Grindavík henti KR út í horn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. apríl 2017 06:30 Grindvíkingar fagna eftir sigurinn á KR-ingum í gær. Þeir eru nú búnir að vinna tvo leiki í röð og tryggja sér oddaleik á sunnudaginn. vísir/andri marinó Það verður oddaleikur í DHL-höllinni á sunnudag eftir magnaðan sigur Grindavíkur á KR, 79-66, í Röstinni í gær. Hver hafði trú á því? Líklega enginn fyrir utan þessa geggjuðu baráttujaxla í Grindavíkurliðinu. Þeir hafa vaxið við hverja raun og eru til alls líklegir í Vesturbænum. Atvik átti sér stað er leikurinn var að hefjast sem var nokkuð lýsandi fyrir leikinn. Ómar Örn Sævarsson Grindvíkingur er að bíða eftir uppkastinu og syngur og dillar sér við söng stuðningsmanna KR. Já, KR. Gleði í Grindvíkingum og þeir ætluðu svo sannarlega að njóta þess að spila þennan leik í frábærri stemningu. KR-ingar að sama skapi virtust þjakaðir af taugaspennu. Engin gleði og engin ánægja að vera að spila í úrslitaeinvígi. Þeir voru líka yfirmáta pirraðir og þoldu mótlætið engan veginn. Þeir létu á löngum köflum allt fara í taugarnar á sér. Á sama tíma var Grindavík að njóta hverrar sekúndu. Grindavík leiddi með fimm stigum eftir fyrsta leikhluta, 20-15, og með níu stigum í hálfleik, 42-33. Forskotið hefði átt að vera stærra miðað við hvað KR-ingarnir voru lélegir. KR-liðið kom ákveðið til leiks í síðari hálfleik. Jón Arnór vaknaði loksins og jafnaði leikinn í 50-50. Þá héldu margir að Grindvíkingar myndi brotna. Raunin varð önnur. Þeir héldu KR frá því að skora í rúmar fimm leikmínútur og tóku gott forskot á ný. Því forskoti slepptu þeir aldrei og tryggðu sér oddaleikinn. Þvert á allar spár sérfræðinga. Það er ekki til sá leikmaður Grindavíkur sem er ekki til í að fórna lífi og limum til þess að vinna bolta. Grindavík er að spila frábæran liðsbolta og liðsandinn er engu líkur. Ef KR-ingar taka ekki til í hausnum á sér og þjálfarinn nær ekki að stilla spennustigið fyrir oddaleikinn þá mun KR tapa oddaleiknum. KR-ingar þurfa að fara í rækilega naflaskoðun fyrir úrslitaleikinn. „Þetta var verðskuldað. Það er kannski smá hroki að segja það en þetta var allt að því sannfærandi hjá okkur,“ segir vígreifur þjálfari Grindavíkur, Jóhann Þór Ólafsson. Hann var eðlilega stoltur en það mátti sjá á honum að hann er alls ekki orðinn saddur. „Ég er svo stoltur af því hvernig við svörum er við dettum aðeins niður. Við kláruðum þetta með þvílíkum stæl. Þetta var frábært. Okkur langar þetta mikið og við erum að fara langt á því að njóta og gefa okkur alla í þetta. Það er liðsheildin sem skapar þennan sigur og allir fyrir einn. Gömlu klisjurnar bara. Við höfum fundið takt sem er að virka. Við erum að spila á okkar styrkleikum og mér finnst við líka á köflum gera mjög vel í að finna þeirra veikleika ef hægt er að tala um það.“ Dominos-deild karla Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira
Það verður oddaleikur í DHL-höllinni á sunnudag eftir magnaðan sigur Grindavíkur á KR, 79-66, í Röstinni í gær. Hver hafði trú á því? Líklega enginn fyrir utan þessa geggjuðu baráttujaxla í Grindavíkurliðinu. Þeir hafa vaxið við hverja raun og eru til alls líklegir í Vesturbænum. Atvik átti sér stað er leikurinn var að hefjast sem var nokkuð lýsandi fyrir leikinn. Ómar Örn Sævarsson Grindvíkingur er að bíða eftir uppkastinu og syngur og dillar sér við söng stuðningsmanna KR. Já, KR. Gleði í Grindvíkingum og þeir ætluðu svo sannarlega að njóta þess að spila þennan leik í frábærri stemningu. KR-ingar að sama skapi virtust þjakaðir af taugaspennu. Engin gleði og engin ánægja að vera að spila í úrslitaeinvígi. Þeir voru líka yfirmáta pirraðir og þoldu mótlætið engan veginn. Þeir létu á löngum köflum allt fara í taugarnar á sér. Á sama tíma var Grindavík að njóta hverrar sekúndu. Grindavík leiddi með fimm stigum eftir fyrsta leikhluta, 20-15, og með níu stigum í hálfleik, 42-33. Forskotið hefði átt að vera stærra miðað við hvað KR-ingarnir voru lélegir. KR-liðið kom ákveðið til leiks í síðari hálfleik. Jón Arnór vaknaði loksins og jafnaði leikinn í 50-50. Þá héldu margir að Grindvíkingar myndi brotna. Raunin varð önnur. Þeir héldu KR frá því að skora í rúmar fimm leikmínútur og tóku gott forskot á ný. Því forskoti slepptu þeir aldrei og tryggðu sér oddaleikinn. Þvert á allar spár sérfræðinga. Það er ekki til sá leikmaður Grindavíkur sem er ekki til í að fórna lífi og limum til þess að vinna bolta. Grindavík er að spila frábæran liðsbolta og liðsandinn er engu líkur. Ef KR-ingar taka ekki til í hausnum á sér og þjálfarinn nær ekki að stilla spennustigið fyrir oddaleikinn þá mun KR tapa oddaleiknum. KR-ingar þurfa að fara í rækilega naflaskoðun fyrir úrslitaleikinn. „Þetta var verðskuldað. Það er kannski smá hroki að segja það en þetta var allt að því sannfærandi hjá okkur,“ segir vígreifur þjálfari Grindavíkur, Jóhann Þór Ólafsson. Hann var eðlilega stoltur en það mátti sjá á honum að hann er alls ekki orðinn saddur. „Ég er svo stoltur af því hvernig við svörum er við dettum aðeins niður. Við kláruðum þetta með þvílíkum stæl. Þetta var frábært. Okkur langar þetta mikið og við erum að fara langt á því að njóta og gefa okkur alla í þetta. Það er liðsheildin sem skapar þennan sigur og allir fyrir einn. Gömlu klisjurnar bara. Við höfum fundið takt sem er að virka. Við erum að spila á okkar styrkleikum og mér finnst við líka á köflum gera mjög vel í að finna þeirra veikleika ef hægt er að tala um það.“
Dominos-deild karla Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira