Kallar eftir róttækum breytingum á efnahag Suður-Afríku Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. apríl 2017 20:22 Malusi Gigaba, nýr fjármálaráðherra Suður-Afríku. Vísir/Getty Nýr fjármálaráðherra Suður-Afríku, Malusi Gigaba, segir að landið verði að „umbylta með róttækum hætti“ efnahag sínum. BBC greinir frá. Hann segir jafnframt að ríkissjóður landsins hafi í of langan tíma verið starfræktur fyrir „stór fyrirtæki, einkahagsmuni og alþjóðlega fjárfesta.“ „Þetta er ríkisstjórn fólksins,“ lét Gigaba hafa eftir sér á sínum fyrsta blaðamannafundi en hann tók við störfum á föstudag eftir að forseti landsins, Jacob Zuma, rak forvera hans í starfi, Pravin Gordhan. Gengi gjaldmiðils Suður-Afríku tók dýfu þegar fregnir bárust af ákvörðun forsetans og féll gengið niður um fimm prósent. Talið er að hinn nýi fjármálaráðherra vilji auka útgjöld ríkissjóðs, líkt og forseti landsins hafði kallað eftir, en forveri hans, Gordhan, hafði áður sett sig upp á móti slíkum áformum og vegna þess fengið reisupassann. „Eignarhald á auði er í höndum of fárra í landinu eins og staðan er núna.“ Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Nýr fjármálaráðherra Suður-Afríku, Malusi Gigaba, segir að landið verði að „umbylta með róttækum hætti“ efnahag sínum. BBC greinir frá. Hann segir jafnframt að ríkissjóður landsins hafi í of langan tíma verið starfræktur fyrir „stór fyrirtæki, einkahagsmuni og alþjóðlega fjárfesta.“ „Þetta er ríkisstjórn fólksins,“ lét Gigaba hafa eftir sér á sínum fyrsta blaðamannafundi en hann tók við störfum á föstudag eftir að forseti landsins, Jacob Zuma, rak forvera hans í starfi, Pravin Gordhan. Gengi gjaldmiðils Suður-Afríku tók dýfu þegar fregnir bárust af ákvörðun forsetans og féll gengið niður um fimm prósent. Talið er að hinn nýi fjármálaráðherra vilji auka útgjöld ríkissjóðs, líkt og forseti landsins hafði kallað eftir, en forveri hans, Gordhan, hafði áður sett sig upp á móti slíkum áformum og vegna þess fengið reisupassann. „Eignarhald á auði er í höndum of fárra í landinu eins og staðan er núna.“
Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira