Riise stendur með Lagerbäck: „Ekki hans starf, fjandinn hafi það“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. apríl 2017 12:00 Einu sinni var gaman hjá Lars Lagerbäck á Íslandi. vísir/getty Lars Lagerbäck, fyrrverandi þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, tók sökina á sig eftir að Noregur tapaði 2-0 fyrir Norður-Írlandi í frumraun norska liðsins undir hans stjórn í síðustu landsleikjaviku. Norsku strákarnir fengu mark á sig snemma leiks og misstu hausinn en eftirleikurinn var nokkuð auðveldur fyrir þá norðurírsku. Lagerbäck fékk sinn skerf af gagnrýni fyrir þessa „martröð“ eins og sumir fjölmiðlar uppnefndu leikinn en leikmennirnir hafa einnig verið harkalega gagnrýndir.Sjá einnig:Bestu þjálfarar Noregs koma Lagerbäck til varnar: „Noregur er ekki fótboltastórveldi“ John Arne Riise, fyrrverandi leikmaður Liverpool og norska landsliðsins, er á þeirri skoðun að leikmönnunum sé um að kenna en ekki Lagerbäck. „Lagerbäck sagði að það væri hans starf sem þjálfari að passa upp á að leikmenn mættu með rétt viðhorf til leiks. Það er ekki hans starf, fjandinn hafi það,“ segir Riise í hlaðvarpi Top Fotball en Dagbladet greinir frá. „Ef það eitt að bera fánann á brjóstinu fær þig ekki til að mæta gíraður í landsleik áttu bara að koma þér heim. Bara það að bera fánann á að gefa þér auka kraft. Ég elskaði alltaf að standa í göngunum í norsku treyjunni. Mér var alveg sama hvort ég var að fara að spila við Færeyjar eða einhverja aðra þjóð. Það var alltaf sérstakt að spila fyrir Noreg en maður sér þetta ekki í dag.“ Riise á hreinlega erfitt með að horfa á norska landsliðið í dag sem honum finnst ömurlegt og áhugalaust. Það verður í 86. sæti á næsta heimslista en liðið hefur aldrei veri neðar. „Það er enginn alvöru karakter í þessu liði. Það eru allir eins. Þegar það er ekkert að gerast í leiknum reyndu þá að tækla einhvern og kveikja aðeins í þessu. Farðu í 50-50 tæklingu eða skjóttu á markið bara til að fá fólkið með þér. Ég er alltaf í sjokki þegar ég horfi á landsliðið spila í dag,“ segir John Arne Riise. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Strákarnir upp um tvö sæti á heimslistanum: Konungar norðursins og miklu betri en Holland Íslenska karlalandsliðið í fótbolta klífur aftur FIFA-listann eftir tvo sigra í síðustu landsleikjaviku. 31. mars 2017 09:45 Bestu þjálfarar Noregs koma Lagerbäck til varnar: „Noregur er ekki fótboltastórveldi“ Ole Gunnar Solskjær og þrír kollegar hans í norsku úrvalsdeildinni hafa mikla trú á Lars Lagerbäck. 31. mars 2017 09:00 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Fleiri fréttir Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Sjá meira
Lars Lagerbäck, fyrrverandi þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, tók sökina á sig eftir að Noregur tapaði 2-0 fyrir Norður-Írlandi í frumraun norska liðsins undir hans stjórn í síðustu landsleikjaviku. Norsku strákarnir fengu mark á sig snemma leiks og misstu hausinn en eftirleikurinn var nokkuð auðveldur fyrir þá norðurírsku. Lagerbäck fékk sinn skerf af gagnrýni fyrir þessa „martröð“ eins og sumir fjölmiðlar uppnefndu leikinn en leikmennirnir hafa einnig verið harkalega gagnrýndir.Sjá einnig:Bestu þjálfarar Noregs koma Lagerbäck til varnar: „Noregur er ekki fótboltastórveldi“ John Arne Riise, fyrrverandi leikmaður Liverpool og norska landsliðsins, er á þeirri skoðun að leikmönnunum sé um að kenna en ekki Lagerbäck. „Lagerbäck sagði að það væri hans starf sem þjálfari að passa upp á að leikmenn mættu með rétt viðhorf til leiks. Það er ekki hans starf, fjandinn hafi það,“ segir Riise í hlaðvarpi Top Fotball en Dagbladet greinir frá. „Ef það eitt að bera fánann á brjóstinu fær þig ekki til að mæta gíraður í landsleik áttu bara að koma þér heim. Bara það að bera fánann á að gefa þér auka kraft. Ég elskaði alltaf að standa í göngunum í norsku treyjunni. Mér var alveg sama hvort ég var að fara að spila við Færeyjar eða einhverja aðra þjóð. Það var alltaf sérstakt að spila fyrir Noreg en maður sér þetta ekki í dag.“ Riise á hreinlega erfitt með að horfa á norska landsliðið í dag sem honum finnst ömurlegt og áhugalaust. Það verður í 86. sæti á næsta heimslista en liðið hefur aldrei veri neðar. „Það er enginn alvöru karakter í þessu liði. Það eru allir eins. Þegar það er ekkert að gerast í leiknum reyndu þá að tækla einhvern og kveikja aðeins í þessu. Farðu í 50-50 tæklingu eða skjóttu á markið bara til að fá fólkið með þér. Ég er alltaf í sjokki þegar ég horfi á landsliðið spila í dag,“ segir John Arne Riise.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Strákarnir upp um tvö sæti á heimslistanum: Konungar norðursins og miklu betri en Holland Íslenska karlalandsliðið í fótbolta klífur aftur FIFA-listann eftir tvo sigra í síðustu landsleikjaviku. 31. mars 2017 09:45 Bestu þjálfarar Noregs koma Lagerbäck til varnar: „Noregur er ekki fótboltastórveldi“ Ole Gunnar Solskjær og þrír kollegar hans í norsku úrvalsdeildinni hafa mikla trú á Lars Lagerbäck. 31. mars 2017 09:00 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Fleiri fréttir Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Sjá meira
Strákarnir upp um tvö sæti á heimslistanum: Konungar norðursins og miklu betri en Holland Íslenska karlalandsliðið í fótbolta klífur aftur FIFA-listann eftir tvo sigra í síðustu landsleikjaviku. 31. mars 2017 09:45
Bestu þjálfarar Noregs koma Lagerbäck til varnar: „Noregur er ekki fótboltastórveldi“ Ole Gunnar Solskjær og þrír kollegar hans í norsku úrvalsdeildinni hafa mikla trú á Lars Lagerbäck. 31. mars 2017 09:00