GM yfirgefur Venesúela eftir eignanám stjórnvalda Samúel Karl Ólason skrifar 20. apríl 2017 23:41 Eignarnámið á rætur sínar að rekja til um það bil tuttugu ára gamallar lögsóknar bílasölu gegn GM. Vísir/AFP Stórfyrirtækið General Motors hefur ákveðið að yfirgefa Venesúela eftir að stjórnvöld þar tóku verksmiðju fyrirtækisins eignanámi í gær. Ríkið stendur nú í málaferlum vegna ólöglegs eignanáms við rúmlega 25 fyrirtæki. GM segir að auk verksmiðjunnar hafi stjórnvöld einnig lagt hald á bíla sem voru þar. Eignarnámið á rætur sínar að rekja til um það bil tuttugu ára gamallar lögsóknar bílasölu gegn GM. Forsvarsmenn bílasölunnar höfðu farið fram á skaðabætur að verðmæti 476 milljóna bólíva.Samkvæmt AP fréttaveitunni samsvarar það um 665 milljónum dala, miðað við opinbert gengi bólívarsins. Í rauninni er virði bólívarsins þó mun minna en opinberar tölur segja til um. AP segir að raunvirði skaðabótanna, miðað við svarta markað landsins, sé hins vegar um 115 milljónir dala, eða um 1,2 milljarður króna. Forsvarsmenn GM sögðust í gær ætla að berjast gegn eignanáminu, en um 2.700 manns hafa unnið í verksmiðjunni, samkvæmt New York Times. Verksmiðjan hefur hins vegar reynst fyrirtækinu dragbítur á undanförnum árum og hefur mikið tap fylgt henni, samhliða gífurlegum efnahagslegum vandræðum Venesúela. Enginn nýr bíll hefur verið framleiddur þar síðan árið 2015. Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Stórfyrirtækið General Motors hefur ákveðið að yfirgefa Venesúela eftir að stjórnvöld þar tóku verksmiðju fyrirtækisins eignanámi í gær. Ríkið stendur nú í málaferlum vegna ólöglegs eignanáms við rúmlega 25 fyrirtæki. GM segir að auk verksmiðjunnar hafi stjórnvöld einnig lagt hald á bíla sem voru þar. Eignarnámið á rætur sínar að rekja til um það bil tuttugu ára gamallar lögsóknar bílasölu gegn GM. Forsvarsmenn bílasölunnar höfðu farið fram á skaðabætur að verðmæti 476 milljóna bólíva.Samkvæmt AP fréttaveitunni samsvarar það um 665 milljónum dala, miðað við opinbert gengi bólívarsins. Í rauninni er virði bólívarsins þó mun minna en opinberar tölur segja til um. AP segir að raunvirði skaðabótanna, miðað við svarta markað landsins, sé hins vegar um 115 milljónir dala, eða um 1,2 milljarður króna. Forsvarsmenn GM sögðust í gær ætla að berjast gegn eignanáminu, en um 2.700 manns hafa unnið í verksmiðjunni, samkvæmt New York Times. Verksmiðjan hefur hins vegar reynst fyrirtækinu dragbítur á undanförnum árum og hefur mikið tap fylgt henni, samhliða gífurlegum efnahagslegum vandræðum Venesúela. Enginn nýr bíll hefur verið framleiddur þar síðan árið 2015.
Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf