Ný eldflaugatilraun Norður-Kóreu til marks um árangur Samúel Karl Ólason skrifar 20. mars 2017 10:35 Norður-Kórea gerði í gær tilraun með nýjan eldflaugarhreyfil sem nágrannar þeirra í suðri segja til marks um „þýðingarmikinn árangur“. KCNA Norður-Kórea gerði í gær tilraun með nýjan eldflaugarhreyfil sem nágrannar þeirra í suðri segja til marks um „þýðingarmikinn árangur“. Markmið einræðisríkisins er að þróa eldflaugar sem þeir gætu notað til að skjóta kjarnorkuvopnum að Bandaríkjunum. Fyrr í mánuðinum skaut Norður-Kórea fjórum eldflaugum að Japan þar sem þeir æfðu kjarnorkuárás á herstöðvar Bandaríkjanna í Japan. Yfirvöld í Norður-Kóreu segja hreyfilinn sem prófaður var í gær geta gert ríkinu kleift að skjóta gervihnöttum á loft jafnvel og bestu þjóðir heimsins. Þar með væri hægt að nota hreyfilinn á svokallaðar Intercontinental ballistic eldflaugar (ICBM). Með þeim gæti Norður-Kórea hugsanlega gert kjarnorkuárásir víða um heiminn.Yfirlit yfir eldflaugar Norður-Kóreu.Vísir/GraphicNewsTalsmaður varnarmálaráðuneytis Suður-Kóreu sagði blaðamönnum í dag að enn þyrfti að gera rannsóknir varðandi hreyfilinn, en staðfesti ekki að hægt væri að nota hreyfilinn á ICBM-eldflaug. Tilraunin var gerð í kjölfar yfirlýsingar Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um að fyrirbyggjandi árásir á Norður-Kóreu koma til greina. Tillerson hefur verið í heimsóknum víða í Asíu. Þrátt fyrir fjölmargar eldflaugatilraunir og fimm kjarnorkuvopnatilraunir frá 2006 eru sérfræðingar ekki sammála um getu Norður-Kóreu. Hins vegar er ljóst að ríkið hefur náð árangri. Yfirvöld í Norður-Kóreu segja að vísindamönnum þeirra hafi tekist að minnka kjarnorkusprengju svo mikið að hægt væri að koma henni fyrir í ICBM-eldflaug. Sérfræðingar hafa þó dregið þær yfirlýsingar í efa. Ekki er nóg að gera sprengjuna minna, heldur þyrfti hún einnig að þola gífurlega mikinn þrýsting, hita og titring sem myndi myndast við endurkomu vopnsins inn í gufuhvolf jarðarinnar. Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira
Norður-Kórea gerði í gær tilraun með nýjan eldflaugarhreyfil sem nágrannar þeirra í suðri segja til marks um „þýðingarmikinn árangur“. Markmið einræðisríkisins er að þróa eldflaugar sem þeir gætu notað til að skjóta kjarnorkuvopnum að Bandaríkjunum. Fyrr í mánuðinum skaut Norður-Kórea fjórum eldflaugum að Japan þar sem þeir æfðu kjarnorkuárás á herstöðvar Bandaríkjanna í Japan. Yfirvöld í Norður-Kóreu segja hreyfilinn sem prófaður var í gær geta gert ríkinu kleift að skjóta gervihnöttum á loft jafnvel og bestu þjóðir heimsins. Þar með væri hægt að nota hreyfilinn á svokallaðar Intercontinental ballistic eldflaugar (ICBM). Með þeim gæti Norður-Kórea hugsanlega gert kjarnorkuárásir víða um heiminn.Yfirlit yfir eldflaugar Norður-Kóreu.Vísir/GraphicNewsTalsmaður varnarmálaráðuneytis Suður-Kóreu sagði blaðamönnum í dag að enn þyrfti að gera rannsóknir varðandi hreyfilinn, en staðfesti ekki að hægt væri að nota hreyfilinn á ICBM-eldflaug. Tilraunin var gerð í kjölfar yfirlýsingar Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um að fyrirbyggjandi árásir á Norður-Kóreu koma til greina. Tillerson hefur verið í heimsóknum víða í Asíu. Þrátt fyrir fjölmargar eldflaugatilraunir og fimm kjarnorkuvopnatilraunir frá 2006 eru sérfræðingar ekki sammála um getu Norður-Kóreu. Hins vegar er ljóst að ríkið hefur náð árangri. Yfirvöld í Norður-Kóreu segja að vísindamönnum þeirra hafi tekist að minnka kjarnorkusprengju svo mikið að hægt væri að koma henni fyrir í ICBM-eldflaug. Sérfræðingar hafa þó dregið þær yfirlýsingar í efa. Ekki er nóg að gera sprengjuna minna, heldur þyrfti hún einnig að þola gífurlega mikinn þrýsting, hita og titring sem myndi myndast við endurkomu vopnsins inn í gufuhvolf jarðarinnar.
Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira