Framtíð Toshiba í óvissu Sæunn Gísladóttir skrifar 11. apríl 2017 11:23 Talið er að heilsárstap Toshiba gæti verið eitt það stærsta í sögu japanskra fyrirtækja. Vísir/EPA Forsvarsmenn japanska tæknifyrirtækisins Toshiba vara nú við að fyrirtækið geti mögulega ekki haldið áfram starfsemi. BBC greinir frá þessu. Frá apríl til desember á síðasta ári tapaði fyrirtæki 4,8 milljörðum Bandaríkjadala, 540 milljarða króna. Endurskoðandi fyrirtækisins á þó enn eftir að staðfesta þessar tölur. Toshiba hefur tvisvar frestað því að birta gögn um fjárhagsstöðu fyrirtækisins sem gæti leitt til þess að fyrirtækið verði tekið af markaði í kauphöllinni í Tókýó. Talið er að haldinn verði blaðamannafundur um málið síðar í vikunni. Toshiba hefur staðið frammi fyrir mörgum erfiðleikum undanfarin misseri. Árið 2015 kom upp hneykslismál sem leiddi til afsagnar fjölda leiðtoga innan fyrirtækisins. Einnig kom fram að starfsstöð fyrirtækisins í Bandaríkjunum, Westinghouse, ætti í fjárhagsvandræðum fyrr á þessu ári. Tapið sem greint var frá á við um fyrstu níu mánuði síðasta árs, talið er að heildartap ársins hlaupi í billjónum japanskra jen. Ef svo fer er um að ræða eitt stærsta tap hjá japönsku fyrirtæki í sögunni. Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Forsvarsmenn japanska tæknifyrirtækisins Toshiba vara nú við að fyrirtækið geti mögulega ekki haldið áfram starfsemi. BBC greinir frá þessu. Frá apríl til desember á síðasta ári tapaði fyrirtæki 4,8 milljörðum Bandaríkjadala, 540 milljarða króna. Endurskoðandi fyrirtækisins á þó enn eftir að staðfesta þessar tölur. Toshiba hefur tvisvar frestað því að birta gögn um fjárhagsstöðu fyrirtækisins sem gæti leitt til þess að fyrirtækið verði tekið af markaði í kauphöllinni í Tókýó. Talið er að haldinn verði blaðamannafundur um málið síðar í vikunni. Toshiba hefur staðið frammi fyrir mörgum erfiðleikum undanfarin misseri. Árið 2015 kom upp hneykslismál sem leiddi til afsagnar fjölda leiðtoga innan fyrirtækisins. Einnig kom fram að starfsstöð fyrirtækisins í Bandaríkjunum, Westinghouse, ætti í fjárhagsvandræðum fyrr á þessu ári. Tapið sem greint var frá á við um fyrstu níu mánuði síðasta árs, talið er að heildartap ársins hlaupi í billjónum japanskra jen. Ef svo fer er um að ræða eitt stærsta tap hjá japönsku fyrirtæki í sögunni.
Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira