Bestu þjálfarar Noregs koma Lagerbäck til varnar: „Noregur er ekki fótboltastórveldi“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 31. mars 2017 09:00 Lars Lagerbäck var niðurlútur í Belfast. vísir/getty Lars Lagerbäck, fyrrverandi þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta fékk martraðarbyrjun sem þjálfari Noregs þegar liðið tapaði, 2-0, fyrir Norður-Írlandi í fyrsta leik liðsins í undankeppni HM 2018 undir stjórn Svíans. Mikil spenna ríkti í fyrsta skipti í Noregi fyrir leik norska liðsins í langan tíma enda Lagerbäck orðin stórstjarna á Norðurlöndum og víðar um Evrópu fyrir ævintýralegan uppgang strákanna okkar. Norskir sparkspekingar og fjölmiðlar fóru ófögrum orðum um frammistöðu norska liðsins og skelltu margir skuldinni á Lagerbäck sem fékk aðeins nokkra daga til að reyna að rétta af norsku skútuna sem hefur verið að sökkva núna í ansi mörg ár. Fjórir bestu þjálfarar Noregs eru ekki jafn svartsýnir og/eða neikvæðir eftir þennan fyrsta leik Lagerbäcks og koma honum til varnar. Þetta eru Kåre Ingebrigtsen, þjálfari Noregsmeistara Rosenborgar, Dag-Eilev Fagermo, þjálfari Odd, Ronny Deila, þjálfari Vålerenga og Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Molde.Kåre Ingebrigtsen, Ronny Deila, Ole Gunnar Solskjær og Dag-Eilev Fagermovísir/gettyBjóst ekki við neinu „Ég bjóst ekki við neinu fyrir leikinn, bara alls engu. Fótbolti er svo erfið íþrótt og þú kemur engu til skila á fimm dögum. Þessi undankeppni var búin fyrir okkur löngu áður en kom að leiknum á móti Norður-Írlandi,“ segir Ingebrigtsen en þjálfararnir voru settust niður og ræddu norsku úrvalsdeildina og landsliðið á TV2 í aðdraganda norsku deildarinnar sem hefst á morgun. „Ég er viss um að Noregur mun standa sig vel í næstu leikjum í undankeppninni. Þá fáum við að sjá hversu gott liðið er. Það datt engum í hug að Noregur myndi leika sér að Norður-Írlandi eftir fimm daga með nýjum þjálfara. Noregur er ekki stórveldi í fótbolta. Við þurfum aðeins að átta okkur á hvar við stöndum.“ Dag-Eilev Fagermo, þjálfari Odd, er hjartanlega sammála kollega sínum og skellir skuldinni á leikmennina. „Fyrri hálfleikurinn voru mikil vonbrigði. Það voru leikmenn sem skiluðu ekki neinu vinnuframlagi og fyrirliðinn var skelfilegur. Þegar Lagerbäck kynnist hópnum betur á þetta eftir að verða betra,“ segir hann. „Það eru margir leikmenn í norska liðinu sem eru einfaldlega ekki eins góðir og fólk heldur að þeir séu. Lagerbäck verður að byggja upp sterka heild en við, þjálfara liðanna í Noregi, verðum að framleiða betri leikmenn,“ segir Fagermo.Lars Lagerbäck reynir að útskýra frammistöðuna eftir tapið í Belfast.vísir/gettyEkki betri með betri þjálfar Ronny Deila, sem gerði Celtic þrisvar sinnum að Skotlandsmeistara áður en hann sneri aftur heim til Noregs fyrir komandi leiktíð, hefur mikla trú á Lagerbäck og telur að norska liðið komist í umspilið í þessari undankeppni. „Við verðum að gefa Lagerbäck meira en fimm daga til að koma hugmyndafræði sinni áleiðis til leikmanna,“ segir Deila sem er ósammála Fagermo um gæði norskra leikmanna. „Þetta eru hans orð. Það er mín trú að við erum með nógu góða leikmenn í Noregi. Aðalatriðið hjá Lagerbäck er að koma sínum leikstíl til skila og fá það besta út úr leikmönnunum,“ segir Deila. Ole Gunnar Solskjær, fyrrverandi framherji Manchester United og tvöfaldur Noregsmeistari sem þjálfari Molde, stendur líka með Lagerbäck og segir leikmennina þurfa að gera betur. „Það eru engar skyndilausnir í fótbolta. Leikmennirnir verða ekkert miklu betri bara með því að fá nýjan þjálfara. Lars verður að fá tíma til að láta liðið spila eins og hann vill. Þetta verður nýtt fyrir leikmennina og það er erfitt verk framundan hjá Lars að fá liðið til að rísa á ný,“ segir Ole Gunnar Solskjær. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að því að við vinnum Danina? Fótbolti Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Fleiri fréttir Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Sjá meira
Lars Lagerbäck, fyrrverandi þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta fékk martraðarbyrjun sem þjálfari Noregs þegar liðið tapaði, 2-0, fyrir Norður-Írlandi í fyrsta leik liðsins í undankeppni HM 2018 undir stjórn Svíans. Mikil spenna ríkti í fyrsta skipti í Noregi fyrir leik norska liðsins í langan tíma enda Lagerbäck orðin stórstjarna á Norðurlöndum og víðar um Evrópu fyrir ævintýralegan uppgang strákanna okkar. Norskir sparkspekingar og fjölmiðlar fóru ófögrum orðum um frammistöðu norska liðsins og skelltu margir skuldinni á Lagerbäck sem fékk aðeins nokkra daga til að reyna að rétta af norsku skútuna sem hefur verið að sökkva núna í ansi mörg ár. Fjórir bestu þjálfarar Noregs eru ekki jafn svartsýnir og/eða neikvæðir eftir þennan fyrsta leik Lagerbäcks og koma honum til varnar. Þetta eru Kåre Ingebrigtsen, þjálfari Noregsmeistara Rosenborgar, Dag-Eilev Fagermo, þjálfari Odd, Ronny Deila, þjálfari Vålerenga og Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Molde.Kåre Ingebrigtsen, Ronny Deila, Ole Gunnar Solskjær og Dag-Eilev Fagermovísir/gettyBjóst ekki við neinu „Ég bjóst ekki við neinu fyrir leikinn, bara alls engu. Fótbolti er svo erfið íþrótt og þú kemur engu til skila á fimm dögum. Þessi undankeppni var búin fyrir okkur löngu áður en kom að leiknum á móti Norður-Írlandi,“ segir Ingebrigtsen en þjálfararnir voru settust niður og ræddu norsku úrvalsdeildina og landsliðið á TV2 í aðdraganda norsku deildarinnar sem hefst á morgun. „Ég er viss um að Noregur mun standa sig vel í næstu leikjum í undankeppninni. Þá fáum við að sjá hversu gott liðið er. Það datt engum í hug að Noregur myndi leika sér að Norður-Írlandi eftir fimm daga með nýjum þjálfara. Noregur er ekki stórveldi í fótbolta. Við þurfum aðeins að átta okkur á hvar við stöndum.“ Dag-Eilev Fagermo, þjálfari Odd, er hjartanlega sammála kollega sínum og skellir skuldinni á leikmennina. „Fyrri hálfleikurinn voru mikil vonbrigði. Það voru leikmenn sem skiluðu ekki neinu vinnuframlagi og fyrirliðinn var skelfilegur. Þegar Lagerbäck kynnist hópnum betur á þetta eftir að verða betra,“ segir hann. „Það eru margir leikmenn í norska liðinu sem eru einfaldlega ekki eins góðir og fólk heldur að þeir séu. Lagerbäck verður að byggja upp sterka heild en við, þjálfara liðanna í Noregi, verðum að framleiða betri leikmenn,“ segir Fagermo.Lars Lagerbäck reynir að útskýra frammistöðuna eftir tapið í Belfast.vísir/gettyEkki betri með betri þjálfar Ronny Deila, sem gerði Celtic þrisvar sinnum að Skotlandsmeistara áður en hann sneri aftur heim til Noregs fyrir komandi leiktíð, hefur mikla trú á Lagerbäck og telur að norska liðið komist í umspilið í þessari undankeppni. „Við verðum að gefa Lagerbäck meira en fimm daga til að koma hugmyndafræði sinni áleiðis til leikmanna,“ segir Deila sem er ósammála Fagermo um gæði norskra leikmanna. „Þetta eru hans orð. Það er mín trú að við erum með nógu góða leikmenn í Noregi. Aðalatriðið hjá Lagerbäck er að koma sínum leikstíl til skila og fá það besta út úr leikmönnunum,“ segir Deila. Ole Gunnar Solskjær, fyrrverandi framherji Manchester United og tvöfaldur Noregsmeistari sem þjálfari Molde, stendur líka með Lagerbäck og segir leikmennina þurfa að gera betur. „Það eru engar skyndilausnir í fótbolta. Leikmennirnir verða ekkert miklu betri bara með því að fá nýjan þjálfara. Lars verður að fá tíma til að láta liðið spila eins og hann vill. Þetta verður nýtt fyrir leikmennina og það er erfitt verk framundan hjá Lars að fá liðið til að rísa á ný,“ segir Ole Gunnar Solskjær.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að því að við vinnum Danina? Fótbolti Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Fleiri fréttir Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Sjá meira