Umfjöllun og viðtöl: Skallagrímur - Keflavík 77-68 | Skallagrímur náði að knýja fram oddaleik Stefán Árni Pálsson í Fjósinu skrifar 10. apríl 2017 20:45 Tavelyn Tillman var frábær í kvöld. vísir/andri marinó Skallagrímur náði að knýja fram oddaleik í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna í körfubolta í kvöld þegar liðið bar sigur úr býtum, 77-68, gegn Keflavík í fjórða leik liðanna. Staðan í einvíginu er því 2-2 og þarf oddaleik til að skera úr um það hvað lið mætir Snæfell í úrslitarimmunni. Oddaleikurinn fer fram suður með sjó á fimmtudagskvöldið. Tavelyn Tillman var frábær í kvöld og skoraði hún 36 stig fyrir Skallagrím.Af hverju vann Skallagrímur?Liðið naut sín vel á heimavelli og nýtti sér stuðning áhorfenda sem fjölmenntu í Fjósið. Tavelyn Tillman stjórnaði leik Skallanna eins og herforingi og átti hún frábæran leik. Liðið spilaði mjög góða vörn og það skóp þennan sigur.Bestu menn vallarins? Tavelyn Tillman var besti maður vallarins og gjörsamlega dómineraði allt hjá heimamönnum. Sex leikmenn Skallagríms komust á blað í kvöld og dreifðist stigaskorið vel. Það var kannski liðsheild Skallagríms sem var næstbesti maður vallarins. Hjá Keflavík voru Ariana Moorer og Thelma Dís atkvæðamestar og spiluðu nokkuð vel.Hvað gekk illa? Keflavík réði illa við vörn Skallagríms og voru oft á tíðum í stökustu vandræðum með að skapa sér góða sóknarstöðu. Það var svona einna helst sem klikkaði í kvöld, en annars var leikurinn nokkuð vel spilaður.Skallagrímur-Keflavík 77-68 (20-14, 18-13, 12-16, 27-25)Skallagrímur: Tavelyn Tillman 36, Fanney Lind Thomas 10/5 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 10/4 fráköst/5 stoðsendingar, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 10/10 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 6/5 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 5, Sigurbjörg Rós Sigurðardóttir 0, Arna Hrönn Ámundaóttir 0, Gunnhildur Lind Hansdóttir 0, Guðrún Ósk Ámundadóttir 0, Þórunn Birta Þórðardóttir 0. Keflavík: Ariana Moorer 19/12 fráköst/6 stoðsendingar, Thelma Dís Ágústsdóttir 16/8 fráköst, Birna Valgerður Benónýsdóttir 12/5 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 8/4 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 7, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 6/5 fráköst, Kamilla Sól Viktorsdóttir 0, Svanhvít Ósk Snorradóttir 0, Þóranna Kika Hodge-Carr 0, Katla Rún Garðarsdóttir 0, Erna Hákonardóttir 0, Elsa Albertsdóttir 0. Sverrir: Þetta var bara ekki okkar dagur„Þetta var bara ekki nægilega gott hjá okkur í kvöld,“ segir Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, eftir tapið í kvöld. „Varnarlega var þetta ekki nægilega gott hjá okkur í kvöld og sóknarlega var ekki nægilega mikið flæði í okkar leik. Þetta var bara ekki okkar dagur og við verðum bara að mæta klárar í oddaleikinn.“ Sverrir segir að það hafi oft bara vantað herslumuninn í kvöld. „Liðið var kannski búið að minnka muninn í nokkur stig og þá hleypum við þeim aftur vel framúr okkur. Sóknarleikur okkar var svo hægur og létt fyrir Skallagrím að dekka okkur. Núna er það bara sæti í úrslitum eða sumarfrí.“ Sigrún Sjöfn: Margir spáðu því að Keflavík myndi sópa okkur„Við vorum búnar að laga það sem var að í síðustu tveimur leikjum,“ segir Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, leikmaður Skallagríms, eftir leikinn. „Það var síðan ekkert erfitt að gíra sig upp í þennan leik þar sem sumir miðlar skrifuðu um að þetta yrði auðvelt sóp fyrir Keflavík. Ég trúi á liðið og alla í kringum liðið. Við vorum bara mættar hingað í kvöld til að sækja leik fimm.“ Sigrún segir að í kvöld hafi liðið ekki leyft Keflavík að vaða yfir sig. Hún var mjög ánægð með stuðninginn í Fjósinu í kvöld. „Þetta gefur okkur rosalega mikið. Þetta hefur manni bara orku. Maður er kannski ótrúlega þreyttur og svo heyrir maður í stúkunni og maður fær bara tíu sinnum meiri orku. Það verður erfitt að fara til Keflavíkur og ég býst við troðfullu húsi þar.“Tweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild kvenna Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Handbolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Fleiri fréttir „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Sjá meira
Skallagrímur náði að knýja fram oddaleik í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna í körfubolta í kvöld þegar liðið bar sigur úr býtum, 77-68, gegn Keflavík í fjórða leik liðanna. Staðan í einvíginu er því 2-2 og þarf oddaleik til að skera úr um það hvað lið mætir Snæfell í úrslitarimmunni. Oddaleikurinn fer fram suður með sjó á fimmtudagskvöldið. Tavelyn Tillman var frábær í kvöld og skoraði hún 36 stig fyrir Skallagrím.Af hverju vann Skallagrímur?Liðið naut sín vel á heimavelli og nýtti sér stuðning áhorfenda sem fjölmenntu í Fjósið. Tavelyn Tillman stjórnaði leik Skallanna eins og herforingi og átti hún frábæran leik. Liðið spilaði mjög góða vörn og það skóp þennan sigur.Bestu menn vallarins? Tavelyn Tillman var besti maður vallarins og gjörsamlega dómineraði allt hjá heimamönnum. Sex leikmenn Skallagríms komust á blað í kvöld og dreifðist stigaskorið vel. Það var kannski liðsheild Skallagríms sem var næstbesti maður vallarins. Hjá Keflavík voru Ariana Moorer og Thelma Dís atkvæðamestar og spiluðu nokkuð vel.Hvað gekk illa? Keflavík réði illa við vörn Skallagríms og voru oft á tíðum í stökustu vandræðum með að skapa sér góða sóknarstöðu. Það var svona einna helst sem klikkaði í kvöld, en annars var leikurinn nokkuð vel spilaður.Skallagrímur-Keflavík 77-68 (20-14, 18-13, 12-16, 27-25)Skallagrímur: Tavelyn Tillman 36, Fanney Lind Thomas 10/5 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 10/4 fráköst/5 stoðsendingar, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 10/10 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 6/5 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 5, Sigurbjörg Rós Sigurðardóttir 0, Arna Hrönn Ámundaóttir 0, Gunnhildur Lind Hansdóttir 0, Guðrún Ósk Ámundadóttir 0, Þórunn Birta Þórðardóttir 0. Keflavík: Ariana Moorer 19/12 fráköst/6 stoðsendingar, Thelma Dís Ágústsdóttir 16/8 fráköst, Birna Valgerður Benónýsdóttir 12/5 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 8/4 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 7, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 6/5 fráköst, Kamilla Sól Viktorsdóttir 0, Svanhvít Ósk Snorradóttir 0, Þóranna Kika Hodge-Carr 0, Katla Rún Garðarsdóttir 0, Erna Hákonardóttir 0, Elsa Albertsdóttir 0. Sverrir: Þetta var bara ekki okkar dagur„Þetta var bara ekki nægilega gott hjá okkur í kvöld,“ segir Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, eftir tapið í kvöld. „Varnarlega var þetta ekki nægilega gott hjá okkur í kvöld og sóknarlega var ekki nægilega mikið flæði í okkar leik. Þetta var bara ekki okkar dagur og við verðum bara að mæta klárar í oddaleikinn.“ Sverrir segir að það hafi oft bara vantað herslumuninn í kvöld. „Liðið var kannski búið að minnka muninn í nokkur stig og þá hleypum við þeim aftur vel framúr okkur. Sóknarleikur okkar var svo hægur og létt fyrir Skallagrím að dekka okkur. Núna er það bara sæti í úrslitum eða sumarfrí.“ Sigrún Sjöfn: Margir spáðu því að Keflavík myndi sópa okkur„Við vorum búnar að laga það sem var að í síðustu tveimur leikjum,“ segir Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, leikmaður Skallagríms, eftir leikinn. „Það var síðan ekkert erfitt að gíra sig upp í þennan leik þar sem sumir miðlar skrifuðu um að þetta yrði auðvelt sóp fyrir Keflavík. Ég trúi á liðið og alla í kringum liðið. Við vorum bara mættar hingað í kvöld til að sækja leik fimm.“ Sigrún segir að í kvöld hafi liðið ekki leyft Keflavík að vaða yfir sig. Hún var mjög ánægð með stuðninginn í Fjósinu í kvöld. „Þetta gefur okkur rosalega mikið. Þetta hefur manni bara orku. Maður er kannski ótrúlega þreyttur og svo heyrir maður í stúkunni og maður fær bara tíu sinnum meiri orku. Það verður erfitt að fara til Keflavíkur og ég býst við troðfullu húsi þar.“Tweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild kvenna Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Handbolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Fleiri fréttir „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Sjá meira