Fyrsti þáttur af þriðju seríu Rick and Morty óvænt í loftið Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. apríl 2017 16:35 Aðdáendur Rick & Morty biðu þriðju þáttaraðarinnar með mikilli eftirvæntingu. IMDB.com Fyrsti þátturinn í nýjustu seríu teiknimyndaþáttanna Rick and Morty, sem hafa farið sigurför um heiminn, var óvænt settur í loftið í gær, fyrsta apríl. Aðdáendur þáttanna höfðu beðið nýju seríunnar með óþreyju en ekki var ljóst hvenær nákvæmlega hún yrði sýnd. Þættirnir eru framleiddir af Adult Swim. Höfundar þáttanna, þeir Dan Harmon og Justin Roiland hafa strítt spenntum aðdáendum án afláts að undanförnu en nýverið þóttust þeir hafa sett í loftið stiklu úr nýjustu seríunni, sem reyndist ekki vera neitt annað en myndband af persónum þáttanna að syngja lagið Never Gonna Give You Up með Rick Astley. Einn aðdáandi þáttanna sendi Dan Harmon orðskeyti á Twitter, þar sem hann rukkaði hann um nýjasta þáttinn í þriðju seríu og kom Dan Harmon honum vel á óvart með því að verða við beiðni hans. Því er ljóst að aðdáendur þáttanna geta tekið gleði sína á ný..@karan_shah99 happy now mother FUCKA pic.twitter.com/nhUY4K90G5— Dan Harmon (@danharmon) April 2, 2017 Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Fyrsti þátturinn í nýjustu seríu teiknimyndaþáttanna Rick and Morty, sem hafa farið sigurför um heiminn, var óvænt settur í loftið í gær, fyrsta apríl. Aðdáendur þáttanna höfðu beðið nýju seríunnar með óþreyju en ekki var ljóst hvenær nákvæmlega hún yrði sýnd. Þættirnir eru framleiddir af Adult Swim. Höfundar þáttanna, þeir Dan Harmon og Justin Roiland hafa strítt spenntum aðdáendum án afláts að undanförnu en nýverið þóttust þeir hafa sett í loftið stiklu úr nýjustu seríunni, sem reyndist ekki vera neitt annað en myndband af persónum þáttanna að syngja lagið Never Gonna Give You Up með Rick Astley. Einn aðdáandi þáttanna sendi Dan Harmon orðskeyti á Twitter, þar sem hann rukkaði hann um nýjasta þáttinn í þriðju seríu og kom Dan Harmon honum vel á óvart með því að verða við beiðni hans. Því er ljóst að aðdáendur þáttanna geta tekið gleði sína á ný..@karan_shah99 happy now mother FUCKA pic.twitter.com/nhUY4K90G5— Dan Harmon (@danharmon) April 2, 2017
Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira