Britney Spears setur pólitík í Ísrael á hliðina Ritstjórn skrifar 6. apríl 2017 12:00 Britney Spears er kröftug sviðslistakona. Mynd/Getty Tónleikar sem Britney Spears ætlar sér að halda í Tel Aviv í Ísrael hafa sett allt í uppnám hjá pólítíkusum. Tónleikar Britney verða haldnir þann 3.júlí, sama dag og þingflokksfundur verkamannaflokksins þar í landi fer fram. Þar á að kjósa nýjan formann flokksins. Þar sem svo stórir tónleikar frá jafn þekktum listamanni eru fágætir í Tel Aviv er dagskrá fundarins komin í uppnám. Þannig er mál með vexti að tónleikarnir krefjast svo mikillar öryggisgæslu að erfitt hefur reynst að manna gæsluna á þingflokksfundinum. Tónleikarnir og fundurinn fara fram hlið við hlið. Einnig hafa flokksmenn verkamannaflokksins áhyggjur af mætingu á fundinn þar sem líklegt er að margir kjósi að fara frekar á tónleikana með stórstjörnunni. Vegna mikilla skipulagsörðuleika sem stöfuðu af tónleikunum hefur nú þingflokksfundinum verið seinkað um sólarhring. Mest lesið Jólaleikur Bpro og Glamour Glamour Fegurð Kardashian systranna náttúruleg eða hvað? Glamour RosaLEGar samsæriskenningar Glamour "Ég er í Vivianne Westwood og með túrtappa frá OB.“ Glamour Versace sýnir guðdómlega kjóla í París Glamour Litríkt og þjóðlegt Glamour Casino að hætti Chanel Glamour Náttúruleg glamúr förðun sem allir geta rokkað Glamour Hvernig gerum við góð kaup á útsölum? Glamour Heiða Rún vekur athygli á tískuvikunni í London Glamour
Tónleikar sem Britney Spears ætlar sér að halda í Tel Aviv í Ísrael hafa sett allt í uppnám hjá pólítíkusum. Tónleikar Britney verða haldnir þann 3.júlí, sama dag og þingflokksfundur verkamannaflokksins þar í landi fer fram. Þar á að kjósa nýjan formann flokksins. Þar sem svo stórir tónleikar frá jafn þekktum listamanni eru fágætir í Tel Aviv er dagskrá fundarins komin í uppnám. Þannig er mál með vexti að tónleikarnir krefjast svo mikillar öryggisgæslu að erfitt hefur reynst að manna gæsluna á þingflokksfundinum. Tónleikarnir og fundurinn fara fram hlið við hlið. Einnig hafa flokksmenn verkamannaflokksins áhyggjur af mætingu á fundinn þar sem líklegt er að margir kjósi að fara frekar á tónleikana með stórstjörnunni. Vegna mikilla skipulagsörðuleika sem stöfuðu af tónleikunum hefur nú þingflokksfundinum verið seinkað um sólarhring.
Mest lesið Jólaleikur Bpro og Glamour Glamour Fegurð Kardashian systranna náttúruleg eða hvað? Glamour RosaLEGar samsæriskenningar Glamour "Ég er í Vivianne Westwood og með túrtappa frá OB.“ Glamour Versace sýnir guðdómlega kjóla í París Glamour Litríkt og þjóðlegt Glamour Casino að hætti Chanel Glamour Náttúruleg glamúr förðun sem allir geta rokkað Glamour Hvernig gerum við góð kaup á útsölum? Glamour Heiða Rún vekur athygli á tískuvikunni í London Glamour