Sala Apple-snjallúra eykst Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 6. maí 2017 07:00 Apple seldi 3,5 milljónir snjallúra á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Er það aukning um 59 prósent frá síðasta ári þegar 2,2 milljónir snjallúra fyrirtækisins seldust. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Strategy Analytics sem Engadget greindi frá í gær. Hreppti Apple þar með fyrsta sætið af Fitbit sem seldi flest snjallúr á sama tímabili í fyrra. Seldi Fitbit nú 2,9 milljónir snjallúra en 4,5 milljónir í fyrra. Varð þessi samdráttur ekki einungis til þess að Apple stökk upp fyrir Fitbit heldur gerði kínverski framleiðandinn Xiaomi slíkt hið sama. Neil Mawston, einn rannsakenda Strategy Analytics, sagði í samtali við Engadget að snjallúr Apple seljist nú vel vegna öflugrar auglýsingaherferðar og stílhreins útlits. Þá sé einnig auðvelt að nálgast þau. Útskýrði hann samdráttinn hjá Fitbit með því að fjölgun hefði verið á framleiðendum íþróttasnjallúra. Hefur samdráttur sölu hjá Fitbit orðið til þess að 110 var sagt upp hjá fyrirtækini í janúar, alls sex prósent starfsmanna. Yahoo Finance birti í upphafi mánaðar myndir sem sagðar eru vera af væntanlegu nýju snjallúri Fitbit. Herma heimildir Yahoo að GPS-móttakari, púlsmælir og einstaklega bjartur skjár séu á meðal fídusa úrsins. Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Apple seldi 3,5 milljónir snjallúra á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Er það aukning um 59 prósent frá síðasta ári þegar 2,2 milljónir snjallúra fyrirtækisins seldust. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Strategy Analytics sem Engadget greindi frá í gær. Hreppti Apple þar með fyrsta sætið af Fitbit sem seldi flest snjallúr á sama tímabili í fyrra. Seldi Fitbit nú 2,9 milljónir snjallúra en 4,5 milljónir í fyrra. Varð þessi samdráttur ekki einungis til þess að Apple stökk upp fyrir Fitbit heldur gerði kínverski framleiðandinn Xiaomi slíkt hið sama. Neil Mawston, einn rannsakenda Strategy Analytics, sagði í samtali við Engadget að snjallúr Apple seljist nú vel vegna öflugrar auglýsingaherferðar og stílhreins útlits. Þá sé einnig auðvelt að nálgast þau. Útskýrði hann samdráttinn hjá Fitbit með því að fjölgun hefði verið á framleiðendum íþróttasnjallúra. Hefur samdráttur sölu hjá Fitbit orðið til þess að 110 var sagt upp hjá fyrirtækini í janúar, alls sex prósent starfsmanna. Yahoo Finance birti í upphafi mánaðar myndir sem sagðar eru vera af væntanlegu nýju snjallúri Fitbit. Herma heimildir Yahoo að GPS-móttakari, púlsmælir og einstaklega bjartur skjár séu á meðal fídusa úrsins.
Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira