Upp úr sauð eftir útgáfu Fréttatímans Benedikt Bóas skrifar 8. apríl 2017 06:00 Við skrifstofu Fréttatímans standa nú tómir blaðastandar. vísir/ernir Til átaka kom á ritstjórnarskrifstofu Fréttatímans eftir að blaðið var sent í prentun á fimmtudag.Starfsmaður sem hafði ekki fengið greidd laun fyrir marsmánuð og taldi sig hafa fengið loforð frá framkvæmdastjóra blaðsins, Valdimari Birgissyni, um að fá laun sín greidd eftir helgi, reiddist eftir að í ljós kom að framkvæmdastjórinn sagðist ekki treysta sér til að lofa neinu þar um. Þegar starfsmaðurinn áttaði sig á því að ekki væri hægt að tryggja greiðslu launa eftir helgi sauð upp úr á gólfi Fréttatímans.Valdimar segir það ömurlega stöðu að geta ekki greitt öllum laun á réttum tíma. „Markmið okkar er að sjálfsögðu að greiða öllum laun og vinnum við að því öllum árum ásamt því að tryggja áframhaldandi rekstur fyrirtækisins.“Þeir starfsmenn fréttatímans sem Fréttablaðið ræddi við segja með ólíkindum að starfsmaðurinn hafi náð að halda ró sinni í þessum aðstæðum. Starfsmaðurinn sé fyrirvinna fjölskyldunnar og geti ekki greitt húsaleigu eða gefið fjölskyldu sinni að borða. „Örvænting þeirra sem ekki hafa fengið borgað minnkar ekki þó að blaðið hafi farið í prentun. Það verður einhver að horfast í augu við það fólk strax, því það er ekki hægt að bíða,“ segir Þóra Tómasdóttir, ritstjóri Fréttatímans. Þóra vildi að öðru leyti ekki tjá sig um stöðu blaðsins enda vissi hún ekki hver framtíðin yrði. Hún vonaðist til að það myndi þó halda áfram. Starfsmenn Fréttatímans segja að Þóra hafi staðið sem klettur með starfsfólki sínu en hún var milliliður á milli stjórnenda og starfsfólksins. Eftir að blaðið var sent í prentsmiðjuna gekk starfsfólkið frá og hélt í miðborgina þar sem það borðaði saman. Þau mættu ekki í vinnu í gær og vita lítið um framhaldið. Gunnar Smári sendi starfsmönnum blaðsins bréf í gærmorgun þar sem kom fram að svör myndu fást um framtíð blaðsins um helgina. Þeir starfsmenn sem Fréttablaðið ræddi við voru ekki bjartsýnir á framhaldið. Enginn hefur þó fengið uppsagnarbréf. Ekki hefur náðst í Gunnar Smára en hann sagði á Facebook-síðu sinni að stærstu lánardrottnar félagsins hefðu viljað freista þess að treysta áframhaldandi rekstur blaðsins og óskuðu eftir að hann léti af störfum. „Ég gat því ekki greint starfsfólkinu frá stöðu fyrirtækisins. Ég hafði enga stöðu til þess, þekkti ekki atburðarásina og kunni engin svör,“ segir hann ennfremur.Frétt uppfærð klukkan 17:09 Fjölmiðlar Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira
Til átaka kom á ritstjórnarskrifstofu Fréttatímans eftir að blaðið var sent í prentun á fimmtudag.Starfsmaður sem hafði ekki fengið greidd laun fyrir marsmánuð og taldi sig hafa fengið loforð frá framkvæmdastjóra blaðsins, Valdimari Birgissyni, um að fá laun sín greidd eftir helgi, reiddist eftir að í ljós kom að framkvæmdastjórinn sagðist ekki treysta sér til að lofa neinu þar um. Þegar starfsmaðurinn áttaði sig á því að ekki væri hægt að tryggja greiðslu launa eftir helgi sauð upp úr á gólfi Fréttatímans.Valdimar segir það ömurlega stöðu að geta ekki greitt öllum laun á réttum tíma. „Markmið okkar er að sjálfsögðu að greiða öllum laun og vinnum við að því öllum árum ásamt því að tryggja áframhaldandi rekstur fyrirtækisins.“Þeir starfsmenn fréttatímans sem Fréttablaðið ræddi við segja með ólíkindum að starfsmaðurinn hafi náð að halda ró sinni í þessum aðstæðum. Starfsmaðurinn sé fyrirvinna fjölskyldunnar og geti ekki greitt húsaleigu eða gefið fjölskyldu sinni að borða. „Örvænting þeirra sem ekki hafa fengið borgað minnkar ekki þó að blaðið hafi farið í prentun. Það verður einhver að horfast í augu við það fólk strax, því það er ekki hægt að bíða,“ segir Þóra Tómasdóttir, ritstjóri Fréttatímans. Þóra vildi að öðru leyti ekki tjá sig um stöðu blaðsins enda vissi hún ekki hver framtíðin yrði. Hún vonaðist til að það myndi þó halda áfram. Starfsmenn Fréttatímans segja að Þóra hafi staðið sem klettur með starfsfólki sínu en hún var milliliður á milli stjórnenda og starfsfólksins. Eftir að blaðið var sent í prentsmiðjuna gekk starfsfólkið frá og hélt í miðborgina þar sem það borðaði saman. Þau mættu ekki í vinnu í gær og vita lítið um framhaldið. Gunnar Smári sendi starfsmönnum blaðsins bréf í gærmorgun þar sem kom fram að svör myndu fást um framtíð blaðsins um helgina. Þeir starfsmenn sem Fréttablaðið ræddi við voru ekki bjartsýnir á framhaldið. Enginn hefur þó fengið uppsagnarbréf. Ekki hefur náðst í Gunnar Smára en hann sagði á Facebook-síðu sinni að stærstu lánardrottnar félagsins hefðu viljað freista þess að treysta áframhaldandi rekstur blaðsins og óskuðu eftir að hann léti af störfum. „Ég gat því ekki greint starfsfólkinu frá stöðu fyrirtækisins. Ég hafði enga stöðu til þess, þekkti ekki atburðarásina og kunni engin svör,“ segir hann ennfremur.Frétt uppfærð klukkan 17:09
Fjölmiðlar Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira