Bikararnir enda í vesturbænum og í Keflavík Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. apríl 2017 06:00 Veislan hefst klukkan 18.00 í kvöld. vísir/daníel/anton brink Vegna frestunar á fyrsta leik Snæfells og Keflavíkur í lokaeinvígi Domino´s-deildar kvenna í gær vegna veðurs hefjast lokaúrslitin í karla- og kvennadeildinni í kvöld en boðið verður upp á tvíhöfða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD og Domino´s-Körfuboltakvöld fer yfir málin í beinni úr Hólminum. Bæði KR í karlaflokki og Snæfell í kvennaflokki hafa orðið Íslandsmeistarar þrjú ár í röð. Drottnunin heldur áfram hjá strákunum en Keflavík rýfur einokun Snæfelsstúlkna að mati Péturs Más Sigurðssonar sem þekkir vel til í báðum deildum. Hann er aðalþjálfari kvennaliðs Stjörnunnar og aðstoðarþjálfari karlaliðsins.Grindavík þarf að byrja vel „Gamli góði pappírinn gefur til kynna að úrslitin hjá körlunum verði einstefna en ég er á því að ef Grindvíkingar koma með látum inn í fyrsta leikinn og spila hart en skynsamlega þá geta þeir sett þetta í uppnám og farið með einvígið í fimm leiki,“ segir Pétur um lokaúrslitin hjá körlunum sem hefjast í kvöld klukkan 18.00. KR varð deildar- og bikarmeistari og vann Grindavík í báðum leikjum liðanna á tímabilinu. Fyrir jól vann KR fimmtán stiga sigur en vegna klúðurs á ritaraborðinu vann KR nauman tveggja stiga sigur í seinni leiknum í Grindavík.„Það eru ákveðnir leikmenn sem bera uppi sóknarleik Grindavíkur en ef Grindjánar ætla að gera eitthvað þurfa þeir að vera með hugarfarið í lagi og fá framlag frá fleiri heldur en þremur aðalmönnunum sínum. Ef það gengur ekki upp hjá þeim getum við horft upp á sóp hjá KR,“ segir Pétur sem lenti heldur betur undir Grindavíkurvaltaranum með Stjörnunni í undanúrslitunum þar sem Garðbæingum var sópað í sumarfrí með þremur stórsigrum þeirra gulu.„Þeir verða að spila þannig og fá áfram framlag frá Ingva Þór og þessum ungu strákum á bekknum. Þorsteinn Finnbogason þarf að halda áfram að gera það sem hann var að gera á móti okkur. Þeir verða allir að vera tengdir og passa upp á litlu hlutina sem ég segi alltaf að séu stærstu hlutirnir.“ KR-liðið er eðlilega miklu sigurstranglegra. „Keflavík var að spila vel á móti KR en það sýndi alveg gæðin og reynsluna hjá KR-liðinu að klára þennan fjórða leik á útivelli. Spennustigið er hátt og stressið mikið í svona leikjum en reynslan og gæðin eru KR-megin. KR vinnur þetta 3-1 en Grindavík getur farið í fimmta leik með góðri byrjun,“ segir Pétur Már.Fimm leikja fjör Snæfell vann Keflavík þrisvar sinnum í fjórum leikjum í vetur en þann síðasta vann Keflavík nokkuð sannfærandi. Þetta unga lið Sverris Þórs Sverrissonar er búið að sýna að það er ekki hrætt við stóra sviðið en það er bæði búið að verða bikarmeistari og klára vel mannað lið Skallagríms í fimm leikja rimmu í undanúrslitum. „Þetta verður svakalega skemmtileg rimma,“ segir Pétur. „Það er erfitt að lesa í þessa rimmu því bæði lið vilja halda mótherjanum á hálfum velli og keyra hraðaupphlaup. Þetta gæti orðið mjög taktískt.“ Eitt er það sem Keflavík verður að gera ætli það að stöðva Snæfell. „Þær verða að stöðva Ellenberg, Kanann hjá Snæfelli. Hún er náttúrlegur skorari sem þarf ekkert pláss í teignum. Við náðum aðeins að hægja á henni í undanúrslitunum en það var bara með því að tvídekka hana og neyða hana til að gefa boltann. En þá fer boltinn bara á næsta góða leikmenn því allar geta þær skorað hjá Snæfelli,“ segir Pétur sem hefur þó mikla trú á Keflavíkurliðinu. „Keflavíkurliðið er með hávaxnka bakverði og hefur þann eiginlega að geta hent inn mörgum ungum leikmönnum sem allir geta varist og þannig getur Keflavík þreytt Ellenberg. Þær pressa allan völlinn en ekki má samt gleyma varnarleiknum hjá Snæfelli með Gunnhildi og Berglindi, systurnar sem eru frábærir varnarmenn. Þetta getur endað báðu megin og það er auðvelt að tippa á Snæfell en það hentar Keflavík betur að fara í langa séríu og ég sé þetta fara langt. Ég spái því Keflavík titlinum í alveg ótrúlega skemmtilegri rimmu,“ segir Pétur Már Sigurðsson. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Körfubolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Fleiri fréttir Martin stoðsendingahæstur í sigri Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Sjá meira
Vegna frestunar á fyrsta leik Snæfells og Keflavíkur í lokaeinvígi Domino´s-deildar kvenna í gær vegna veðurs hefjast lokaúrslitin í karla- og kvennadeildinni í kvöld en boðið verður upp á tvíhöfða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD og Domino´s-Körfuboltakvöld fer yfir málin í beinni úr Hólminum. Bæði KR í karlaflokki og Snæfell í kvennaflokki hafa orðið Íslandsmeistarar þrjú ár í röð. Drottnunin heldur áfram hjá strákunum en Keflavík rýfur einokun Snæfelsstúlkna að mati Péturs Más Sigurðssonar sem þekkir vel til í báðum deildum. Hann er aðalþjálfari kvennaliðs Stjörnunnar og aðstoðarþjálfari karlaliðsins.Grindavík þarf að byrja vel „Gamli góði pappírinn gefur til kynna að úrslitin hjá körlunum verði einstefna en ég er á því að ef Grindvíkingar koma með látum inn í fyrsta leikinn og spila hart en skynsamlega þá geta þeir sett þetta í uppnám og farið með einvígið í fimm leiki,“ segir Pétur um lokaúrslitin hjá körlunum sem hefjast í kvöld klukkan 18.00. KR varð deildar- og bikarmeistari og vann Grindavík í báðum leikjum liðanna á tímabilinu. Fyrir jól vann KR fimmtán stiga sigur en vegna klúðurs á ritaraborðinu vann KR nauman tveggja stiga sigur í seinni leiknum í Grindavík.„Það eru ákveðnir leikmenn sem bera uppi sóknarleik Grindavíkur en ef Grindjánar ætla að gera eitthvað þurfa þeir að vera með hugarfarið í lagi og fá framlag frá fleiri heldur en þremur aðalmönnunum sínum. Ef það gengur ekki upp hjá þeim getum við horft upp á sóp hjá KR,“ segir Pétur sem lenti heldur betur undir Grindavíkurvaltaranum með Stjörnunni í undanúrslitunum þar sem Garðbæingum var sópað í sumarfrí með þremur stórsigrum þeirra gulu.„Þeir verða að spila þannig og fá áfram framlag frá Ingva Þór og þessum ungu strákum á bekknum. Þorsteinn Finnbogason þarf að halda áfram að gera það sem hann var að gera á móti okkur. Þeir verða allir að vera tengdir og passa upp á litlu hlutina sem ég segi alltaf að séu stærstu hlutirnir.“ KR-liðið er eðlilega miklu sigurstranglegra. „Keflavík var að spila vel á móti KR en það sýndi alveg gæðin og reynsluna hjá KR-liðinu að klára þennan fjórða leik á útivelli. Spennustigið er hátt og stressið mikið í svona leikjum en reynslan og gæðin eru KR-megin. KR vinnur þetta 3-1 en Grindavík getur farið í fimmta leik með góðri byrjun,“ segir Pétur Már.Fimm leikja fjör Snæfell vann Keflavík þrisvar sinnum í fjórum leikjum í vetur en þann síðasta vann Keflavík nokkuð sannfærandi. Þetta unga lið Sverris Þórs Sverrissonar er búið að sýna að það er ekki hrætt við stóra sviðið en það er bæði búið að verða bikarmeistari og klára vel mannað lið Skallagríms í fimm leikja rimmu í undanúrslitum. „Þetta verður svakalega skemmtileg rimma,“ segir Pétur. „Það er erfitt að lesa í þessa rimmu því bæði lið vilja halda mótherjanum á hálfum velli og keyra hraðaupphlaup. Þetta gæti orðið mjög taktískt.“ Eitt er það sem Keflavík verður að gera ætli það að stöðva Snæfell. „Þær verða að stöðva Ellenberg, Kanann hjá Snæfelli. Hún er náttúrlegur skorari sem þarf ekkert pláss í teignum. Við náðum aðeins að hægja á henni í undanúrslitunum en það var bara með því að tvídekka hana og neyða hana til að gefa boltann. En þá fer boltinn bara á næsta góða leikmenn því allar geta þær skorað hjá Snæfelli,“ segir Pétur sem hefur þó mikla trú á Keflavíkurliðinu. „Keflavíkurliðið er með hávaxnka bakverði og hefur þann eiginlega að geta hent inn mörgum ungum leikmönnum sem allir geta varist og þannig getur Keflavík þreytt Ellenberg. Þær pressa allan völlinn en ekki má samt gleyma varnarleiknum hjá Snæfelli með Gunnhildi og Berglindi, systurnar sem eru frábærir varnarmenn. Þetta getur endað báðu megin og það er auðvelt að tippa á Snæfell en það hentar Keflavík betur að fara í langa séríu og ég sé þetta fara langt. Ég spái því Keflavík titlinum í alveg ótrúlega skemmtilegri rimmu,“ segir Pétur Már Sigurðsson.
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Körfubolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Fleiri fréttir Martin stoðsendingahæstur í sigri Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Sjá meira