Engin tilviljun hjá Grindavík Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. apríl 2017 06:00 Það verður barist um hvern einasta bolta í DHL-höllinni á morgun og von á hátt í 3.000 manns á leikinn. vísir/andri marinó Eftir mikið puð í allan vetur munu úrslitin í Íslandsmótinu í körfuknattleik ráðast í einum úrslitaleik. Staðan í einvígi KR og Grindavíkur er 2-2 og það lið sem vinnur leikinn í Vesturbænum á morgun verður Íslandsmeistari. KR komst 2-0 yfir í einvíginu en Grindavík hefur komið til baka með stæl. Þessi leikur er afturhvarf til fortíðar því fyrir átta árum spiluðu sömu lið úrslitaleik um titilinn í sama íþróttahúsi. Sá leikur var sögulegur og KR vann með einu stigi.Skrítið einvígi „Þetta er mjög skrítið. Eftir yfirburðasigur hjá KR í fyrsta leiknum hefur Grindavík haft yfirhöndina í síðustu þremur. Þetta er ekki ósvipað hjá þeim og gegn Stjörnunni. Þetta er engin tilviljun hjá Grindavík. Liðið er á feikilega góðum stað núna sem lið,“ segir Teitur Örlygsson körfuboltagoðsögn en hann þekkir þetta allt saman mjög vel enda varð hann sjálfur tífaldur Íslandsmeistari sem leikmaður. „Nú erum við aftur á móti komin í oddaleik og þá held ég að munstrið geti brotnað. Þá er þetta oft hver er andlega sterkari. Ég hef á tilfinningunni að Grindavík hafi verið að átta sig á stöðunni í fyrsta leiknum en síðan hefur liðið verið að spila sama leik og gegn Stjörnunni. Það er ekki lengur hægt að segja að þetta sé eitthvað óvænt. Að miklu betra lið sé að tapa gegn mun verra liði. Jón Arnór sagði sjálfur að þeir væru betri en KR í dag.“Frábær liðsheild Grindavíkur Grindavíkurliðið hefur heillað marga með leik sínum og baráttugleði. Teitur er þar engin undantekning. „Liðsheildin er frábær og lykilleikmenn eru á flottum aldri á meðan KR er með aðeins eldri lykilleikmenn. Ég held að það geti skipt máli. Hungrið og greddan virðist vera aðeins meiri Grindavíkurmegin. Mér finnst Jói, þjálfari Grindavíkur, hafa staðið sig frábærlega í að stöðva sóknarleik KR-inga. KR er í þó nokkrum vandræðum með að fá frí og góð skot. Jón Arnór er það góður að hann býr sér til frí skot en enginn annar gerir það,“ segir Teitur en það er full ástæða fyrir KR-inga að hafa áhyggjur því að þeir eru í miklum vandræðum með Grindavíkurliðið. „Bekkurinn hjá KR hefur verið úti á þekju í síðustu leikjum. Darri Hilmarsson hefur verið heillum horfinn og er í mínusframlagi. Það er auðvitað ekki boðlegt þegar þú spilar svona mikið. Það vita allir hvað KR getur. Þarna eru menn sem hafa margoft gert þetta. Það vinnur með þeim sem og heimavöllurinn. KR-ingarnir eru því sigurstranglegri.“Troða lokasokknum í fólk? Það kæmi Teiti þó ekkert á óvart að Grindavík myndi koma íslenska körfuboltaheiminum í uppnám með því að vinna þriðja leikinn í röð. „Það eru allir búnir að afskrifa þá milljón sinnum. Þeir troða sokkum upp í alla og gætu mætt með fleiri sokkapör í Vesturbæinn. Því er ekki við öðru að búast en að Grindavík mæti til leiks af krafti. Það gæti orðið tvíframlengt. Þetta verður veisla. Leikurinn 2009 gæti orðið bensín fyrir Grindavík til þess að fara alla leið.“ Dominos-deild karla Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Fleiri fréttir Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Sjá meira
Eftir mikið puð í allan vetur munu úrslitin í Íslandsmótinu í körfuknattleik ráðast í einum úrslitaleik. Staðan í einvígi KR og Grindavíkur er 2-2 og það lið sem vinnur leikinn í Vesturbænum á morgun verður Íslandsmeistari. KR komst 2-0 yfir í einvíginu en Grindavík hefur komið til baka með stæl. Þessi leikur er afturhvarf til fortíðar því fyrir átta árum spiluðu sömu lið úrslitaleik um titilinn í sama íþróttahúsi. Sá leikur var sögulegur og KR vann með einu stigi.Skrítið einvígi „Þetta er mjög skrítið. Eftir yfirburðasigur hjá KR í fyrsta leiknum hefur Grindavík haft yfirhöndina í síðustu þremur. Þetta er ekki ósvipað hjá þeim og gegn Stjörnunni. Þetta er engin tilviljun hjá Grindavík. Liðið er á feikilega góðum stað núna sem lið,“ segir Teitur Örlygsson körfuboltagoðsögn en hann þekkir þetta allt saman mjög vel enda varð hann sjálfur tífaldur Íslandsmeistari sem leikmaður. „Nú erum við aftur á móti komin í oddaleik og þá held ég að munstrið geti brotnað. Þá er þetta oft hver er andlega sterkari. Ég hef á tilfinningunni að Grindavík hafi verið að átta sig á stöðunni í fyrsta leiknum en síðan hefur liðið verið að spila sama leik og gegn Stjörnunni. Það er ekki lengur hægt að segja að þetta sé eitthvað óvænt. Að miklu betra lið sé að tapa gegn mun verra liði. Jón Arnór sagði sjálfur að þeir væru betri en KR í dag.“Frábær liðsheild Grindavíkur Grindavíkurliðið hefur heillað marga með leik sínum og baráttugleði. Teitur er þar engin undantekning. „Liðsheildin er frábær og lykilleikmenn eru á flottum aldri á meðan KR er með aðeins eldri lykilleikmenn. Ég held að það geti skipt máli. Hungrið og greddan virðist vera aðeins meiri Grindavíkurmegin. Mér finnst Jói, þjálfari Grindavíkur, hafa staðið sig frábærlega í að stöðva sóknarleik KR-inga. KR er í þó nokkrum vandræðum með að fá frí og góð skot. Jón Arnór er það góður að hann býr sér til frí skot en enginn annar gerir það,“ segir Teitur en það er full ástæða fyrir KR-inga að hafa áhyggjur því að þeir eru í miklum vandræðum með Grindavíkurliðið. „Bekkurinn hjá KR hefur verið úti á þekju í síðustu leikjum. Darri Hilmarsson hefur verið heillum horfinn og er í mínusframlagi. Það er auðvitað ekki boðlegt þegar þú spilar svona mikið. Það vita allir hvað KR getur. Þarna eru menn sem hafa margoft gert þetta. Það vinnur með þeim sem og heimavöllurinn. KR-ingarnir eru því sigurstranglegri.“Troða lokasokknum í fólk? Það kæmi Teiti þó ekkert á óvart að Grindavík myndi koma íslenska körfuboltaheiminum í uppnám með því að vinna þriðja leikinn í röð. „Það eru allir búnir að afskrifa þá milljón sinnum. Þeir troða sokkum upp í alla og gætu mætt með fleiri sokkapör í Vesturbæinn. Því er ekki við öðru að búast en að Grindavík mæti til leiks af krafti. Það gæti orðið tvíframlengt. Þetta verður veisla. Leikurinn 2009 gæti orðið bensín fyrir Grindavík til þess að fara alla leið.“
Dominos-deild karla Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Fleiri fréttir Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Sjá meira