Ögra Trump og Jinping Samúel Karl Ólason skrifar 5. apríl 2017 10:41 Kim Jong Un, Donald Trump og Xi Jinping. Vísir/AFP/Getty Enn eitt eldflaugaskotið var framkvæmt í Norður-Kóreu seint í gærkvöldi. Einum degi áður en Donald Trump og Xi Jinping, forsetar Bandaríkjanna og Kína, munu funda, meðal annars um kjarnorkuvopnaáætlun og eldflaugatilraunir Norður-Kóreu. Eldflaugin, sem var skotið í trássi við samþykktir Sameinuðu þjóðanna, flaug um 60 kílómetra austur frá hafnarborginni Sinpo á austurströnd landsins. Þar má finna kafbátastöð, samkvæmt Reuters. Sameinuðu þjóðirnar hafa meinað Norður-Kóreu að gera tilraunir með eldflaugar eða kjarnorkuvopn, en þrátt fyrir það hefur ríkið gert ítrekaðar tilraunir með eldflaugar og sprengt minnst fimm kjarnorkusprengjur á síðustu árum. Norður-Kóreumenn eru sagðir hafa náð þó nokkrum árangri með tilraunum sínum. Embættismenn í Suður-Kóreu segja eldflaugina hafa náð um 189 kílómetra hæð. Þeir telja tilganginn hafa verið tvískiptan. Annars vegar hafi nágrannar þeirra í norðri verið að fremja tilraun á getu eldflaugarinnar og hins vegar hafi markmiðið verið að senda skilaboð til Trump og Jinping. Donald Trump vill að Kínverjar beiti Norður-Kóreu efnahagslegum þrýstingi til að draga úr vopnaáætlunum ríkisins. Þá hefur ekki verið útilokað að beita hernaði gegn einræðisríkinu alræmda.Sjá einnig: Nota umfangsmikið net aflandsfélaga til að komast hjá þvingunum Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, hefur fordæmt tilraunaskotið og Utanríkisráðuneyti Suður-Kóreu hefur gert það einnig. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði Bandaríkin hafa „talað nóg um Norður-Kóreu“ og hann ætlaði ekki að tjá sig frekar. Norður-Kórea Tengdar fréttir Auðga úran sem aldrei fyrr Alþjóðakjarnorkumálastofnunin segir kjarnorkuvopnaáætlun Norður-Kóreu vera komna á nýtt stig. 21. mars 2017 10:35 Segir óraunhæft að banna kjarnorkuvopn Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum, segir það ekki raunsætt að setja alfarið á bann við kjarnorkuvopnum um allan heim. 27. mars 2017 23:40 Enn eitt eldflaugaskotið frá Norður-Kóreu Að þessu sinni sprakk eldflaugin á flugi. 22. mars 2017 10:29 Spenna magnast vegna tilburða Norður-Kóreu Bandaríkin senda flugskeytabúnað til Suður-Kóreu. Öryggisráðið kallað saman til að ræða flugskeytatilraunir Norður-Kóreu. Morðið á hálfbróður Kim Jong-Un eykur spennuna og Norður-Kórea bannar Malasíumönnum að yfirgefa landið. 8. mars 2017 07:00 Kínverjar hvetja Norður Kóreumenn til að hætta öllum eldflaugatilraunum Kínverjar leggja til að Norður Kóreumenn hætti tafarlaust tilraunum sínum með eldflaugar og kjarnorkuvopn. 8. mars 2017 07:54 N-Kóreumenn hreykja sér af sögulegum árangri í þróun eldflauga Norður-Kóreumenn segja að þeir séu komnir langt í þróun eldflaugatækni og vekur það ugg meðal annarra þjóða. 19. mars 2017 16:56 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira
Enn eitt eldflaugaskotið var framkvæmt í Norður-Kóreu seint í gærkvöldi. Einum degi áður en Donald Trump og Xi Jinping, forsetar Bandaríkjanna og Kína, munu funda, meðal annars um kjarnorkuvopnaáætlun og eldflaugatilraunir Norður-Kóreu. Eldflaugin, sem var skotið í trássi við samþykktir Sameinuðu þjóðanna, flaug um 60 kílómetra austur frá hafnarborginni Sinpo á austurströnd landsins. Þar má finna kafbátastöð, samkvæmt Reuters. Sameinuðu þjóðirnar hafa meinað Norður-Kóreu að gera tilraunir með eldflaugar eða kjarnorkuvopn, en þrátt fyrir það hefur ríkið gert ítrekaðar tilraunir með eldflaugar og sprengt minnst fimm kjarnorkusprengjur á síðustu árum. Norður-Kóreumenn eru sagðir hafa náð þó nokkrum árangri með tilraunum sínum. Embættismenn í Suður-Kóreu segja eldflaugina hafa náð um 189 kílómetra hæð. Þeir telja tilganginn hafa verið tvískiptan. Annars vegar hafi nágrannar þeirra í norðri verið að fremja tilraun á getu eldflaugarinnar og hins vegar hafi markmiðið verið að senda skilaboð til Trump og Jinping. Donald Trump vill að Kínverjar beiti Norður-Kóreu efnahagslegum þrýstingi til að draga úr vopnaáætlunum ríkisins. Þá hefur ekki verið útilokað að beita hernaði gegn einræðisríkinu alræmda.Sjá einnig: Nota umfangsmikið net aflandsfélaga til að komast hjá þvingunum Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, hefur fordæmt tilraunaskotið og Utanríkisráðuneyti Suður-Kóreu hefur gert það einnig. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði Bandaríkin hafa „talað nóg um Norður-Kóreu“ og hann ætlaði ekki að tjá sig frekar.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Auðga úran sem aldrei fyrr Alþjóðakjarnorkumálastofnunin segir kjarnorkuvopnaáætlun Norður-Kóreu vera komna á nýtt stig. 21. mars 2017 10:35 Segir óraunhæft að banna kjarnorkuvopn Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum, segir það ekki raunsætt að setja alfarið á bann við kjarnorkuvopnum um allan heim. 27. mars 2017 23:40 Enn eitt eldflaugaskotið frá Norður-Kóreu Að þessu sinni sprakk eldflaugin á flugi. 22. mars 2017 10:29 Spenna magnast vegna tilburða Norður-Kóreu Bandaríkin senda flugskeytabúnað til Suður-Kóreu. Öryggisráðið kallað saman til að ræða flugskeytatilraunir Norður-Kóreu. Morðið á hálfbróður Kim Jong-Un eykur spennuna og Norður-Kórea bannar Malasíumönnum að yfirgefa landið. 8. mars 2017 07:00 Kínverjar hvetja Norður Kóreumenn til að hætta öllum eldflaugatilraunum Kínverjar leggja til að Norður Kóreumenn hætti tafarlaust tilraunum sínum með eldflaugar og kjarnorkuvopn. 8. mars 2017 07:54 N-Kóreumenn hreykja sér af sögulegum árangri í þróun eldflauga Norður-Kóreumenn segja að þeir séu komnir langt í þróun eldflaugatækni og vekur það ugg meðal annarra þjóða. 19. mars 2017 16:56 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira
Auðga úran sem aldrei fyrr Alþjóðakjarnorkumálastofnunin segir kjarnorkuvopnaáætlun Norður-Kóreu vera komna á nýtt stig. 21. mars 2017 10:35
Segir óraunhæft að banna kjarnorkuvopn Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum, segir það ekki raunsætt að setja alfarið á bann við kjarnorkuvopnum um allan heim. 27. mars 2017 23:40
Enn eitt eldflaugaskotið frá Norður-Kóreu Að þessu sinni sprakk eldflaugin á flugi. 22. mars 2017 10:29
Spenna magnast vegna tilburða Norður-Kóreu Bandaríkin senda flugskeytabúnað til Suður-Kóreu. Öryggisráðið kallað saman til að ræða flugskeytatilraunir Norður-Kóreu. Morðið á hálfbróður Kim Jong-Un eykur spennuna og Norður-Kórea bannar Malasíumönnum að yfirgefa landið. 8. mars 2017 07:00
Kínverjar hvetja Norður Kóreumenn til að hætta öllum eldflaugatilraunum Kínverjar leggja til að Norður Kóreumenn hætti tafarlaust tilraunum sínum með eldflaugar og kjarnorkuvopn. 8. mars 2017 07:54
N-Kóreumenn hreykja sér af sögulegum árangri í þróun eldflauga Norður-Kóreumenn segja að þeir séu komnir langt í þróun eldflaugatækni og vekur það ugg meðal annarra þjóða. 19. mars 2017 16:56