert hefur verið um fréttir af hrakförum flugfarþega undanfarnar vikur. Þar hefur hæst borið mál læknisins David Dao sem var dreginn með valdi úr vél United Airlines eftir að í ljós kom að vélin var yfirbókuð.
Fréttir af flugi Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Sjá meira